Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Vill auka orðaforða barna

Hafnfirðingurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir er afkastamikill teiknari og rithöfundur og hefur nú skrifað stórskemmtilega bók sem ber nafnið Elstur í bekknum. Bókin fjallar um Eyju, sex ára stelpu sem er mjög spennt að byrja í skóla. Bergrún Íris skrifaði bókina í Prag þar sem hún dvaldi fjarri fjölskyldunni í sex vikur. Söguhetjunni gengur brösulega að kynnast krökkunum en vingast fljótt við undarlegasta bekkjarfélagann, hinn 96 ára gamla Rögnvald. Gamli kallinn neitar að fara út í frímínútur og harðneitar að læra að lesa og hefur því verið fastur í fyrsta bekk í 90 ár! Saman lenda vinirnir í skemmtilegum ævintýrum...

Read More

Af hverju Samfylking?

Okkar fólk í framboði til Alþingis Fjarðarpósturinn hafði samband við þá Hafnfirðinga sem skipa efstu sæti á framboðslista hvers stjórnmálaafls fyrir sig og þeir kynna sig og stefnu síns flokks í næsta tölublaði og í síðustu viku.   Samfylkingin er flokkur jafnaðarmanna. Það þýðir að við berjumst fyrir jöfnum tækifærum fyrir alla. Samfylkingin vill ekki skilja neinn útundan. Hún var stofnuð til að jafna leikinn þannig að við getum öll blómstrað. Jafnari skipting gæða Þrátt fyrir bættan efnahag hefur misskipting aukist á undanförnum árum og velferðarkerfið beðið hnekki. Við sættum okkur ekki við að ríkustu 5-10% þjóðarinnar eigi jafnmikið...

Read More

Tillögur komnar um framtíð St. Jósefsspítala

Lífsgæðasetur, þjónustuhús fjölskylduþjónustu og héraðsskjalasafn – eru á meðal tillagna þjónustuhóps um nýtingu á St. Jósefsspítala. Leitast var við að fjölnota og sveigjanlegur rekstur gæti farið fram í húsinu. Þetta kemur fram í frétt á RÚV.  Bæjarráð Hafnarfjarðar skipaði starfshópinn í sumar um nýtingu spítalans. Hópurinn hafði víðtækt samstarf við bæjarbúa og hagsmunaaðila og út frá fyrirliggjandi gögnum, tillögum og samtölum voru lagðar fram þrjár tillögur um framtíð St. Jósefsspítala. Fyrsta tillaga hópsins gerir ráð fyrir að efla Hafnarfjörð sem heilsubæ og halda í heiðri því fræðslustarfi sem systurnar á spítalanum unnu ötullega að. Er því til svokallað lífsgæðasetur,...

Read More

Framtíðin er í þínum höndum

Okkar fólk í framboði til Alþingis Fjarðarpósturinn hafði samband við þá Hafnfirðinga sem skipa efstu sæti á framboðslista hvers stjórnmálaafls fyrir sig og munu þeir kynna sig og stefnu síns flokks í þessu tölublaði og í næstu viku.   Enn á ný göngum við til kosninga.  Nú reynir sem fyrr á þol kjósenda að kynna sér málefni flokkanna í  glundroða kenndri umræðu sem einkennst hefur af upphrópunum, gylli boðum og innanflokks deilum.  Á Íslandi þarf að komast á stöðugleiki og ró í stjórnmálum svo hægt sé að endurheimta það traust sem nauðsynlegt er að ríki milli almennings og stjórnsýslunnar....

Read More

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Í kosningum undanfarinna missera hefur mikið verið rætt um stöðugleika.  Þá er oftast vísað til efnahagslegs stöðugleika og hann er sannarlega mikilvægur og til þess fallinn m.a. að verja aukinn kaupmátt.  Þá er efnahagslegur stöðugleiki mikilvægur atvinnulífinu við áætlanagerð og jafnframt grundvöllur þess að heimili og atvinnulíf hafi mátt og þor til að hreyfa sig, vera skapandi og stuðla þannig að nýsköpun, rannsóknum og þróun til framtíðarhagvaxtar. Stöðugt stjórnarfar Í komandi kosningum verður kosið um stöðugra stjórnarfar og þar hlýtur traust að skipta öllu máli hverjum treystum við fyrir þeim brýnu verkefnum sem liggja fyrir, að styrkja heilbrigðis, samgöngu,...

Read More