Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Felldu tillögu um byggingu tveggja knatthúsa

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi í kvöld tillögu um að byggja tvö knatthús í bænum fyrir samtals á annan milljarð króna næstu fjögur árin. Sjálfstæðismenn lögðu tillöguna fram en bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, studdu hana ekki. Í tillögunni var gert ráð fyrir húsum að tillögum FH og Hauka og markmiðið að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustenfu Hafnarfjarðarbæjar. Fulltrúar Bjartrar framtíðar lögðu fram bókun þar sem segir að tillöguna hafi skort nauðsynleg fylgigögn, til dæmis kostnaðarmat og greinargerð um afleiddan rekstrarkostnað af byggingunum. Fjárhæðir krefjist nánari skoðunar...

Read More

Heitir í höfuðið á þremur sem fórust á sjó

Salómon Kristjánsson (Monni) er fæddur 14. ágúst 1943 í heimahúsi við Öldugötu 10 í Hafnarfirði og alinn þar upp. Gaflarinn Monni heitir fullu nafni Salómon Gunnlaugur Gústaf í höfuðið á þremur sem fórust með skipinu Þormóði, m.a. ömmu sinni og móðurbróður. Hann fæddist með mislinga og heimilislæknirinn efaðist um að hann myndi lifa. Það virðist sem nöfnin hafi veitt Monna vernd því hann komst nokkrum sinnum í hann krappan um ævina. Hann var til í að deila nokkrum sögum með lesendum Fjarðarpóstins og segist afar heppinn maður. Hann er giftur Ingibjörgu Kjartansdóttur og eru afkomendurnir orðnir 17. „Við strákarnir...

Read More

Litríkur sautjándi júní

Boðið var upp á margt áhugavert og skemmtilegt víða í Hafnarfirði 17. júní og hér má sjá brot af því í myndum. Bæði íbúar og bærinn sjálfur voru afar litrík og gaman að sjá hve margir skörtuðu fallegum...

Read More

Jónsmessusýning á Pallett

Sýning verður á nokkrum völdum ljósmyndum Svölu Ragnarsdóttur ljósmyndara af álfasteinum og álagablettum. Sérstök áhersla er lögð á álfasteina í Hafnarfirði en einnig verða sýndir myndir annars staðar frá. Boðið verður upp á álfabrauð og lifandi tónlist, en Marteinn Sindri leikur eigin lög. Aðgangur ókeypis og allir velkmomnir.   Forsíðumynd: Af álfasteini við...

Read More

Elsti keppandinn 103 ára

Gleðin var ríkjandi í árlegu Kvennahlaupi Hrafnistu sem fram fór í dag. Gengnar voru tvær vegalengdir og þátttakendur voru alls 103. Að sögn starfsfólks tók óvenju margt heimilisfólk þátt í ár. Allir fengu hressingu og verðlaunapeninga að göngu lokinni.  Síðan var slegið upp dansleik með Das-bandinu og sýndur var magadans. Elsti þátttakandinn var Kristín Kristvarðsdóttir, 103 ára og er hún á forsíðumyndinni ásamt Árdísi Huldu Eiríksdóttur, forstöðumanni Hrafnistuheimilisins, Helenu Björk Jónasdóttur, íþróttakennara Hrafnistu og Heklu Ben Bjarnason. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikil ánægja með uppákomuna. Hópurinn sem fór lengri vegalengdina leggur af stað. Þetta er...

Read More