Framsókn og óháðir samþykktu framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, á fjölmennum fundi fulltrúaráðs flokksins á laugardag. Listinn er á þessa leið. skv. fréttatilkynningu:

Framsókn og óháðir – Sterkari saman fyrir Hafnarfjörð

Í fréttatilkynningu segir jafnframt: „Markmiðið með þessum öfluga lista er að ná til allra bæjarbúa með því að stilla upp fjölbreyttum hópi fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þekkingu á því sem skiptir bæjarbúa máli. Framboðið er tilbúið að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ.“

Ágúst Bjarni Garðarsson er oddviti og verður stefnuskrá framboðsins kynnt fljótlega.

Meðal þess sem Framsókn og óháðir ætla að vinna að fyrir fólk í Hafnarfirði:

Börn komist inn á leikskóla við 12 mánaða aldur. Það þarf að hlúa að starfsmönnum leikskóla
með því að viðurkenna það álag sem fylgir starfinu og greiða fyrir viðveru starfsmanna með
börnum í hádegi.

Bæta akstursþjónustu fyrir eldri borgara og efla þannig félagslíf þeirra og auka aðgengi að
afþreyingu.

Fríar skólamáltíðir fyrir börn á grunnskólaaldri.

Auðvelda einstaklingum að eignast húsnæði með því að lækka lóðaverð.