Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

20 jólahús og skemmtileg dagskrá

Eftir 14 ár hefur Jólaþorpið náð að heilla landsmenn alla og í auknu mæli ferðamennina sem kjósa að sækja landið heim. Hafnfirðingar sjálfir nýta tækifærið og bjóða í heimboð á aðventunni með viðkomu í jólaþorpinu. Þannig hópast heilu stórfjölskyldurnar og vinahóparnir í miðbæ Hafnarfjarðar og njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir í nágrenninu eða söfn bæjarins, gagngert til að hafa það huggulegt á aðventunni.  Gestir Jólaþorpsins í ár geta gengið á milli tuttugu fagurlega skreyttra jólahúsa sem eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmisskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt...

Read More

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun fyrir 2018

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar núna undir kvöldmat. Áætlunin ber þess skýr merki að umbætur í fjármálum sveitarfélagsins undanfarin ár eru að skila sér til bæjarbúa. Framundan er uppbygging á þjónustu á hinum ýmsu sviðum sveitarfélagsins og er fjölskyldan í fyrirrúmi. Mikil áhersla er á umbætur í leik- og grunnskólum bæjarins, bæði hvað faglegt starf varðar sem og á húsnæði og aðbúnaði nemenda og starfsfólks. Þættir sem sérstaklega eru teknir fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ:  Álagningarhlutföll fasteignagjalda eru lækkuð á íbúa og fyrirtæki og gjaldskrár hækka almennt ekki. Skuldahlutfall fer áfram lækkandi og fjárfest...

Read More

Þökkuðu fyrir sig með peningagjöf

Tónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar, Kórs Flensborgarskóla og Flensborgarkórsins fóru fram í troðfullum útkallssal Björgunarsveitar Hafnarfjarðar fyrir skömmu og yfir 500 gestir mættu og hlýddu á tónlist úr þekktum kvikmyndum og tölvuleikjum. Þegar langt var liðið á tónleikana kölluðu stjórnendurnir, Hrafnhildur Blomsterberg og Rúnar Óskarsson, fulltrúa björgunarsveitarinnar „upp á svið“ og færðu sveitinni 100 þúsund króna styrk með þökkum fyrir lánið á húsnæðinu og óeigingjarna samvinnu. Fjarðarpósturinn var á staðnum og smellti af meðfylgjandi myndum. Myndir: Olga Björt. Forsíðumynd: Fv. Brynjar Óskarsson, Ragnheiður Guðjónsdóttir, fulltrúi björgunarsveitarinnar, Rúnar Óskarsson, stjórnandi lúðrasveitarinnar, Hrafnhildur Blomsterberg, stjórnandi kóranna og tveir fulltrúar kóranna...

Read More

Á 49 kassa með jóladóti

Guðrún Björg Steingrímsdóttir, húsfreyja, hefur búið í firðinum fagra í meira en hálfa öld og er ein þeirra sem byrjar snemma að huga að skreytingum fyrir jólin. Guðrún er mikið jólabarn og byrjar að útbúa skreytingar fyrir jólin um mánaðamótin október-nóvember. „Svo byrja ég yfirleitt að skreyta í byrjun nóvember. Ég og eiginmaður minn, Ármann Ásgeir Hallbertsson, erum í sirka mánuð að dúlla okkur við að setja upp jólaljós og jólaskraut. Ég er eiginlega hætt að kaupa mér jólaskraut enda á ég 49 kassa af jólaskrauti og jólaljósum. Ég kaupi jólaskraut þar sem ég sé eitthvað fallegt,“ segir Guðrún...

Read More

Róbert Ísak heimsmeistari

Róbert Ísak Jónsson, Firði, varð í nótt heimsmeistari í 200 metra fjórsundi á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem nú stendur yfir í Mexíkó.   Róbert Ísak háði harða baráttu við Cho Wonsang frá Suður-Kóreu en þeir keppa í flokki S14. Wonsang var með forystu eftir flug,- bak- og bringusundskaflan en Róbert náði honum á síðasta snúningi og stakk af í skriðsundinu og vann að lokum glæstan sigur.  Róbert Ísak kom í mark á 2:19,24 mínútum en þetta eru önnur verðlaun hans á mótinu því hann nældi einnig í silfurverðlaun á fyrsta keppnisdegi HM í Mexíkó. Mynd:...

Read More