Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Bæjarstjórnin krefst áframhaldandi framkvæmda við Reykjanesbraut

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gærkvöldi var samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórnin mótmælir því kröftuglega að Reykjanesbraut virðist hvergi vera að finna í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra fyrir árið 2018. Mikil uppsöfnuð þörf er á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar.  Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut veldur mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndast á álagstímum.  „Mjög brýnt er að auka umferðaröryggi vegfarenda og finna leiðir til lausnar á þeim umferðarvanda sem er á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar áskorun sína frá 21. júní sl á alþingismenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum...

Read More

Skipulagsslys í uppsiglingu við Flensborgarhöfn?

Það er mikið fagnaðarefni að Hafrannsóknarstofnun sé á leið til Hafnarfjarðar. Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði styðja komu stofnunarinnar heilshugar. Þó koma ýmis atriði í veg fyrir að minnihlutinn geti samþykkt þá tillögu sem nú er til umfjöllunar vegna nýbyggingar við Fornubúðir 5. Svo virðist sem meirihlutanum liggi á að afgreiða þessa tillögu að telja mætti að málið hljóti sérmeðferð í samanburði við önnur sambærileg mál. Byggingin verður fordæmisgefandi fyrir hafnarsvæðið og þess vegna þarf að sýna fyllstu varkárni við ákvörðun um hvernig byggingu eigi að reisa á lóðinni, sér í lagi ef haft er í huga að enn á...

Read More

Fallegar fjölskyldur fögnuðu á uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafns Hafnarfjarðar var haldið hátíðleg um þarsíðustu helgi og var margt um manninn og glaumur og gleði. Boðið var upp á pylsupartý og andlitsmálun, auk þess sem blöðrulistamaður bjó til alls kyns fígúrur sem börnin tóku með sér heim. Ævar vísindamaður kætti einnig viðstadda, enda er mikil og góð fyrirmynd barna á öllum aldri. Þá var dregið úr lestrardagbókum sem þátttakendur höfðu skilað inn. Fjarðarpósturinn var að sjálfsögðu á staðnum og tók meðfylgjandi myndir. Þessar frænkur voru ánægðar með framtakið.  Blaðrarinn var spennandi.  Ævar vísindamaður, nýverðlaunaður, mætti og kætti.  Hress mæðgin gerðu Spiderman tákn í takti við...

Read More

Þorp í hjarta höfuðborgarsvæðisins

Glaðheimar er glænýtt hverfi, eða eiginlega þorp, sem rís mitt í rótgrónu umhverfi í Kópavogi. Theódóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi, segir að hverfið muni vera algjörlega ný ásýnd fyrir Hafnfirðinga sem aka Reykjanesbrautina suður til Hafnarfjarðar. Theódóra segir að um sé að ræða fyrsta áfanga af þremur. Alls verði um 500 íbúðir í Glaðheimum í heild en þessi fyrsti áfangi innihaldi rúmlega 300 íbúðir. „Annar áfangi er í undirbúningi og verður blönduð byggð verslunar og þjónustu og íbúða. Í Glaðheimum verður allt til staðar, það er miðsvæðis og öll þjónusta fyrir hendi.“ Þá verði lögð rík áhersla á...

Read More

Hækkum laun leikskólastarfsfólks

Í síðustu viku lét ég af störfum á leikskólanum Hvammi, hvar ég hafði starfað með hléum í fjögur ár. Ég kveð þennan vinnustað með söknuði og trega. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa kynnst þessu yndislega starfi og fengið að vinna með litlu krílunum. Það eru algjör forréttindi. Ég mæli með þessu starfi fyrir alla, sérstaklega karlmenn. Það er svo mikilvægt fyrir samfélagið okkar og jafnréttisbaráttuna að börn fái fyrirmyndir af öllum kynjum. Starfsfólk leikskóla er að mínu mati mikilvægasta fólkið í íslensku samfélagi. Það er sömuleiðis það vanmetnasta. Þetta endurspeglast í launum þeirra, en samkvæmt kjarasamningi Félags...

Read More