Vissir þú að…

Fyrsta bifreiðin kom til Hafnarfjarðar vorið 1913. Það var skoski útgerðarmaðurinn D. H. Bookless sem kom með nýja bifreið af Austin gerð frá Englandi. Hún var 22 hestafla, gekk fyrir jarðolíu og hafði sæti fyrir þrjá farþega en þetta mun hafa verið fyrsta bifreiðin sem komst klakklaust á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.

vissir þú

Í dagblaðsfrétt af bifreiðinni (hér aðeins neðar) má lesa eftirfarandi lýsingu: „Rennur hún mjúkt og liðlega um veginn og lætur vel að stjórn. Er það fyrsta bifreiðin, sem að gagni hefir komið hér á landi.“

Ungur Hafnfirðingur, Árni Sigurðsson trésmiður, fékk að sitja í bifreið þessari í stutta stund í þrjú skipti til að fylgjast með handtökum Bookless við aksturinn en hann fékk enga tilsögn þar sem hvorugur skildi hinn. Þetta var eina „ökukennslan“ sem Árni fékk áður en hann gerðist bílstjóri á leigubifreið til fólksflutninga sumarið eftir en þá keyrði hann franska bifreið af Panhard gerð sem ávallt gekk undir nafninu „Beljan“ í áætlun á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.

fyrsta bifreiðin

Fróðleiksmoli vikunnar er í boði Byggðasafns Hafnarfjarðar. Vefsíða: www.museum.hafnarfjordur.is

Mynd af bíl: classiccarweekly.net