Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Jafnlaunavottun Hafnarfjarðarbæjar er gott skref

Hafnarfjörður er fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að fá jafnlaunavottun frá Velferðarráðuneytinu samkvæmt kröfum ÍST 85:2012.  Markmiðið með vottuninni er að sjálfsögðu að útrýma kynbundnum launamun sem því miður er enn til staðar í okkar samfélagi.  Með innleiðingu á jafnlaunastaðli undirgengst sveitarfélagið að leggja fram launagreiningar og  fylgja eftir gerð launaviðmiða m.a. viðmiða fyrir umbun en það er þekkt staðreynd að ýmsar aukagreiðslur sem koma til viðbótar föstum mánaðarlaunum eru oftar en ekki orsök kynbundins launamunar.  Aukið gegnsæi og fagmennska við ákvarðanir launa og umbunar er sjálfsögð krafa í nútímaþjóðfélagi.  Líta ber á innleiðingu jafnlaunavottunar á sama hátt og...

Read More

Miklar breytingar í þjónustu á Sólvangi

Minni þjónustutími hefur vakið athygli skjólstæðinga heilsugæslunnar Sólvangi í sumar og Fjarðarpósturinn leitaði svara hjá Heiðu Davíðsdóttur, svæðisstjóra og fagstjóra hjúkrunar, sem upplýsti um ástæður og fyrirkomulag þjónustunnar.  „Heilsugæslan Sólvangi býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar og ein af þeim er síðdegismóttaka heilsugæslunnar sem nú er opin alla virka daga frá kl. 16-18. Á þessu ári hefur þjónusta stöðvarinnar tekið töluverðum breytingum eins og með auknum fjölda samdægurstíma hjá heimilislæknum, lyfjaendurnýjun og afgreiðslu skólavottorða daglega frá kl. 9-11:30 auk fjölbreyttum móttökum hjúkrunarfræðinga,“ segir Heiða og ennfremur að til langs tíma hafi kvöldmóttaka verið opin á heilsugæslunni Sólvangi...

Read More

Fróðleiksmolinn: Upphaf íþróttaiðkunar í Hafnarfirði

Vissir þú að… Upphaf skipulagðrar íþróttaiðkunar í Hafnarfirði má rekja til haustsins 1894 þegar leikfimiskennsla hófst í Flensborgarskólanum. Í skólaskýrslu segir að „í leikfimi voru æfingar í limaburði, gangi og hlaupum; hreyfiæfingar með höfði, handleggjum og fótum. Stökkæfingar (lengdarstökk og hæðarstökk), klifæfingar á köðlum og stöng. Glímur og sund á þurru.“ Fyrsta íþróttafélagið í Hafnarfirði, Glímufélagið Hjaðningar, var líklega stofnað árið 1905. Heimildir eru um að allt að 60 manns hafi mætt á æfingar þess, allflestir ungir menn í bænum og nokkrir rosknir en æfingarnar fóru fram í Góðtemplarahúsinu. Haustið 1906 byrjuðu skólapiltar úr Flensborg að mæta á æfingar...

Read More

200 kisur á 2 árum

María Krista Hreiðarsdóttir, einn eigenda fyritækisins Systur&Makar, á það til að sogast inn í aðstæður sem hún lagði ekki upp með í upphafi. Eiginmaður hennar er með ofnæmi fyrir köttum en samt dvelja stundum sjö kettir á heimilinu í einu. María Krista er ekki beint týpan sem klappar köttum á heimilum fólks en henni þykir samt ógurlega vænt um alla ketti og hefur í tvö ár skotið skjólshúsi yfir villiketti og ketti úr slæmum aðstæðum sem fá svo fjölmargir vist á góðum heimilum eftir að hafa verið veitt n.k. áfallahjálp.  Stella – mynd: Alda Ósk Valgeirsdóttir. Svala – mynd: Alda Ósk Valgeirsdóttir. Villikettir...

Read More

Búa í tjaldi á Víðistaðatúni

Kjartan Theódórsson, eða Kjarri tjaldbúi eins og hann kallast þessa dagana, hefur búið ásamt unnustu sinni í tjaldi á Víðistaðatúni síðan í júlí, eftir að hafa þurft að hætta að vinna í kjölfar hjartaáfalls. Hann hefur vakið athygli fyrir umbúðalaus „snöpp“ sín sem eru þó krydduð með húmor að hans hætti. Kjartan vill vekja athygli á aðstæðum húsnæðislausra Íslendinga og hann segir að þeim fari fjölgandi á næstu vikum og mánuðum. „Ég er með snapp og byrjaði að vekja athygli á mér og aðstæðum sem fólk neyðist til að búa við. Skúli Jóa snappari kom í heimsókn og vakti...

Read More