Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Stytting vinnuvikunnar er forgangsmál

Samfélagið hefur breyst hratt eins og við vitum öll og þrátt fyrir að breytingarnar voru ef til vill mun hraðari þegar iðnbyltingin ruddi sér til rúms fyrir rúmlega hundrað árum með afgerandi breytingum á lífshættum fjölda fólks þá er samfélagið enn í sífelldri þróun. Í byrjun sumars var skýrsla OECD (Starting strong) um menntun ungra barna birt og í ljós kom að íslensk leikskólabörn verja töluvert fleiri stundum í leikskólum en börn frá öðrum þjóðum. Vinnudagurinn er langur og foreldrar hafa yfirleitt ekki val um styttri viðverutíma þar sem þeir þurfa sjálfir að vera í fullu starfi. Á sama...

Read More

Íbúafundur um Reykjanesbraut í Bæjarbíói

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar boðar til íbúafundar um samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut, þriðjudagskvöldið 17. október kl. 20 í Bæjarbíói. Mikil uppsöfnuð þörf er á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut veldur mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndast á álagstímum. Gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu eru með hæstu slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fjölmörg alvarleg slys hafa orðið á einfalda kafla Reykjanesbrautar frá kirkjugarði suður fyrir Straumsvík. Krafa er gerð til stjórnvalda að umferðaröryggi sé tryggt á Reykjanesbraut og að íbúar komist með sæmilegu móti til og frá heimilum...

Read More

Útnefning og endurútgáfa á sama tíma

Hafnfirska hljómsveitin Botnleðja skipar 5. sæti af 10 yfir bestu fyrstu plötur íslenskra poppara með fyrstu plötu sína Drullumall frá árinu 1995. Í ár eru 21 ár frá útgáfu 2. plötu þeirra, Fólk er fífl og var hún endurútgefin 1. september á hinu forláta vínilformi. Botnleðja er skipuð þeim Haraldi Frey Gíslasyni, Heiðari Erni Kristjánssyni og Ragnari Pál Steinssyni og Fjarðarpósturinn hafði samband við Harald Frey vegna þessara tímamóta.  Rás 2 skipaði hóp álitsgjafa sem setur saman topp tíu lista yfir ýmis tónlistartengd málefni. Fyrsta verkefnið var að velja besta frumburð, það er fyrstu breiðskífu, íslensks tónlistarmanns eða hljómsveitar....

Read More

Hefur búið í sama húsi frá upphafi

Tinna Þorradóttir er 22ja ára Hafnfirðingur og hefur búið í sama húsinu í miðbænum í Hafnarfirði síðan hún fæddist og segist munu mjög líklega ekkert fara neitt langt í burtu frá því. Tinna er snappari vikunnar og kynnir sig sjálf. Ég tók meðal annars stórt skref í sumar þegar ég flutti á neðri hæðina hjá mömmu og pabba og bý heilum 12 skrefum frá inngangnum þeirra (já ég fór út og taldi). Ég var í Lækjarskóla öll mín grunnskóla ár og fór svo í framhaldi af því í Flensborg – þar sem ég útskrifaðist langt á eftir áætlun. Ég...

Read More

Ráðstafanir gegn bítlahári árið 1965

Þeir Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri Flensborgarskólans og Þorgeir Ibsen skólastjóri Lækjarskóla létu þau boð út ganga í útvarpstilkynningu haustið 1965 að nemendum bæri að mæta snyrtilega klipptir í skólana. Ólafur sagði í viðtali að þessi tilmæli væru sum part orðin til frá útlitssjónarmiði en einkum þó frá heilsugæslusjónarmiði. Þetta væri gert í öryggisskyni — til varnar óþrifum. Taldi hann að miklu hári fylgdi hætta á óþrifnaði og lúsasmiti. Að hans mati gat bítlahárið þó einnig haft áhrif á lundarfar nemenda: „Ég hef tekið eftir því, að þegar nemandi er kominn með svona hár, er hugurinn kominn í allt annað...

Read More