Hafnfirðingurinn Anna María Gunnarsdóttir hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún var tekur við embættinu af Aðalheiði Steingrímsdóttur á 7. þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. Anna María kennir íslensku við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. 

Á kjörskrá voru 10.307 og greiddu 3.127 atkvæði, eða 30,34%. Atkvæðagreiðslan var rafræn, hófst klukkan 9.00 fimmtudaginn 7. desember og lauk klukkan 14 í dag, miðvikudaginn 13. desember.

Atkvæðin féllu atkvæði þannig:

  •  Anna María Gunnarsdóttir hlaut 1.653 atkvæði eða 52,86%
  •  Ásthildur Lóa Þórsdóttir hlaut 845 atkvæði eða 27,02%
  •  Heimir Björnsson hlaut 259 eða 8,28%
  •  Simon Cramer Larsen hlaut 135 atkvæði eða 4,32%
  •  Auðir seðlar voru 235 eða 7,52%

Sjá á vef KÍ.