Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Hefur búið í sama húsi frá upphafi

Tinna Þorradóttir er 22ja ára Hafnfirðingur og hefur búið í sama húsinu í miðbænum í Hafnarfirði síðan hún fæddist og segist munu mjög líklega ekkert fara neitt langt í burtu frá því. Tinna er snappari vikunnar og kynnir sig sjálf. Ég tók meðal annars stórt skref í sumar þegar ég flutti á neðri hæðina hjá mömmu og pabba og bý heilum 12 skrefum frá inngangnum þeirra (já ég fór út og taldi). Ég var í Lækjarskóla öll mín grunnskóla ár og fór svo í framhaldi af því í Flensborg – þar sem ég útskrifaðist langt á eftir áætlun. Ég...

Read More

Ráðstafanir gegn bítlahári árið 1965

Þeir Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri Flensborgarskólans og Þorgeir Ibsen skólastjóri Lækjarskóla létu þau boð út ganga í útvarpstilkynningu haustið 1965 að nemendum bæri að mæta snyrtilega klipptir í skólana. Ólafur sagði í viðtali að þessi tilmæli væru sum part orðin til frá útlitssjónarmiði en einkum þó frá heilsugæslusjónarmiði. Þetta væri gert í öryggisskyni — til varnar óþrifum. Taldi hann að miklu hári fylgdi hætta á óþrifnaði og lúsasmiti. Að hans mati gat bítlahárið þó einnig haft áhrif á lundarfar nemenda: „Ég hef tekið eftir því, að þegar nemandi er kominn með svona hár, er hugurinn kominn í allt annað...

Read More

Fjórar miðaldra karl-Ugglur gefa út plötu

Leiðir meðlima hafnfirsku hrynsveitarinnar Ugglu lágu fyrst saman vorið 2013 og ýmislegt hefur gerst á fjórum árum. Hana skipa, að eigin sögn, fjórar miðaldra karl-Ugglur sem eiga það m.a. sameiginlegt að halda með FH og þrír þeirra eiga Tónlistarskóla Hafnarfjarðar ýmislegt að þakka. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu, Straumur, í júlí sl. og verður blásið til útgáfutónleika 14. október. Sagan byrjaði þegar Viðar Hrafn Steingrímsson var að undirbúa sameiginlegt afmæli sitt og konunnar sinnar fyrir fjórum árum og Kjartan Þórisson stökk inn sem trommari hljómsveitar í stað annars sem átti ekki heimangengt. Þegar þeir Viðar og Kjartan hittust næst ræddu...

Read More

Góð staða efnahagsmála – bætt lífsgæði almennings

Flest getum við verið sammála um að á Íslandi eru lífskjör almennt mjög góð.  Atvinnuleysi er lítið, verðbólga lág og skuldastaða ríkisins og heimilanna í landinu hefur lækkað hratt.  Lægri vaxtakostnað ríkisins eykur svigrúm til þess að auka fé til velferðarmála, heilbrigðismála og samgöngumála.  Sérfræðingar eru sammála um að staða efnahagsmála hafi líklega aldrei verið betri í Íslandssögunni.  En gerðist þetta af sjálfu sér? Er þetta fyrst og fremst ytri aðstæðum að þakka? Svarið er NEI – réttar aðgerðir og viðbrögð hafa skapað þessa stöðu, unnið hefur verið vel úr hagfeldum ytri aðstæðum. Grunnstefna Sjálfstæðisflokksins   Í grunninn stendur...

Read More

Nýr vinnustaður og virkniúrræði fyrir fatlaða í Hafnarfirði

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á síðasta bæjarsstjórnarfundi að leita eftir kaupum á Suðurgötu 14 sem hýsti til skamms tíma Skattstofu Reykjanesumdæmis.  Starfsmenn á Fjölskyldusviði hafa á undanförnum mánuðum unnð að að  undirbúningi að  nýjum vinnustað og virkniúrræði fyrir fatlaða og hreyfihamlaða í Hafnarfirði.  Ennfremur verði litið til þeirrar starfssemi sem nú þegar sinnir hæfingu og  starfsendurhæfingu í Hafnarfirði og skoðað hvort möguleiki er á samþættingu eða samvinnu verkefna.  Mikilvægt er að tryggja samfellu í þjónustu við þennan hóp og skoða jafnframt möguleika á því að auka fjölbreytni í atvinnuúrræðum fyrir aðra íbúa Hafnarfjarðar sem þurfa stuðning við að sinna störfum...

Read More