Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Jólaþorpið opnar á föstudagskvöld

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í fimmtánda sinn föstudagskvöldið 1. desember kl. 18:00 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu. Í ár er það enginn annar en Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem mun segja frá jólunum sínum sem ungur drengur í Hafnarfirði, tendra ljósin á jólatrénu og telja í nokkur jólalög. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og karlakórinn Þrestir flytja jólalög og þá mun Jón Jónsson skemmta gestum þannig að það verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag verður ekki minna við að vera en þá eru „Syngjandi jól“ í Hafnarborg sem fyllist af söng og hátíðaranda...

Read More

Verkefnið Geitungarnir verðlaunaðir

EIPA, Evrópustofnunin í opinberri þjónustu, veitti í vikunni Hafnarfjarðabæ EPSA viðurkenningu eða svokölluð European public sector award. Viðurkenningin er veitt verkefnum í opinberri þjónustu sem bera vott um góða starfshætti og nýstárlegar úrlauasnir á krefjandi viðfangsefnum. Það var nýsköpunarverkefnið Geitungar sem hlaut verðlaunin í ár.  „Við erum gríðarlega stolt af þessari viðurkenningu sem er er til marks um þann metnað og fagmennsku sem stjórnendur og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sýna í störfum sínum. Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar er virkilega vel að þessum verðlaunum komin og gott að sjá þetta frumkvöðlastarf í þjónustu við fatlað fólk vekja athygli á alþjóðlegum vettvangi. Það er gefandi...

Read More

Börn vilja tengja við sögurnar

Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hlaut á dögunum viðurkenningu Jónasar Hallgrímssonar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Í umsögn kom m.a. fram að Gunnar hefur nýtt listræna hæfileika sína í þágu barna og unglinga, m.a. með sjónvarpsþáttum og heimsóknum í skóla en umfram allt sem höfundur barna- og unglingabóka. Við náðum tali af Gunnari sem staddur var í Færeyjum, en hann gaf nýverið út bókina Amma best.   „Þetta er klapp á bakið fyrir mín störf sem rithöfundur og gaman að fá svona öðruvísi viðurkenningu. Við í Síung (Samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda) höfum verið svolítið dugleg í að...

Read More

Haukar áfram í Kjörísbikarnum

A lið Hauka í kvennaflokki tryggði sér sæti í annarri umferð Kjörísbikarsins í blaki um síðustu helgi eftir öruggan sigur á Stjörnunni 3-1. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Álftanesi og var stúkan þétt setin af stuðningsfólki Hauka sem hvöttu sínar konur áfram. Önnur umferð Kjörísbikarsins fer fram í janúar, dregið verður í desmeber. Þess má geta að Haukar eru með þrjú kvennalið og eitt karlalið í keppni á Íslandsmóti þennan vetur. Blakdeild Hauka er ung en hratt stækkandi deild. Þjálfarar í deildinni eru Karl Sigurðsson, Egill Þorri Arnarsson og Sergej...

Read More

Deildarmeistarar í annað sinn í vetur

5. flokkur kvenna (f. 2004) gerði sér lítið fyrir og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í annað skiptið í vetur um liðna helgi. Þær eru því taplausar eftir að hafa spilað átta leiki.  Fyrirkomulagið í yngri flokkum er þannig að það lið sem verður oftast deildarmeistari yfir veturinn verður Íslandsmeistari. Keppt er fimm helgar. Auk þessa áttu Haukar og FH sitthvort liðið í 2. deild og þau stóðu sig líka með prýði. Það má með sanni segja að kvennahandboltinn blómsti í bænum okkar. Á myndinni eru: Agnes, Birgitta Kristín, Elín Klara, Mikaela Nótt, Nadía Líf, Thelma og Viktoría Diljá. Þjálfarar: Þorkell...

Read More