Úthverfið Hafnarfjörður?

Ég samsama mig yfirleitt aldrei við hugtakið „þjóð“ og er yfirleitt nokk sama um þessa svokölluðu ímynd Íslands – hvort „við“ séum fallegasta þjóð í heimi í augnablikinu, eigum sterkustu karlmennina út af einhverri keppni í Skotlandi eða afkastamestu bankaræningjana. Ég svíf venjulega létt og fimlega eins og svala yfir öllu svona þjóðrembingstali, en ég get þó ekki sagt að ég sé laus við allan rembing. Hann gerir nefnilega vart við sig um leið og einhver vogar sér að kalla Hafnarfjörð „úthverfi“. Ég hef hingað til brosað góðlátlega þegar þeir Reykvíkingar sem ég vinn með kalla Hafnfirðinga heimska, beindi...

Read More