Laugardaginn 15. september efnir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar til hins árlega sjálfboðaliða – gróðursetningardags. Áætlað er að hittast við sparkvöllinn skammt vestan við Hvaleyrarvatn, skammt frá módelflugvellinum og Hamranesinu. Síðan verður gróðursett í hlíðarnar þar sem áður voru sorphaugar bæjarins og síðan tippur.

Byrjað verður kl. 10. Að gróðursetningu lokinni verður boðið upp á hressingu í Þöll. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268.

Mynd frá Hvaleyrarvatni/OBÞ