Höfundur: Ingvar Viktorsson

Vissir þú…

…að krossmessa á hausti er 14. september? Þá er þess minnst að kross Krists hafi verið endurheimtur úr höndum heiðingja og hafinn upp í Jerúsalem árið 628. Hérlendis virðist þessi dagur aldrei hafa verið jafnoki krossmessu að vori 3. maí. Þó kemur fram að vistráðning hefur að einhverju leyti miðast við krossmessu að hausti enda heyskap þá vísast lokið. Í elstu heimildum um Jörfagleði í Haukadal er sagt að hún hafi staðið aðfaranótt krossmessu að hausti. En hvað var nú Jörfagleði? Kaupafólk og jafnvel húsbændur áttu það til að gera sér sameiginlega glaðan dag þegar vistin var á enda....

Read More

Það er svo margt

Undanfarin misseri hef ég farið með gönguhópa um hluta gamla bæjarins og hef haft af því mikla ánægju. Ég er líka alveg handviss um að þeir, sem gengið hafa með mér hafa haft bæði gagn og gaman af röltinu og því sem þeir verða áskynja þar. Það er nefnilega frá svo ótal mörgu að segja og svo margt merkilegt að sjá á ekki lengri ferð. Gamli bærinn hefur að geyma mikla og merkilega sögu um uppbyggingu Hafnarfjarðar og við sem búum hér eigum að vera stolt af sögunni og eigum að þekkja sögu þeirra sem byggðu bæinn, sem okkur...

Read More