Úr ályktun var send öllum þingmönnum Alþingis í morgun: „Bæjaryfirvöld hér í Hafnarfirði sem og íbúar eru langþreyttir á þeim gríðarlega umferðaþunga sem fylgir Reykjanesbrautinni þar sem hún klýfur bæjarfélagið í tvennt á leið sinni frá Reykjavík út á Reykjanes og Keflavíkurflugvöll. Umferðarþunganum fylgir mikil hætta, mikið ónæði, tafir fyrir bæjarbúa á leið til og frá vinnu og með börn í frístundir og fleira.“

Fjöldi pósta hefur farið á þingmenn kjördæmisins og þeim boðið á opna íbúafundi og samtalsfundi með bæjarstjórninni. Á sama tíma hefur verið fundað með yfirmönnum vegagerðarinnar sem eru tilbúnir í framkvæmdir en vantar fé til verkefnanna.

Á meðfylgjandi myndbandi sést glögglega umferðarþungi um brautina í gegnum Hafnarfjörð en þó er þetta myndskeið tekið á nokkuð „hefðbundnum“ degi í umferðinni. Oftar en ekki er umferðin þyngri, gengur hægar og er jafnvel stopp í báðar áttir.

Mynd: Skjáskot úr myndbandinu.