Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Jón Jónsson heimsækir grunnskólana

Í janúar heimsækir tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson alla nemendur í 8. bekk grunnskóla Hafnarfjarðar. Jón spjallar við krakkana í hverjum og einum bekk um heilbrigða lífshætti og fjallar sérstaklega um munntóbaksnotkun og rafrettur. Hann kemur með skemmtilegar sögur úr lífinu og syngur munntóbakslag þar sem ástin og munntóbak koma við sögu. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær hafa staðið að þessu verkefni síðan 2010 en þá mældist talsverð munntóbaksneysla. Síðan þá hefur þessi skemmtilega fræðsla verið í gangi og mælst ágætist árangur. Árið 2010 sögðust 12% nemenda í 10. bekk í grunnskólum bæjarins hafa notað munntóbak einu sinni eða oftar síðustu...

Read More

Kynning á fjölþættri heilsurækt

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Janus Guðlaugsson undirrituðu fyrr í janúar samstarfssamning sveitarfélagsins við Janus Heilsueflingu slf, til eins og hálfs árs, í tengslum við heilsueflingu allt að 160 íbúa Hafnarfjarðarbæjar á aldrinum 65 og eldri. Um er að ræða þolþjálfun sem fer fram einu sinni í viku í ýmsum stöðum í bænum en í dag verður haldin kynningarfundur í Hraunseli við Flatahraun n.k. kl. 14.00. Á fundinum gefst fólki einnig tækifæri til að skrá sig til þátttöku. Upphafið að þessu verkefni er doktorsverkefni Janusar Guðlaugssonar, PhD-íþrótta- og heilsufræðings; Multimodal Training Intervention – An approach to Successful Agingsem má þýða sem Fjölþætt heilsurækt...

Read More

Fimmtugir iðnaðarmenn fögnuðu saman

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði fagnaði 50 ára afmæli á afmælisdegi félagsins 13. janúar sl. í húsakynnum Frímúrarastúkunnar Hamars. Þar var litið yfir farinn veg og einnig spáð í framtíðina og stöðu iðnaðarmanna á tímum eins og núna. Gestir tóku til máls og boðið var upp á glæsilegar veitingar. Karlakórinn Þrestir, elsti karlakór landsins, tók nokkur falleg lög. Fjarðarpósturinn kíkti við og smellti af nokkrum myndum.  Myndir:...

Read More

Með útsýni yfir bæjarlífið

Ég heiti Aníta Estíva Harðardóttir og ég er þrítug tveggja barna móðir, eiginkona og blaðamaður. Báðir foreldrar mínir, sem og ömmur og afar eru héðan úr Hafnarfirðinum og vil ég hvergi annarstaðar búa, enda besti bærinn! Ég ólst upp á Hraunkambi þar sem ég bjó í rúmlega tíu ár. Síðan ég fór sjálf að búa hef ég nánast alltaf haldið mig í Hafnarfirðinum og eigum við fjölskyldan nú íbúð á Eyrarholtinu þar sem útsýnið leyfir okkur að fylgjast með öllu lífinu í bænum. Ég starfa sem blaðamaður hjá DV ásamt því að blogga með vinkonum mínum hjá Fagurkerunum. Það...

Read More

Máttur íbúa mikill

Markaðsstofa Hafnarfjarðar (MsH) er sjálfseignarstofnun, rekin af fyrirtækjunum í bænum sem greiða árgjald og með framlagi frá Hafnarfjarðarbæ. MsH var stofnuð í október 2015 og er stjórn hennar kjörin á árlegum aðalfundi og hana skipa fjórir fulltrúar frá aðildarfyrirtækjum og þrír frá Hafnarfjarðarbæ. Í dag eru aðildarfyrirtæki stofunnar 85 og þeim fjölgar hratt. Framkvæmdastjóri og jafnframt eini starfsmaðurinn er Ása Sigríður Þórisdóttir, en hún hóf störf í mars 2016. Fjarðarpósturinn ræddi við Ásu um MsH og hlutverk stofunnar. Frá samkomu á vegum MsH í haust. Frá stofnun MsH hefur verið lögð áhersla á að gera Hafnarfjörð að öflugum valkosti...

Read More