Félag eldri borgara í Hafnarfirði og Öldungaráð Hafnarfjarðar taka undir framkomnar kröfur á stjórnvöld um að þau hraði sem mest uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara.

Þá benda þau jafnframt á að Hafnarfjarðabær hefur þegar sótt um fjölgun fyrir allt að 33 rúmum á Sólvangi í Hafnarfirði sem enn bíður afgreiðslu stjórnvalda.

Ákall er því um að ráða bót á þörfinni sem allra fyrst til að mæta óásættanlegu ástandi í heilbrigðisþjónustu við sjúka eldri borgara landsins.

 

Mynd af tveimur íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði. (OBÞ)