Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Essið mitt

Ég starfa mikið við það að horfa á tölvuskjá, stundum langt fram á kvöld. Ég pikka inn og móta texta, vinn í myndum, sinni skilaboðahólfinu og tengslanetinu mínu og kem efni á framfæri. Í þessu felst oft heilmikil sköpun, enda valdi ég þennan starfsvettvang og námið þar á undan. Það er gott að fara í flæði þegar verkefni eru unnin. Stundum er talað um að vera í essinu sínu undir slíkum kringumstæðum. Þá haldast í hendur sköpun og miðlun. Í mínum störfum verð ég oft trufluð í slíku flæði vegna utanað komandi áreitis. Það er líka hluti af starfinu...

Read More

Sjálfboðaliðagróðursetning á laugardag

Hin árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn kemur þann 7. október. Gróðursett verður á Beitarhúsahálsi skammt frá gömlu kartöflugörðunum. Svæðið er skammt frá gatnamótum Kaldárselsvegar og Hvaleyrarvatnsvegar norðvestur af Þöll. Við byrjum kl. 10.00. Reiknað er með að gróðursetningin taki um tvær klukkustundir. Plöntur og verkfæri verða á staðnum. Boðið verður upp á hressingu Í Þöll að gróðursetningu lokinni. Allir velkomnir. Komið og takið þátt í uppbyggjandi starfi í góðum félagsskap. Nánari upplýsigar á heimasíðu Skógræktarfélagsins skoghf.is, fésbókarsíðu eða í síma: 555-6455.   Mynd: Frá gróðursælu svæðinu við Hvaleyrarvatn. Mynd: Olga...

Read More

Félag Viðreisnar stofnað í Hafnarfirði

Jón Ingi Hákonarsson kjörinn formaður á stofnfundi Félags Viðreisnar í Hafnarfirði sem var haldinn á veitingahúsinu A. Hansen sl. miðvikudag. Þetta er fyrsta svæðisfélag Viðreisnar sem stofnað er en undirbúningur að stofnun félagsins hefur staðið frá því í byrjun árs. Í fréttatilkynningu segir að sérlega ánægjulegt sé að Hafnarfjörður skuli ríða á vaðið. „Fylgi Viðreisnar í SVkjördæmi er sterkt og mun stofnun svæðisfélags vonandi skjóta enn styrkari stoðum undir starfið í Hafnarfirði og um leið SV-kjördæmi. Góður hópur mætti til stofnfundarins. Þeirra á meðal voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarrráðherra og Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra en bæði...

Read More

Fræðslufundur í Bessastaðakirkju

„Maður á aldrei að halda sér til annars en þess sem er ágætt“  Fræðslufundur um Benedikt Gröndal í Bessastaðakirkju, laugardaginn 7. október n.k. kl. 14 – 15.30. Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla, Lista og menningarfélagið Dægradvöl og Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness standa að viðburðinum. Á dagskrá verður tónlist í höndum Ragnheiðar Gröndal og Teits Magnússonar, Guðmundur Andri Thorsson flytur erindið „Af náttúru var ég fúll og einrænn“ og Pétur Gunnarsson „Allt sem ég gerði, það gerði ég út í bláinn“. Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, kynnir Gröndalshús, fyrrum heimili Benedikts Gröndals, sem var opnað sem menningarhús í júní síðastliðnum. Eftir dagskrána býðst gestum...

Read More

Flensborgarhlaup í óskaveðri

Árlegt Flensborgarhlaup fór fram fyrir skömmu í hvílíku blíðskaparveðri þar sem hlauparar nutu einstakrar náttúrufeguðar Hafnarfjarðar á leið sinni. Töluvert færri þátttakendur voru í ár en í fyrra en alls tóku 234 þátt að þessu sinni. Mótshaldarar töluðu um að í fyrra hefði munað um að aðilinn sem var styrktur hefði auglýst viðburðinn vel. Ágóði hlaupsins í ár rennur til Reykjalundar. Lagt var af stað frá Flensborgarskóla og vegalengdirnar voru þrjár; 10 km, 5 km og 3 km. Yngsti keppandinn var á 3. ári en sá elsti 77 ára. Efstir í 10 km hlaupi voru Ingvar Hjartarson á 36:03,...

Read More