Nesti, sem er hluti af N1, hefur aukið verulega við úrvalið af hollum valkostum hjá sér undanfarið og ætlar að halda því áfram. Þar er nú hægt að finna alls kyns hollan morgunmat og vegan rétti. Nýlega bættum við úrvalið á Nestisvörum nú bjóðum við upp á fleiri veganrétti ásamt öðrum nýjungum í hollari kantinum,“ segir Steinunn Björk Eggertsdóttir, vörustjóri veitinga hjá N1.

„Veganvörurnar sem við bættum við eru veganskál með falafel og grænmeti, veganvefja með hummus, döðlumauki og sætum kartöflum, tröllahafragrautur með möndlusmjöri og chiagrautur með kókosmjólk,“ segir Steinunn. „Við erum svo að bæta við fleiri nýjum vörum á næstunni eins og vegan köku, nýjum djús og fleiru spennandi. Nú þegar bjóðum við veganborgara á þjónustustöðvum okkar á landsbyggðinni.

N1, Vegan

Nesti hefur ekki bara bætt úrvalið af vegan kosti, heldur líka bætt við fleiri hollum valkostum. „Aðrar hollustuvörur sem eru nýjar hjá okkur eru kjúklingasalat og kjúklingavefja með jógúrtkjúklingi og kryddjurtapestói,“ En á sama tíma er auðvitað enn hægt að fá gömlu góðu vörurnar sem við höfum boðið upp á hingað til.“ segir Steinunn.

Nesti byrjaði líka nýlega að bjóða upp á hollan morgunmat, enda margir sem þurfa að þjóta af stað á morgnana án þess að ná að borða morgunmat. „Ástæðan fyrir því að við fórum að bjóða upp á morgunmat er sú að okkur fannst þetta vanta inn í vöruúrvalið hjá okkur og bara á markaðinn almennt,“ segir Steinunn. „Grautarnir eru líka til dæmis sniðugt millimál fyrir þá sem vilja sneiða hjá brauði. Við bjóðum einnig upp á nokkrar tegundir af smurðum rúnstykkjum, croissant, djúsum, boozti og ávöxtum, þannig að það er auðvelt að finna bæði hollan og bragðgóðan mat við sitt hæfi hjá Nesti.“

 

Þessi umfjöllun er kynning.