Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Vildi verða slökkviliðsmaður

Jóga og núvitundarheilun hjálpuðu Friederike Berger að ná þeirri hugarró sem hún hafði reynt að ná með ýmsum leiðum eftir áföll sem náðu langt aftur til æskuára. Fram að því hafði hún menntað sig sem kennari, leiðsögumaður og Rope yoga kennari. Hún hefur nú látið stóran draum rætast og opnað jógastöðina Hugarró í Garðabæ, en hún og eiginmaður hennar, Hafnfirðingurinn Sverrir Þór Sævarsson, búa í Setberginu ásamt tveimur dætrum, Mariönnu Ósk og Elisabeth Rós. „Það hefur alltaf verið þema hjá mér frá því ég var lítil stelpa, að hjálpa eða bjarga öðrum. Ég vildi verða slökkviliðsmaður og á þeim...

Read More

Ræddu möguleika og hindranir Borgarlínu

Áætlað er að 70 þúsund manns muni bætast við íbúa þeirra sjö sveitarfélaga sem eru aðilar í svæðisskipulagsnefnd SSH, á næstu 28 árum. Það eru samanlagt íbúar í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Síðan 1985 fjölgaði akreinum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur um 6 en umferðin fjórfaldaðist. Hafnarfjarðarbær stóð fyrir 1. kynningarfundi um Borgarlínu í Hafnarborg í liðinni viku fyrir fullum sal og var fundurinn einnig í beinni útsendingu. Fjarðarpósturinn var á staðnum og punktaði niður áherslur þeirra sem til máls tóku. Ó. Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ, setti fundinn og sagði fyrst frá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem samþykkt var í bæjarstjórn...

Read More

Bæjarbíó fékk Hvatningarverðlaun MsH

Árleg Hvatningarverðlauna Markaðsstofu Hafnarfjarðar (MsH) voru veitt í annað sinn sinn í gær, þann 25. janúar, við hátíðlega athöfn í Hafnarborg að viðstöddu fjölmenni. Hvatningarverðlaun MsH komu í hlut Bæjarbíós og rekstraraðila þess þeim Páli Eyjólfssyni og Pétri Stephensen. Verðalaunin fengu þeir fyrir að hafa lyft bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum og eru verðlaunin þakklætisvottur Markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi. Páll og Pétur. Mynd OBÞ.  Bæjarbíó hefur boðið upp á framúrskarandi fjölbreytileiki í tónleikahaldi og viðburðum en um 100 viðburðir og tónleikar voru haldnir í Bæjarbíói á síðasta ári. Bæjarbíó laðar að...

Read More

Safnanótt framundan í Hafnarfirði

Byggðasafnið, Bókasafnið og Hafnarborg opna dyr sínar fram á kvöld og bjóða uppá skemmtilega dagskrá á Safnanótt föstudaginn 2. febrúar frá kl. 18-23. Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð – www.vetrarhatid.is – sem stendur yfir dagana 1. – 4. febrúar. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hátíðinni. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá verður í söfnum víða um höfuðborgarsvæðið og mun Safnanæturstrætóinn sjá um að keyra gestum á milli safnanna. Safnanæturleikurinn verður í gangi – laufléttar spurningar og stimplar frá mismunandi söfnum. Þátttökublað verður hægt að nálgast á öllum söfnum sem taka þátt í Safnanótt. Hafnarborg. Mynd OBÞ....

Read More

Jón Jónsson heimsækir grunnskólana

Í janúar heimsækir tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson alla nemendur í 8. bekk grunnskóla Hafnarfjarðar. Jón spjallar við krakkana í hverjum og einum bekk um heilbrigða lífshætti og fjallar sérstaklega um munntóbaksnotkun og rafrettur. Hann kemur með skemmtilegar sögur úr lífinu og syngur munntóbakslag þar sem ástin og munntóbak koma við sögu. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær hafa staðið að þessu verkefni síðan 2010 en þá mældist talsverð munntóbaksneysla. Síðan þá hefur þessi skemmtilega fræðsla verið í gangi og mælst ágætist árangur. Árið 2010 sögðust 12% nemenda í 10. bekk í grunnskólum bæjarins hafa notað munntóbak einu sinni eða oftar síðustu...

Read More