Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Með útsýni yfir bæjarlífið

Ég heiti Aníta Estíva Harðardóttir og ég er þrítug tveggja barna móðir, eiginkona og blaðamaður. Báðir foreldrar mínir, sem og ömmur og afar eru héðan úr Hafnarfirðinum og vil ég hvergi annarstaðar búa, enda besti bærinn! Ég ólst upp á Hraunkambi þar sem ég bjó í rúmlega tíu ár. Síðan ég fór sjálf að búa hef ég nánast alltaf haldið mig í Hafnarfirðinum og eigum við fjölskyldan nú íbúð á Eyrarholtinu þar sem útsýnið leyfir okkur að fylgjast með öllu lífinu í bænum. Ég starfa sem blaðamaður hjá DV ásamt því að blogga með vinkonum mínum hjá Fagurkerunum. Það...

Read More

Máttur íbúa mikill

Markaðsstofa Hafnarfjarðar (MsH) er sjálfseignarstofnun, rekin af fyrirtækjunum í bænum sem greiða árgjald og með framlagi frá Hafnarfjarðarbæ. MsH var stofnuð í október 2015 og er stjórn hennar kjörin á árlegum aðalfundi og hana skipa fjórir fulltrúar frá aðildarfyrirtækjum og þrír frá Hafnarfjarðarbæ. Í dag eru aðildarfyrirtæki stofunnar 85 og þeim fjölgar hratt. Framkvæmdastjóri og jafnframt eini starfsmaðurinn er Ása Sigríður Þórisdóttir, en hún hóf störf í mars 2016. Fjarðarpósturinn ræddi við Ásu um MsH og hlutverk stofunnar. Frá samkomu á vegum MsH í haust. Frá stofnun MsH hefur verið lögð áhersla á að gera Hafnarfjörð að öflugum valkosti...

Read More

Einróma bókun bæjarstjórnar til þingmanna

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fjallaði um það alvarlega ástand sem ríkir í umferðaröryggi bæjarbúa og þeirra sem og sveitarfélagið fara á síðasta bæjarstjórnar fundi sínum í vikunni. Það þykir orðið mjög brýnt að framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar verði lokið. Enda ekkert annað sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem býr við það að þjóðvegur liggi í gegnum bæjarfélagið með aðeins eina akrein í sitt hvora áttina. Eftirfarandi bókun var samþykkt einróma á fundinum: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Jafnframt er skorað á þingmenn að sjá til þess...

Read More

Má bjóða þér Bjarta framtíð?

Það er alltaf svolítið skemmtilegt að nota þessa spurningu til að brjóta ísinn í samtölum við fólk, því hver vill ekki bjarta framtíð? Hverjar svo sem stjórnmálaskoðanir fólks eru, opna þessi orð oft leið að áhugaverðum samtölum. Orð eru jú til alls fyrst. Nú eru að verða fjögur ár frá því sundurleitur hópur fólks, með sameiginlega sýn á framtíð bæjarins síns og ástríðu til að sjá hana rætast, safnaðist fyrst saman undir merkjum Bjartrar framtíðar og bauð fram lista í bæjarstjórn. Frábærar móttökur skiluðu okkur ábyrgðarhlutverki í meirihluta, sem við höfum nálgast með gildi Bjartrar framtíðar að leiðarljósi. Þessi...

Read More

Þrjú hafnfirsk mjúkdýr í úrslitum

Teikningar eftir þrjár hafnfirskar stúlkur voru valdar í úrslit í samkeppni um drauma-mjúkdýr hjá IKEA og fara teikningarnar í alþjóðlega keppni um mjúkdýr sem verða framleidd og seld í verslunum IKEA á heimsvísu. Þær Embla Katrín Oddsteinsdóttir, Karen Ólafía Guðjónsdóttir og Sonia Laura Krasko voru glæsilegir fulltrúar Hafnfirðinga. Sonia er með dálitla reynslu í þessum „bransa“, því hún á nokkur dýr sem hafa verið saumuð eftir teikningum hennar. IKEA hefur undanfarin ár staðið fyrir teiknisamkeppni meðal barna 12 ára og yngri. Börnin geta sent inn myndir af drauma-mjúkdýrunum sínum og teikningarnar eiga möguleika á að enda í lokakeppninni og...

Read More