Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Myrkur

Það var ljómandi huggulegt núna á sunnudagskvöld að náttúran skyldi skaffa okkur eldingu sem sló út rafurmagninu í nær gervöllum Hafnarfirði, og svo fengum við aðra í myrkrinu sem lýsti upp himininn og skaffaði helvíti hressilegt dúndur í kjölfarið sem vakti báða hundana. Hér á Strandgötunni voru dregin fram kertaljós og myndaðist stemmning sem minnti á jólin. Í minningunni var í raun alltaf straumlaust á aðfangadag. Landsvirkjun hamaðist við að virkja en átti aldrei sjens í klukkutímann þegar hver einasta húsmóðir landsins var með allar hellur eldavélarinnar stilltar á ellefu af tíu mögulegum, ofninn á sjóðandi blússi og jólaljósafargan...

Read More

Heilsueflandi spilastokkar inn á öll heimili

Hafnarfjarðarbær gekk til samninga við Embætti landlæknis um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag og hefur nú í samstarfi við hagsmunaaðila mótað heilsustefnu. Liður í aukinni heilsueflingu er að benda íbúum og öðrum áhugasömum á þá möguleika sem eru til staðar í Hafnarfirðinum fagra. Hafnfirðingar búa í náttúruparadís og eru tækifæri í kringum bæinn til útivistar, heilsueflingar og afþreyingar fjölmörg. Þessi spilastokkur sem sendur er til allra hafnfirskra heimila og fyrirtækja inniheldur 52 hugmyndir af heilsueflandi afþreyingu allt árið um kring. Listinn er langt frá því að vera tæmandi heldur einfaldlega nokkrar góðar og heilsueflandi hugmyndir fyrir fjölskyldur og vini....

Read More

Ókeypis erindi um stjúptengslamál

Félag stjúpfjölskyldna í samstarfi við Fræðsluráð Hafnarfjarðar býður upp á erindið „Sterkari stjúpfjölskyldur – helstu áskoranir“ þann 16. nóvember frá kl. 17 til 19.00 í Víðistaðaskóla, Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Skráning er hafin á stjuptengsl@stjuptengsl.is Stjúpfjölskyldur, þar sem annar eða báðir aðilar sem til hennar stofna eiga barn/börn úr öðrum samböndum, eru algengar hér á landi. Rannsóknir benda til að þær eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir margbreytileika þeirra. Farið verður yfir helstu áskoranir stjúpfjölskyldna og hvernig megi takast á við þær. Erindið er öllum opið og hentar foreldrum, stjúpforeldrum, stjúp/ömmum og öfum, frænkum, frændum, vinum, ungmennum...

Read More

Fjárhagsáætlun bæjarins til fyrstu umræðu

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 verður lögð fram í bæjarstjórn til fyrri umræðu á miðvikudaginn. Áætlunin ber þess skýr merki að umbætur í fjármálum sveitarfélagsins undanfarin ár eru að skila sér til bæjarbúa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Framundan er uppbygging á þjónustu á hinum ýmsu sviðum sveitarfélagsins, viðhald á eignum bæjarins verður verulega aukið og framkvæmdir verða meiri en í langan tíma. Álagningarhlutföll fasteignagjalda eru lækkuð á íbúa og fyrirtæki og gjaldskrár hækka almennt ekki. Skuldahlutfall fer áfram lækkandi og fjárfest verður fyrir eigið fé sveitarfélagsins og söluandvirði lóða. Mikil áhersla er á umbætur í leik-...

Read More

Karrý-fiskisúpa í haustkuldanum

Gísli Már Gíslason er hagfræðingur hjá Hagstofu Íslands og bý á Norðurbakkanum með fjölskyldu sinni. Gísli Már skellti í tælenska fiskisúpu með grænu karrý fyrir fjölskyldu sína og lesendur Fjarðarpóstins. Hann segir súpuna einfalda og að hún heni vel í haustkuldanum. Hrísgrjónin gefi súpunni góða fyllingu. Öll hráefnin segist hann hafa að sjálfsögðu fengið í Fjarðarkaupum.    Fiskisúpa með grænu karrý Uppskrift 500 gr langa (eða annar hvítur fiskur) 1 msk kókosolía 1 þumalstór biti af engifer 1 hvítlauksgeiri ½ rauðlaukur 2 tsk grænt karrýmauk (meira eða minna eftir smekk) 2 dósir kókosmjólk 1 l vatn 1 kjúklingateningur 1 tsk fiskisósa Safi úr...

Read More