Höfundur: Ása María Valdimarsdóttir

Golfstraumur

Golfstraumurinn er flottur. Hann er í raun lífgjafi Íslands. Án hans væri vart byggilegt hér. Hann á upptök sín skammt norðan við miðbaug, í Mexíkóflóa (Gulf of Mexico), en þaðan er nafnið komið. Einn angi hans streymir alla leið hingað norður til Íslands sem er á 63°-66° norðlægrar breiddar. Þessi hlýi hafstraumur kemur að suðurströndinni og heldur áfram norður með vesturströndinni. Þannig tryggir hann okkur mildara loftslag en víða á sömu breiddargráðu. Gott hjá honum! Svo er það hinn golfstraumurinn. Sá sem streymir frá Íslandi til suðurs, aðallega á vorin og haustin. Þetta er stöðugt stækkandi straumur golfara sem...

Read More

Afborgun

Mánaðamót, afborgun af bílnum, húsinu og öllu hinu. Eigum við fyrir þessu? Víða stress og kvíði, alla vega þar til komið er að síðustu afborgun. Þá fer að birta á ný. Kannast einhver við þetta? Á mínum bæ er orðið afborgun oft notað í allt annarri merkingu. Afborgun er að fara út úr borginni, að afborga sig. Borgin er út af fyrir sig góð og gild en mikið er tilfinningin góð að komast út úr umferðinni, hávaðanum og mannfjöldanum og finna friðinn í íslenskri náttúru. Ég elska slíka afborgun. Ekki þarf að fara langt til að njóta. Ég keyri...

Read More

Ljósin

Desember er fallegur tími. Þrátt fyrir myrkrið er hann á vissan hátt bjartasti mánuðurinn. Fólk keppist við að skreyta með ljósum. Kertaljós, ljósaseríur, hvít og litrík ljós, ljós í gluggum, á svölum og í garðinum. Hugmyndafluginu eru engin takmörk sett. Litríkar ljósaskreytingar í bænum og þegar veðurguðirnir eru okkur hliðhollir toppa svo ljósin á himinhvelfingunni allt. Hvað er yndislegra en stjörnubjartur himinn, tunglskin eða dansandi norðurljós? Svo koma flugeldarnir á gamlárskvöld. Dásamlegt að horfa á öll þessi ljós. Gott að sjá ljósið í víðustu merkingu. „Gott að sjá þig,“ segjum við gjarnan þegar við hittum vini og kunningja. En...

Read More