Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Lækkun á fasteignaskatti eldri borgara

Afsláttur á fasteignaskatti ellilífeyris- og örorkuþega mun aukast umtalsvert á komandi ári samkvæmt tillögu sem bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær. Tekjuviðmið verða hækkuð og fleiri njóta afsláttar. Gert er ráð fyrir að hækkun viðmiða verði um 30% umfram 11,4% hækkun á launavísitölu árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Hjón mættu þannig hafa allt að 6.405.500 í laun til að njóta 100% afsláttar. Heildarlaun hjóna mættu nema allt að 6.851.500 til að fá 75% afslátt, allt að 7.297.700 til að fá 50% afslátt og allt að 7.742.300 til að fá 25%. Afsláttur fyrir einstaklinga er veittur...

Read More

Fyrirtæki hvött til að taka til í eigin ranni

„Okkur er öllum annt um umhverfi okkar og að ásýnd Hafnarfjarðarbæjar sé góð.  Í vor var blásið til hreinsunarátaks þar sem allir voru hvattir til virkrar þátttöku. Nú í september skorum við sérstaklega á fyrirtæki í Hafnarfirði að hreinsa nærumhverfi sitt. Hrein ásýnd heilt yfir hefur áhrif á upplifun viðskiptavina og viðskipti,“ segir tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Þar kemur ennfremur fram: Nýtum okkur þjónustuna – gámar fyrir timbur og járn Dagana 15. – 6. október eru stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja í  Hafnarfirði hvattir til að rýna í sitt nærumhverfi og taka sérstaklega til hendinni við hreinsun innan lóðarmarka. Gámum verður...

Read More

Fyrsta listsýningin í kapellu St. Jósefsspítala

Á morgun, laugardag kl. 15 verður opnuð sýning Sigurðar Guðjónssonar ,,INNLJÓS‘‘ í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Það er jafnframt fyrsta listsýningin sem á sér stað þar eftir að spítalinn hætti starfemi fyrir 5 árum. Sýning Sigurðar Guðjónssonar í Hafnarfirði er sú fyrsta í röð sýninga sem Listasafn ASÍ skipuleggur og eru hluti af menntunar- og kynningarátaki safnsins til næstu ára. Listráð safnsins valdi Sigurð Guðjónsson til samvinnu um innkaup og sýningahald úr hópi listamanna sem svaraði kalli s.l. vor og sendi inn tillögur til safnsins. Eins og kunnugt er var sýningarsalur safnsins seldur á síðasta ári...

Read More

Smíðaði sína eigin fjöl

Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, hefur staðið í miðri hringiðu og aðdraganda falls íslensku ríkisstjórnarinnar sem nýkjörinn stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Ærin verkefni bíða Guðlaugar í stórum embættum, sérstaklega þegar óvenju stutt er á milli alþingis- og sveitarstjórnarkosninga. Fjarðarpósturinn fékk Guðlaugu í smávegis yfirheyrslu. Hvað kom til að þú ákvaðst að bjóða þig fram til stjórnarformanns BF? Ástæðurnar voru í grunninn þessar: Mér fannst mikilvægt að virkur fulltrúi á sveitastjórnarstigi hefði öfluga rödd innan forystu flokksins. Ég hef haldgóða reynslu af sambærilegu hlutverki sem formaður BHM og nýt mín vel í slíkri vinnu. Það var skorað á mig úr ýmsum...

Read More

Birgi harmar mistök við afhendingu gagna

Í framhaldi af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um afhendingu námsgagna í Víðistaðaskóla vill Hafnarfjarðarbær kom á framfæri eftirfarandi: Eins og kom fram hefur komið í fréttum bæði í sumar og núna í september var það samþykkt í Fræðsluráði Hafnarfjarðarbæjar að grunnskólaganga í bæjarfélaginu yrði gjaldfrjáls. Ákvörðunin var þverpólitísk, í kjölfarið var verkefnið boðið út og var Penninn Eymundson með hagstæðasta tilboðið og tók jafnframt að sér að útvega gögnin. Ljóst var að tíminn var knappur en bærinn og birginn treystu sér til að útvega gögnin í tíma. Fyrstu vikurnar í byrjun skólaársins bárust skólum í Hafnarfirði vörurnar jafnt...

Read More