Sundfélag Hafnarfjarðar (SH) krækti í enn einn titilinn á árinu um helgina þegar félagið tók þátt í Aldursflokkamóti Íslands (AMÍ). SH sigraði ÍRB með aðeins 6 stiga mun og rauf þar með 6 ára sigurgöngu ÍRB á mótinu.

Spennan var gífurleg og strax varð ljóst að baráttan um titilinn yrði á milli þessara liða. Veigar Hrafn Sigþórsson SH varð stigahæsti sveinninn á mótinu, SH vann aðal-boðsundskeppnina í 10x50m skriðsundi. SH kom sterkt til leiks með 47 þátttakendur sem voru enn í sigurvímu frá Akranesleikunum. Tvö met voru slegin í keppninni og voru það sveinasveit SH sem sló 14 ára gamalt Íslandsmet í 4x50m skriðsundi og á öðrum degi sló stúlknasveit SH met í 4x100m fjórsundi. Á Aldursfokkamótið koma saman öll sundfélög landsins með sundmenn sína sem hafa náð ákveðnum tímalágmörkum til að tryggja sér þátttökurétt.

Mynd: frá SH.