Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Haukar áfram í Kjörísbikarnum

A lið Hauka í kvennaflokki tryggði sér sæti í annarri umferð Kjörísbikarsins í blaki um síðustu helgi eftir öruggan sigur á Stjörnunni 3-1. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Álftanesi og var stúkan þétt setin af stuðningsfólki Hauka sem hvöttu sínar konur áfram. Önnur umferð Kjörísbikarsins fer fram í janúar, dregið verður í desmeber. Þess má geta að Haukar eru með þrjú kvennalið og eitt karlalið í keppni á Íslandsmóti þennan vetur. Blakdeild Hauka er ung en hratt stækkandi deild. Þjálfarar í deildinni eru Karl Sigurðsson, Egill Þorri Arnarsson og Sergej...

Read More

Deildarmeistarar í annað sinn í vetur

5. flokkur kvenna (f. 2004) gerði sér lítið fyrir og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í annað skiptið í vetur um liðna helgi. Þær eru því taplausar eftir að hafa spilað átta leiki.  Fyrirkomulagið í yngri flokkum er þannig að það lið sem verður oftast deildarmeistari yfir veturinn verður Íslandsmeistari. Keppt er fimm helgar. Auk þessa áttu Haukar og FH sitthvort liðið í 2. deild og þau stóðu sig líka með prýði. Það má með sanni segja að kvennahandboltinn blómsti í bænum okkar. Á myndinni eru: Agnes, Birgitta Kristín, Elín Klara, Mikaela Nótt, Nadía Líf, Thelma og Viktoría Diljá. Þjálfarar: Þorkell...

Read More

Gagn og gaman

Sem barn og unglingur skiptir máli að vera hluti af hópi og forvarnagildi slíks er óumdeilt. Ég er skáti, ég æfði handbolta, lærði á klarinett hjá Siguróla heitnum Geirssyni og spilaði í lúðrasveit Tónlistarskóla Njarðvíkur undir stjórn Arnar Óskarssonar. Ég var ung í fyrstu stjórn sameinaðrar björgunarsveitar Njarðvíkur og Keflavíkur og fæ alltaf nettan fortíðarspenning í magann þegar líður að árlegum undirbúningi flugeldasölu. Þetta mótaði mig allt saman á einn eða annan hátt. Íþróttastarf í bæjarfélögum er mikilvægt og gott. Sérstaklega hér í Hafnarfirði þar sem allt virðist blómstra. Einnig listar- og menningarstarf og á sama hátt og í...

Read More

Stofnandi Fótbolta.net elskar starfið sitt

Um 100 þúsund lesendur koma á vefsíðuna Fótbolti.net í hverri viku og hún er meðal mest sóttu síða landsins. 85% þeirra eru karlar og 75% koma í gegnum snjallsíma. Hafliði Breiðfjörð stofnaði síðuna fyrir 15 árum og er einnig framkvæmdastjóri. Hann ólst upp við í kringum FH enda voru foreldrar hans báðir í sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið. Við spjölluðum við Hafliða um þessi tímamót og starfið sem hann elskar. „Ég var á tímabili öllum stundum í Kaplakrika og heillaðist af sportinu. Svo finnst mér líka gaman að segja frá og miðla til fólks sem var ekki á staðnum, hvort sem það...

Read More