Einar Baldvin Brimar stundaði nám í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Hann stundar knattspyrnu og er liðsmaður í Gettu Betur og Morfís liði Flensborgarskólans. Hann var hluti af Morfís-liði Flensborgar sem sigraði keppnina í fyrra. „Í Morfís er nauðsynlegt að hafa sterka skoðun, vinna sem ein heild, trúa á málstaðinn og hafa getu til að svara fyrir sig á málefnalegan hátt,“ segir Einar í fréttatilkynningu. 
Það hefur verið lærdómsríkt að taka þátt, bæði í Gettu betur og Morfís, og það hefur gefið mér kjarkt til að standa upp og tjá skoðanir mínar.  Já, og fólk spyr mig síðan hvers vegna ég hef áhuga á stjórnmálum. Eini munurinn á Morfís og stjórnmálum er sá að ávöxtur erfiðisins skilar sér til samfélagsins en ekki sem fallegur stór farandsbikar. Rödd unga fólksins þarf að heyrast.
Ég er ungur en er hins vegar óhræddur við að tjá skoðanir mínar. Í stjórnmálum er nauðsynlegt að vinna saman, vera jákvæður og hlusta. Þar á að vera tækifæri fyrir unga sem aldna og að lokum er nauðsynlegt að virða skoðanir annarra. Þess vegna valdi ég Framsóknarflokkinn, sem er flokkur samvinnu.
Vonandi fæ ég tækifæri til að vinna að þeim spennandi verkefnum sem fram undan eru í okkar fallega bæ og búa þar til samfélag fyrir alla – líka unga fólkið.

Ég sæki um 4. – 6. sæti á lista Framsóknar og óháðra.

Einar Baldvin Brimar