Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Betri samgöngur og þéttari byggð

Þann 16. maí sl. samþykkti Skipulags- og byggingaráð vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi vegna hugsanlegrar legu Borgarlínunnar í Hafnarfirði. Um er að ræða byltingakenndan valkost í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu,  almenningsvagnar (hraðvagnar eða léttlest) sem verður í eigin ferðarými óháð annari umferð. Unnið er að sambærilegum verkefnum í flestum þéttbýliskjörnum í löndunum í kringum okkur og þar hefur reynslan sýnt að fólk og fyrirtæki vilja staðsetja sig nálægt samgönguásnum og við ásinn skapast tækifæri til að byggja þéttar upp íbúðarhverfi og blandaða byggð. Fjarðarpósturinn settist niður með Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni varabæjarfulltrúum Bjartrar Framtíðar sem bæði sitja í Skipulags- og...

Read More

Máluðu fjölda fallegra mynda án leiðbeinanda

Félag eldri borgara í Hafnarfirði stendur fyrir myndlistar- og sölusýningu í Hraunseli 21. – 27. júní. Þar hefur hópur á vegum starfsins komið saman einu sinni í viku í vetur og stundað listmálun. „Félagarnir hafa ekki haft leiðbeinanda í vetur eins og oft áður, heldur hafa þeir verið duglegir að hjálpa hver öðrum. Nú eru þau að sýna afrakstur vetrarins og þar er hægt að skoða og kaupa myndir. Myndirnar eru mjög fallegar hjá þeim,“ segir Rósa Dögg Flosadóttir, stolt dóttir eins listamannanna.  Hún sendi okkur meðfylgjandi sýnishorn.  ...

Read More

Slökktu eld sem kom upp í þaki Hrafnistu

Um kl 11:30 í morgun kom upp smávægilegur eldur í þaki Hrafnistu í Hafnarfirði. Slökkvilið, sem er með starfsstöð í Skútahrauni, rétt við Hrafnistu, var komið á staðinn örstuttu síðar.  Verktaki þaksins var þá að mestu búinn að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði vegna viðhaldsframkvæmda þar. Í öryggisskyni var hluti hússins rýmdur í rúmlega 15 mínútur og gekk það ferli mjög vel. Þetta kom fram í tilkynningu frá Neyðarstjórn Hrafnistu. Engin slys urðu á fólki og óverulegt tjón varð á húsnæði Hrafnistu en vatn rann vatn niður á gang og nokkur reykjalykt var á efstu hæð. Slökkviliðið hefur nú...

Read More

Íslenska konan er allskonar

Transkonan Eva Ágústa Aradóttir tók að sér hlutverk fjallkonu á 17. júní á vegum Hafnarfjarðarbæjar og Fjarðarpósturinn heyrði örstutt í henni fyrir stóra daginn. „Hafnarfjarðarbær vildi fá transkonu og mér fannst það æði og gaman að bærinn skuli leita til kvenna eins og mín og um leið senda þau skilaboð að íslenska konan er allskonar.“ Eftir því sem Eva Ágústa best veit er hún fyrsta transkonan sem fæ þennan heiður á Íslandi. Hún þekkti  höfund ljóðsins, Bryndísi Björgvinsdóttur, ekki en finnst það afar fallegt. Aðspurð segist Eva Ágústa vera í leyfi frá vinnu til þess að vinna í sjálfri...

Read More

Ágóði rennur til eigenda veggjatítluhúss

Íbúar við Austurgötu létu ágóða af sölu á Austurgötuhátíðinni 17. júní renna til fjölskyldunnar sem misstu hús sitt vegna ágangs veggjatítlna. Eigendur hússins, hjónin Ingvar Ari Arason og Anna Gyða Pétursdóttir, keyptu það fyrir fimm árum og höfðu verið að gera það upp að innan þegar þeir urðu varir við veggjatítlurnar. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykki í maí að styrkja eigendurna um 3,7 milljónir til að rífa húsið. Lúðvík Kristinsson er einn þeirra sem standa að hátíðinni. Mynd frá Austurgötuhátíðinni í ár.  „Austurgötuhátíðin, sem árlega er haldin 17. júní, var fyrst haldin árið 2011. Hvatinn að þessu var að okkur íbúum...

Read More