Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Hvað vilt þú sjá í St. Jósefsspítala?

Undanfarin ár hefur Hafnarfjarðarbær átt í samningaviðræðum við ríkið um kaup bæjarins á 85% hlut þess í St. Jósefsspítala við Suðurgötu 41. Mikilvægum áfanga var því náð  í sumar þegar Hafnarfjarðarbær eignaðist húsnæðið að fullu. Í kaupsamningi um húsið skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til þess að reka almannaþjónustu í húsinu í 15 ár og hefja starfsemi innan þriggja ára. Með almannaþjónustu er átt við starfsemi í félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, menningar- og fræðslustarfsemi eða annarri sambærilegri þjónustu sem almenningur sækir. Tillögur um framtíðarnot þurfa að rúmast innan þess ramma sem þarna er settur en stærð hússins, sem er tæplega 3000 fm, opnar...

Read More

Eini konfektvagninn í heiminum kominn í Hafnarfjörð

Halldór Kristján Sigurðsson konfektgerðarmeistari hefur leiðbeint Íslendingum í konfektgerð undanfarin 20 ár eða síðan 1997 hann hélt fyrsta námskeiðið í eldhúsinu hjá móður sinni. Konfektvagninn er hugarfóstur Halldórs sem segir hann eina sinnar tegundar í heiminum.   Vagninn er staðsettur við Thorsplan. Eftir að Halldór hélt fyrsta námskeiðið vatt framtakið svo upp á sig og áhugi á konfektgerð meðal landsmanna jókst með árunum og þá sérstaklega fyrir jólin. „Mér datt svo í hug að kynna konfektgerðina fyrir erlendum gestum og þá kviknaði hugmyndin að láta smíða sérútbúinn vagn sem er í raun kennslustofa á hjólum. Þó að erlendir gestir komi er vagninn...

Read More

Stytting vinnuviku barna í Hafnarfirði

Fræðsluráð samþykkti í sumar að hefja að nýju í áföngum gjaldfrjálsan frístundaakstur fyrir sex og sjö ára börn í Hafnarfirði. Tillögurnar að þessu verkefni koma frá starfshópi um frístundaakstur þar sem sátu fulltrúar frá Bjartri framtíð, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Í vinnu starfshópsins voru ýmsar útfærslur skoðaðar og var samrómur um að byrja með frístundaaksturinn í smáum skrefum og bæta hægt og rólega við. Reynslan hér í Hafnarfirði hefur sýnt okkur að það er ekki endilega betra að byrja flókið og stórt, það gekk ekki upp síðast. Til þess að gæta sem mests jafnræðis var ákveðið að bjóða stærstu fjölgreinafélögunum...

Read More

Lundur í Hellisgerði tileinkaður Stefáni Karli

Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri, kom leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni á óvart í frumsýningarveislu Með fulla vasa af grjóti, sem fram fór í gærkvöldi. Lundur í Hellisgerði verður tileinkaður Stefáni Karli sem mun gróðursetja þar tré á næstunni.  Ari dró fram myndaramma með mynd úr Hellisgerði í Hafnarfirði og tilkynnti Stefáni Karli að hann hefði haft samband við bæjarstjórann í Hafnarfirði, Harald L. Haraldsson, og að viðeigandi aðilar innan bæjarins hafi samþykkt að lítill lundur í Hellisgerði verði tileinkaður Stefáni Karli. „Á þessum fallegasta stað Hafnarfjarðar þar sem bæði ég lék mér svo oft sem barn og líka pabbi minn, Stefán...

Read More

Bæjarstjórnin styður aukna þjónustu Strætó bs.

Stjórn Stræó BS samþykkti í síðustu viku til­lögu sem fel­ur í stóraukna þjónustu við farþega Strætó bs. Þar ber hæst að fella niður sumaráætlun, lengja akstur á kvöldin, gera tilraun með næturstrætó, auk annarra breytinga á einstaka leiðum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar bókaði í gær einróma og afgerandi stuðning við tillögur stjórnar Strætó bs. Stefnt er að því að breyt­ing­arn­ar taki gildi um ára­mót­in en end­an­leg ákvörðun er í hönd­um Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu (SSH). Fái til­lag­an samþykki SSH verður ekið á næt­urn­ar um helg­ar á leiðum 1 til 6. Ennþá á eftir að klára út­færslu­atriði eins og hvort vagn­arn­ir keyri leiðirnar á...

Read More