Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Bærinn hættir viðskiptum við Skólaask

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður milli Hafnarfjarðarbæjar og Skólaasks (ISS) um að ljúka samningi milli aðila um þjónustu á mat fyrir grunn- og leikskóla bæjarins, enda hafa báðir aðilar haft áhuga á að losna undan samningum. Munnlegt samkomulag um samningslok náðust í síðustu viku og unnið er að nánari útfærslu þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Í framhaldi mun Hafnarfjarðarbær leita til nýrra aðila um að taka að sér verkefnið. Til þess þarf að vanda, m.a. vegna þess að svona samningur er útboðsskyldur undir venjulegum...

Read More

Reginn undirbýr byggingu hótels við Strandgötu

   Hafnarfjarðarbær og Markaðsstofa Hafnarfjarðar stóðu fyrir vel heppnaðri ráðstefnu um stöðuna og tækifærin í ferðaþjónustunni í gær. Ráðstefnan fór fram í Hafnarborg og bar yfirskriftina „Stefna og staða Hafnarfjarðar í ferðaþjónustu“. Um eitt hundrað manns sóttu ráðstefnuna sem var hugsuð sem upphafsstef í framtíðarvinnu þar sem lögð verður áhersla á framtíðarsýn og stefnumörkun fyrir bæinn. Ekki einungis sem áfangastað fyrir erlenda gesti heldur einnig fyrir þá sem þar búa og reka fyrirtæki.  Fagfólk bæði úr fræðigreinum og ferðaþjónustu voru með erindi og í framhaldinu voru áhugaverðar pallborðsumræður. Áherslan var á vörumerkjastefnur og ferðamálastefnur, hvernig þær eru unnar, hvernig...

Read More

Hrafnistuheimilin stefna ríkinu vegna vangoldinnar leigu

Hrafnistuheimili Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði hafa birt heilbrigðisráðherra, Óttarri Proppé, fyrir hönd ríkisins, stefnu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna vangoldinnar leigu fyrir afnot af húsnæði heimilanna. Á þessum þessum heimilumm heimilum er veitt sérhæfð þjónusta við umönnun aldraðra sem íslenska ríkinu ber lögum samkvæmt að veita en hefur falið Hrafnistu að inna af hendi fyrir sína hönd. Hrafnistuheimilin tvö voru tekin í notkun á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Bygging þeirra var aðallega fjármögnuð með sjálfboðavinnu og fjáröflun af ýmsu tagi. Þau voru síðan rekin með greiðsluþátttöku íbúa allt þar til að ríkið tók yfir málaflokkinn á 9....

Read More

Hjálpa börnum með heimanám

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ í samstarfi við Bókasafn Hafnarfjarðar hóf aftur  verkefnið Heilahristing (heimavinnuaðstoð) í byrjun september. Þetta er þriðja starfsár þessa verkefnis í bæjarfélaginu. Í heimavinnuaðstoðinni felst að veita grunnskólanemendum aðstoð við lestur og heimanám með það að markmiði að styðja og styrkja nemendur í námi sínu. Agnethe Kristjánsson hjálpar dreng með íslensku.  Heimavinnuaðstoðin verður í einu sinni í viku á þriðjudögum milli kl. 15 og 17 í fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar. Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins í  Hafnarfirði og Garðabæ aðstoða og leiðbeina nemendum. Öll börn eru velkomin frá 1. til 10. Bekk. „Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum...

Read More

Veisla

Mér finnst nokkuð gaman að elda mat. Ég hef talsvert meiri trú á eigin færni í þeim efnum en raunverulega getu. Því fer best á því að aðrir sjái um fóðurgjöfina. Ég hef líka talsvert gaman af því að fjasa um pólitík, þar hef ég líka miklu meiri skoðanir en vit. Merkilegt nokk er hægt að tengja þessi tvö málefni saman næstu mánuði. Brátt líður að kosningum. Og við fáum ekki einar heldur tvær og með stuttu millibili. Það þýðir að flokkarnir, sem nálgast það að verða fleiri en blokkir í Breiðholtinu, opna allir kosningaskrifstofu og flestir í miðbænum....

Read More