Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd stóðu í gær fyrir afhendingu viðurkenninga til  íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli  og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2017. Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar og Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði er íþróttafólk Hafnarfjarðar árið 2017.

Guðbjörg Oddný

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundarnefndar Hafnarfjarðar, setti hátíðina og svo tók við keflinu Hörður Þorsteinsson sem stýrði dagskránni. Í ræðu Guðbjargar kom ma.a fram að um 15 þúsund manns æfa íþróttir í Hafnarfirði (hálfur bærinn) og m.a. vegna þess geti bærinn með sanni kallað sig heilsueflandi bæ. Á árinu eignaðist Hafnarfjarðarbær 430 Íslandsmeistara, 20 lið urðu meistarar, 8 manns fengu Norðurlandameistaratitil og einn varð heimsmeistari.

Hörður Þorsteinsson

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Rannveig Rist, forstóri Rio Tinto og Haraldur Hrafnkell Marinósson, formaður ÍBH, undirrita samninginn.

Samningurinn hljóðar upp á 58 milljónir króna á þremur árum. Markmið með samningnum er að efla gæði íþróttastarfs fyrir börn í Hafnafirði svo það verði kraftmikið og bæjarbúum til heilla. Með stuðningi bæjarins með þessum hætti og ber íþróttafélögum að halda iðgjöldum yngri iðkenda í hófi. Með styrknum er einnig ætlað að efla fagmennsku og innra starf félaganna og að stúlkur. Með samningnum heita félögin því að stúlkur og drengir geti til jafns notið sömu tækifæri og þeim sé vitt jöfn hvetning. Ein milljón á ári fer til þess félags sem nær að jafna mestum kynjahlutverkum á hverju ári og verður sá styrkur veittur tvisvar á ári.

Rannveig Rist tók til máls.

Hátt í 500 einstaklingum sem hafa á árinu 2017 unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði er veitt viðurkenning á hátíðinni. Úthlutað 18 milljónum úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að sem ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára. Viðurkenningar voru veittar bikarmeisturum og þeim sem hafa náð alþjóðlegum titlum.

Karólína Helga Símonardóttir, formaður íþrótta og tómstundafélags Hafnafjarðar. 

Haraldur Hrafnkell Marinósson, formaður ÍBH og Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ afhentu afreksliði árins ÍSÍ bikarinn, en það var meistarafokkur karla í handknattleik karla hjá FH. 

 Liðið komst í úrslitakeppni fjögurra liða í bikarkeppninni og í úrslitaleik á Íslandsmótinu þar sem liðið endaði í öðru sæti. Liðið tók einnig þátt í Evrópukeppni félagsliða og spilaði 3 umferðir sem gengu vel og rétt missti af riðlakeppni Evrópukeppninnar.

Arna Stefanía Guðmudsdóttir, íþróttakona Hafnarfjarðar, varð Íslandsmeistari á árinu og bikarmeistari með kvennaliði FH. Hún er landsliðskona í frjálsíþróttum og tók þátt í alþjóðlegum mótum með góðum árangri. Arna Stefanía sigraði á Smáþjóðaleikunum 2017 í 400m grindahlaupi í kvennaflokki. Hún er Norðurlandameistari kvenna í 400m hlaupi innanhúss og vann brosverðlaun á Evrópumeistaramóti 22 ára og yngri í 400m grindahlaupi. Arna Stefanía er einnig frjálsíþróttakona FH 2017.

Róbert Ísak Jónsson, íþróttakarl árisins, er margfaldur Íslandsmeistari í sundi á árinu. Bikarmeistari í sundi með bæði Firði og Sundfélagi Hafnarfjarðar. Róbert tók þátt í alþjóðlegum mótum og vann til verðlauna á þeim. Hann er fjórfaldur Norðurlandameistari í sundi á árinu. Heimsmeistari í 200m fjórsundi, silfurverðlaunahafi á heimsmeistaramóti í 100m bringusundi og í 100m baksundi. Róbert er einnig íþróttakarl Fjarðar 2017.

Forsíðumynd: Hafnarfjarðarbær

Aðrar myndir: skjáskot frá beinni útsendingu.