Það var einstaklega hlýr og fallegur dagur á laugardag þegar tæplega 100 ára gamalt beyki í Hellisgerði var útnefnt tré ársins 2017. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands,  afhenti Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar og Haraldi Líndal Haraldssyni, bæjarstjóra, viðurkenninguna. IKEA bauð upp á veitingar, en útnefningin í ár var samstarfsverkefni fyritæksins og Skógræktarfélagsins.  

tré ársins Hellisgerði

Tréð sem var valið var upphaflega gróðursett um 1927, eins metra hátt, í tilraunaskyni en er afar fallegt og beykitré eru afar sjaldgæf á Íslandi, en þau vaxa betur á hlýrri slóðum, af því er fram kom í viðurkenningarræðu Magnúsar Gunnarssonar. „Augu okkar í félaginu beindust að Hellisgerði í ár, en beykitrén sem eru hér í garðinum eiga sína merku sögu og hafa í áratugi glatt þá sem unna fallegum og sérstökum eðaltrjám.“ Einnig tóku til máls fyrrnefnd Guðlaug Kristjánsdóttir og Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. Guðlaug rakti m.a. sögu Hellisgerði í sátt og samlyndi meðal álfa, dverga og manna og Þórarinn minntist m.a. á tilvist beykitrjáa í Svíþjóð, upprunalands IKEA, en fyrirtækið bauð viðstöddum upp á léttar veitingar í tilefni dagsins.

12

Hafnarfirskt tré valið í annað sinn

Þá mældi Brynjólfur Jónsson, skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélagins, hæð og ummál trésins í um 100 votta viðurvist og reyndist hæðin 9,05 metrar. Fyrsta flokks tónar ómuðu svo um svæðið frá Andrési Þór Gunnlaugssyni, gítarleikara og Sigurði Flosasyni, saxófónleikara. Frá árinu 1989 hefur Skógræktarfélag Íslands valið tré ársins og tilgangurinn að vekja beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa. Þetta er í annað sinn sem tré í Hafnarfirði verður fyrir valinu, en árið 2006 varð gráösp í garði við Austurgötu 12 fyrir valinu. Fjarðarpósturinn kíkti við í Hellisgerði á laugardag og smellti af meðfylgjandi myndum.

Screen Shot 2017-07-29 at 22.16.52

7

9

1

IMG_3625

IMG_3642

Screen Shot 2017-07-29 at 21.34.06