Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Kallað eftir tillögum á haustsýningu Hafnarborgar

Eins og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að sýningu í Hafnarborg haustið 2018. Sýningin Málverk – ekki miðill sem nú stendur yfir í safninu var valin úr athyglisverðum tillögum sem sendar voru inn á síðasta ári. Markmiðið með því að óska eftir innsendum tillögum er að fá tækifæri til að velja til samstarfs sýningarstjóra sem leggur fram áhugaverða tillögu að sýningu en jafnframt að kalla til leiks nýtt fólk. Þannig er sérstaklega hugað að því að veita tækifæri sýningarstjórum með stuttan feril að baki. Það hefur sýnt sig að fyllsta ástæða er til að...

Read More

Níundi grunnskólinn rís

Fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu níuna grunnskóla Hafnarfjarðar, Skarðshlíðarskóla, í sl. viku. Hafnarfjarðarbær og Eykt höfðu áður skrifað undir samning um hönnun og byggingu á skólanum, verki sem auglýst var í alútboði á vormánuðum. Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar og Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, ásamt elsta og yngsta nemenda við skólann, þeim Alexander Dýra Eyjólfssyni og Kristbjörgu Evu Arnarsdóttur.  Fyrsta áfanga uppbyggingar á að vera lokið 6. júlí 2018 og mun þá grunnskóli í Skarðshlíð flytja í húsnæðið eða nemendur í 1-4.bekk sem hefja skólagöngu sína í safnaðarheimili Ástjarnarsóknar nú haustið 2017. Fulltrúar nemenda fengu að prófa tryllitækið...

Read More

Í góðar hendur fyrir lúna fætur

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar afhenti nýlega Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar þrjá áningarbekki sem komið var fyrir á þremur stöðum umhverfis Hvaleyrarvatn. Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélagins, veitti bekkjunum viðtöku frá Ingvari Viktorssyni, formanni Lionsklúbbsins. Þessir tóku til máls: Magnús Gunnarsson, Jónatan Garðarsson, Haraldur L. Haraldsson og Ingvar Viktorsson.  Ingvar, formaður Lionsklúbbs Hafnarfjarðar afhendir Jónatan, formanni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, staðfestingarskjalið. Viðtakan fór fram hjá einum bekkjanna þriggja, en afar fagurt útsýni er þaðan og yfir Hvaleyrarvatn. Jónatan rifjaði upp merka sögu vatnsins og umhverfis þess og sagði að það minnti helst á sænska sveit í dag. „Við horfum til þess að gera þetta að yndissvæði fyrir...

Read More

Gamla myndin: Ruslatínsla á 9. áratugnum

Fjarðarpóstinum áskotnaðist þessi mynd sem því miður er ekki er vitað hvar var upphaflega birt. Á henni eru ungir Hafnfirðingar að tína rusl út tjörninni og okkur fannst hún svo skemmtileg. Ungmennin á myndinni eru öll fædd 1975 og nöfn þeirra frá vinstri: Guðrún Halla Hafsteinsdóttir, Hlynur Sigurðsson, Stefán Karl Stefánsson, Sólveig Sigurgeirsdóttir og Ívar Þórólfsson. Á þessum tíma var greinilega aðeins byrjað að gera „kanínueyru“ á fólk í myndatökum, eins og heldur betur er orðið þekkt nú á dögum....

Read More

Jón Jónsson stýrir fjölskylduþætti á RÚV

Hafnfirðingurinn Jón Jónsson verður umsjónarmaður nýs þrauta- og skemmtiþáttar, Fjörskyldan, sem hefur göngu sína í október á RÚV. Þátturinn verður sýndur á laugardagskvöldum í vetur og í honum etja fjölskyldur og vinir þeirra kappi hver við aðra í fjölbreyttri þrauta- og spurningakeppni þar sem reynir á hugvit, snerpu, húmor og skemmtilegheit. „Tilgangurinn með svona þætti er að fá alla fjölskylduna saman fyrir framan sjónvarpið, til að horfa, gleðjast og tala saman. Jafnvel þannig að það sé eitthvað sem hægt er að spreyta sig á heima,“ segir Jón í samtali við RÚV. Mynd: Af vef...

Read More