Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Hver vill ekki lengra og betra líf?

Faðir minn verður 77 ára eftir tæpan mánuð. Hann hætti að reykja fyrir meira en 50 árum. Það var áður en vitað var almennilega um skaðsemi tóbaksneyslu. Hann drekkur ekki lengur áfengi, syndir á morgnana og lyftir lóðum þrisvar í viku. Pabbi hefur alltaf verið á undan sinni samtíð. Þegar hann var stýrimaður á fraktskipum Eimskipafélagsins á 7. áratugnum gerði hann Charles Atlas æfingar um borð og sippaði. Og skipsfélagarnir hlógu að honum eða hristu hausinn. Þegar hann starfaði síðar hjá Varnarliðinu sem brunavörður hljóp hann alltaf til og frá vinnu. Hann gekk á fjöll með björgunarsveit og áfram...

Read More

Erum við að leita að þér?

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ þakkar kærlega þeim fjölmörgu sem hafa komið að starfi deildarinnar á liðnu ári og hlakkar til áframhaldandi samstarfs. Verkefni deildarinnar eru margvísleg. Deildin býður upp á heimanámsaðstoð fyrir nemendur í 1-10 bekk í samstarfi við bókasafnið. Heimsóknavinir heimsækja fólk í um klukkustund á viku. Meginmarkmið heimsóknar er að veita nærveru og hlýju en misjafnt er hvað heimsóknavinir og gestgjafar gera saman. Sumir hittast og spjalla yfir kaffibolla, aðrir spila eða fara til dæmis í bíltúr. Föt sem framlag prjónahópur hittist vikulega og prjónar, heklar og saumar ungbarnaföt og útbýr ungbarnapakka sem eru sendir...

Read More

Bilun í dælu- og hreinsistöð í Hraunavík

Bilun kom upp í frárennslis dælum í dælu- og hreinsistöð Hafnarfjarðarbæjar í Hraunavík í dag. Eftir athuga var ljóst að ekki var óhætt að keyra hreinsibúnað stöðvarinnar á fullum afkostum meðan unnið er að viðgerðum. Hluti skólps frá stöðinni mun frá og með þessum klukkutíma renna fram hjá kerfinu og beint út í sjó í gegnum frárennslisrör sem nær tvo kílómetra út í sjó. Viðgerð mun taka sólarhring eða tvo í mesta lagi að mati þeirra sem eru á vettvangi. Heilbrigðiseftirliti bæjarins var gert viðvart áðan um bilunina um leið og hennar var vart og ljóst var til hvaða aðgerða...

Read More

„Enginn undanskilinn þátttöku í viðhorfsbreytingum“

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða bókun um skilyrði fyrir fjárveitingum til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundariðkun fyrir börn og unglinga. Meðal þeirra skilyrða er að félögin setji sér siðareglur, geri viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi.   Fjarðarpósturinn fékk Karólínu Helgu Símonardóttir, formann íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar, til að svara spurningum í kjölfar sláandi frásagna kvenna úr íþróttaheiminum. Hvernig áhrif hafði það á þig sem konu, móður, íþróttakonu og í þínu starfi að lesa #metoo sögur frá konum í íþróttaheiminum? Það eru mjög blendnar tilfinningar sem fóru um kroppinn þegar ég las...

Read More

Ískalt vatn úr Kaldá? „já takk“

Hreint vatn eru lífsgæði sem við tökum sem gefnum.  Kalda vatnið úr Kaldá er sjálfrennandi ómeðhöndlað vatn sem kemur í kranann til okkar án þess að við séum svo mikið að leiða hugann að því, svo sjálfsagt er það enda hefur uppsprettan þjónað okkur í næstum 100 ár.   Vatnsbólin í Kaldárbotnum sækja vatn í Kaldárstraum sem síðan tengist Vatnsendakrikum sem er sameign sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 15.000 tonn af gæðavatni á sólarhring til hafnfirðinga! Mælingar á gæðum neysluvatns eru framkvæmdar af Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis í samræmi við ákvæði reglugerðar um neysluvatn nr. 536/2001. Árlega eru gerðar ýtarlegar efnamælingar og...

Read More