Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Frí söguganga um Kinnahverfi og nágrenni

Fimmtudaginn 27. júlí býður Byggðasafn Hafnarfjarðar í skemmtilega sögugöngu um Kinnahverfið og nágrenni undir leiðsögn Halldórs Árna Sveinssonar. Gengið verður frá horni Lækjargötu og Hringbrautar. Gangan hefst kl. 20:00 og er áætlað að hún taki um eina til eina og hálfa klukkustund. Hér er viðburðurinn á Facebook.  Forsíðumynd í eigu Byggðasafns Hafnarfjarðar....

Read More

Undibúningur fyrir gleðigöngu Hinsegin daga stendur yfir

Laugardaginn 12. ágúst fer fram hin árlega gleðiganga Hinsegin daga. Hafnarfjarðarbær mun að sjálfsögðu taka þátt í göngunni í ár, líkt og fyrri ár og stendur undirbúningur nú yfir. Jafningjafræðslan Competo sér um skipulagningu göngunnar. Nánari upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag göngu á vegum Hafnarfjarðarbæjar verða birtar hér á síðunni í vikunni fyrir gleðigönguna. Almennar upplýsingar um Gleðigönguna 2017 er að finna hér. Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði,...

Read More

Nafn mannsins sem lést við Sólvang

Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Hafnarfirði síðasta mánudag hét Einar Ólafur Steinsson og var 56 ára. Einar Ólafur lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Margeirs Sveinssonar, stöðvarstjóra á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, féll hinn látni úr einum tveggja krana sem standa við hjúkrunarheimilið Sólvang, en framkvæmdir vegna viðbyggingar hafa staðið þar yfir um tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn...

Read More

Ítrekaðar skemmdir á Hraunvallaskóla

Skemmdarverk voru unnin á Hraunvallaskóla um liðna helgi og m.a. brotinn fjöldi flísa sem klæða húsnæðið að utan. Hallgrímur Kúld, húsvörður skólans, segist vera orðinn langþreyttur á ástandinu og að svæðið sé ekki vaktað með öryggismyndavélum, en þeim var nánast öllum stolið utan af húsinu fyrir níu árum. Nemandi við yngstu deild skólans var staðinn að verki við að sparka í eina flís þegar Fjarðarpósturinn var á staðnum við að skoða aðstæður. Byggingin er víða illa farin eins og sjá má. Krossviðarplötur hafa verið settar til bráðabirgða og þær eru einnig farnar að láta á sjá.  „Ég bara skil...

Read More

Banaslys í Hafnarfirði

Karlmaður lést eftir fall úr byggingarkrana á vinnusvæði í Hafnarfirði í fyrradag. Tilkynning um slysið barst síðdegis í gær og héldu lögreglan og sjúkraflutningamenn þegar á vettvang og hófu endurlífgunartilraunir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem einnig segir: „Maðurinn var síðan fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka tildrög...

Read More