Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Mikilvægt að hlusta og miðla

Haraldur L. Haraldsson tók við stöðu bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í ágúst 2014 eftir að hafa um árabil sérhæft sig í greiningu og rekstri fyrirtækja og sveitarfélaga og komið að mörgum slíkum verkefnum. Hann var ráðinn í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga og var það forgangsverkefni hans fyrstu tvö árin að fylgja eftir stefnu núverandi meirihluta um að  endurskipuleggja rekstur og fjármál sveitarfélagsins. Þremur árum eftir að Haraldur tók við er sveitarfélagið farið að skila rekstrarafgangi og náði að fara undir skuldaviðmið íslenskra sveitarfélaga. Þar með losnaði sveitarfélagið einnig undan viðjum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Hjá Hafnarfjarðarbæ starfar gott fólk í umhverfi stöðugra...

Read More

Hátíðin Hjarta Hafnarfjarðar hefst í kvöld

„Ég vil nýta bílastæðin fyrir aftan Tilveruna og Bæjarbíó. Það er torgið sem við eigum að nota. Það er svo skjólsælt. Þarna ætla ég að halda hátðína Hjarta Hafnarfjarðar næstu árin og fá hingað 10.000 manns,“ segir Páll Eyjólfsson (Palli Papi, m.a.) sem fékk hugmyndina að hátíðinni og er aðalskipuleggjandi hennar. Páll er ánægður með að Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar og bærinn sýndu þessu áhuga og að rífa bæjarlífið upp. „Þau hafa gert það af metnaði og myndarskap.“ Uppselt er í kvöld en enn er hægt að nálgast dagpassa á föstudags- og laugardagskvöld á...

Read More

Hugsjónir tjaldbúa

„Við lifum á tímum sem margir kalla úthverfa, sem einkennast af þónokkurri eigingirni, ásókn í ytri gæði, tækni­ og hlutadýrkun, nýjungagirni, einkaneyslu og sóun verðmæta. Okkur er sagt, að á slíkum tímum sé hugsjón ekki í tísku,“ sagði prófessorinn og spekingurinn Njörður P. Njarðvík í aðsendri grein í Morgunblaðinu fyrir meira en 20 árum. Þetta smellpassar samt inn í árið 2017. Hugsjón er fallegt orð; sjón hugans, innri sýn. Elsta dæmi um notkun orðsins í íslensku ritmáli er úr bænakveri frá árinu 1780. Þá var minna um tækni, einkaneyslu og hlutadýrkun á Íslandi sem reið húsum 200 árum síðar. Hugsjónafólk...

Read More

Vafraði í símanum og velti bíl

Bíll valt á mótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar í morgun. Engin slys urðu á fólki en nokkrar tafir urðu á umferð. Samkvæmt upplýsingum lögreglu segist maðurinn hafa vafra á netinu við akstur sem hafði þessar afleiðingar. RÚV greinir frá. Þar segir einnig að lögregla brýni fyrir ökumönnum að hafa athyglina við aksturinn og láti símann í friði rétt á meðan ekið er. Mynd: Nálægt gatnamótunum þar sem veltan átti sér...

Read More