Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Frambjóðendur komu í Hraunsel

Félag eldri borgara í Hafnarfirði stóð fyrir fundi í Hraunseli með frambjóðendum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði. Einhverjir sögðu frá uppruna sínum í Hafnarfirði og „hverra manna“ þeir voru, einn sagði sögur af uppáhaldi sínu, Ragga Bjarna og annar fóru á enn persónulegri nótur til að undirstrika mikilvægi málefni eldri borgara frá sinni hlið. Töluvert var af spurningum úr sal og svöruðu frambjóðendur þeim eftir bestu getu. Heilmiklar umræður skópust undir lokin um dvínandi áhuga yngri kynslóða á kosningum og voru viðstaddir sammála um að eitthvað þyrfti róttækt að gera til að fólk á...

Read More

Tryggjum áframhaldandi farsæld í Hafnarfirði

Í kosningunum á laugardaginn verður kosið um framtíð Hafnarfjarðar. Það verður kosið um það hvort haldið verði áfram á braut ábyrgrar fjármálastjórnunar og skynsamrar uppbyggingar líkt og undanfarin fjögur ár eða ekki. Við Sjálfstæðismenn höfum sýnt það að við erum traustsins verð.  Við höfum staðið við það sem við boðuðum fyrir síðustu kosningar og látið verkin tala. Það er mikilvægt að halda áfram að fylgja þeim árangri eftir sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins. Skuldahlutfall bæjarsjóðs hefur ekki verið lægra í 30 ár og búið hefur verið þannig um hnútana að afgangurinn af rekstrinum nægir fyrir afborgunum lána og...

Read More

Höldum áfram í umhverfisvernd – fyrir Hafnarfjörð

Plast er eitt af verstu óvinum sjávarlífríkisins og nú er að koma betur í ljós að örplast (plastagnir sem eru minni en 5mm að þvermáli) er þar sérlega hættulegt. Örplast skiptist í tvær tegundir, annars vegar plast sem er framleitt í smáum ögnum og finnast t.d. í snyrtivörum og hins vegar afleitt örplast sem á uppruna sinn í öðrum vörum s.s. fatnaði eða stærri plasteiningum sem brotnað hafa niður. Nú rennur þetta plast að megninu óhindrað til sjávar í fráveitum landsins, en með öflugri hreinsun er hægt að fanga um 99% af örplastinu áður en það rennur til sjávar....

Read More

Um hvað snúast kosningarnar?

Sameiginleg hugsjón okkar er að búa í fallegum bæ með öflugri þjónustu við íbúana. En reynslan sýnir að stöðnun fylgir Sjálfstæðisflokknum við völd í Hafnarfirði, enda er kjörtímabílið, sem nú er að ljúka, kennt við hin glötuðu tækifæri. Þetta hefur bitnað verst á fjölskyldufólki. Lokun leikskólaúrræða og háar álögur vitna um það. Þetta sýnir úttekt Samtaka atvinnulífsins, en þar kemur fram að skattheimtan hækkaði á síðasta ári og það er dýrast að búa í Hafnarfirði miðað við nágrannasveitarfélögin. Í samanburði við fjárhagsstöðu tólf stærstu sveitarfélaga landsins, þá er Hafnarfjörður í neðsta sæti og fær falleinkunn í úttektinni. Sama á við um...

Read More

Ég er í framboði og skrifa ekki greinar

Ég heiti Valgerður, er 22 ára og skipa 5. sæti á framboðslista Vinstri grænna. Ég skrifa helst ekki  greinar í aðdraganda kosninga, hef nánast engan áhuga fyrir að lesa greinar frambjóðenda, þó margar fjalli um góð og gild málefni, að mati frambjóðendanna sjálfra. Greinarnar eru bara of margar og framsetning þeirra oft þurr. Framboðsgreinar heilla einfaldlega ekki og auka síst löngun mína til að kynna mér málefnin frekar. Svona hugsar minn heili og ætli það sé ekki við hraða samfélagsins að sakast sem krefst upplýsinga hratt, skilvirkt og án frekari málalenginga. Þægilegust eru stutt myndbönd, skjáskot, þar sem slengt...

Read More