Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Gerðið

„Beygðu til vinstri tvöhundruð metrum vestan við hestagerðið“. Þetta voru leiðbeiningarnar sem ég heyrði mann gefa öðrum hér á Strandgötunni. Mér hlýnaði ægilega um trénaðar hjartaræturnar við að heyra þetta innanbæjar og við að sjá hrauka af hrossaskít á dreif um götuna. Mér leiðist nútíminn. Hann er orðinn eitthvað svo hreinn, svo gerilsneyddur, svo fullur af „passaðu þig“ reglum svo þú upplifir lífið örugglega á réttan, öruggan og gerilsneyddan máta, og ekki öðruvísi. Ég hef séð svartan hrábít á vappi um miðbæinn án þess að af hlytist mannskaði og börnin mín klófestu mjög smágerða risaeðlu í sumar. Risaeðlan er...

Read More

Hrafnhildur í 5. sæti og jafnaði metið

Hafnfirðingurinn Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti í 5. sæti í 50 m bringusundi á EM í 25 m laug í Kaupmannahöfn í dag. Hrafnhildur synti á 30,03 sek. í úrslitunum. Hún jafnaði Íslandsmetið sem hún setti klukkutíma fyrr í undanúrslitunum. Fyrir daginn í dag var Íslandsmet Hrafnhildar 30,42 sek., þannig að hún bætti metið sitt í dag um alls 39 hundraðhlusta úr sekúndu. Hún synti á sjöunda besta tíma allra í undanrásunum í morgun og á sjötta besta tímanum í undanúrslitunum og varð svo fimmta í úrslitunum í kvöld.   Mynd í eigu Hrafnhildar úr viðtali í Fjarðarpóstinum í...

Read More

Anna María kjörin varaformaður KÍ

Hafnfirðingurinn Anna María Gunnarsdóttir hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún var tekur við embættinu af Aðalheiði Steingrímsdóttur á 7. þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. Anna María kennir íslensku við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.  Á kjörskrá voru 10.307 og greiddu 3.127 atkvæði, eða 30,34%. Atkvæðagreiðslan var rafræn, hófst klukkan 9.00 fimmtudaginn 7. desember og lauk klukkan 14 í dag, miðvikudaginn 13. desember. Atkvæðin féllu atkvæði þannig:  Anna María Gunnarsdóttir hlaut 1.653 atkvæði eða 52,86%  Ásthildur Lóa Þórsdóttir hlaut 845 atkvæði eða 27,02%  Heimir Björnsson hlaut 259 eða 8,28%  Simon Cramer Larsen hlaut 135 atkvæði eða...

Read More

„Þetta fólk á miklu betra skilið“

Öldruðum einstaklingum fer stöðugt fjölgandi og býr stór hluti þeirra við góða heilsu og þarf litla eða enga aðstoð frá samfélaginu. Engu að síður eru þeir í hættu á að fá geðraskanir og taugasjúkdóma og í heiminum er talið að um 30% fólks glími við geðheilbrigðisvanda. Einnig er talið að 20% yfir sextugt séu í slíkum sporum. Sandra Jónsdóttir hefur starfað við aðhlynningu á hjúkrunarheimili fyrir aldraða undanfarin þrjú ár og stundar samhliða vinnunni nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Í lokaritgerð Söndru í BA náminu í vor kannaði hún hvaða úrræði er í boði á Íslandi fyrir aldraða einstaklinga...

Read More