Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Göngum í skólann hófst í Hafnarfirði

Alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann var sett í Víðistaðaskóla í dag. Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri bauð gesti velkomna og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ flutti stutt ávarp og stýrði dagskrá. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, tóku einnig til máls. Nemendur úr 3. bekk fluttu tónlistaratriði fyrir gesti og svo var tekin létt ganga umhvefis Víðistaðatún í blíðunni. Aðstandendur verkefnisins og þau sem tóku til máls, aðrir gestir, starfsfólk og nemendur Víðistaðaskóla settu Göngum í skólann með viðeigandi hætti með því að ganga verkefnið af stað. Meginmarkmið með átakinu er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi...

Read More

Emil og Gylfi lykilmenn í sigri gegn Úkraínu

Hafnfirðingarnir Emil Hallfreðsson og Gylfi Sigurðsson voru lykilmenn í 2-0 sigri íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í kvöld á Laugardalsvelli. Gylfi skoraði bæði mörkin í frábærum síðari hálfleik og Emil átti einnig stórkostlegan samleik með Gylfa og gaman að sjá hann sýna hvað í honum býr. Með sigrinum er Ísland komið í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 og gaman er að geta þess að íslenska landsliðið hefur ekki tapað á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013.   Mynd: (pínu hreyft) skjáskot frá...

Read More

Bryndís er fyrsti Íslandsmeistarinn í fríköfun

Hafnfirðingurinn Bryndís Björgvinsdóttir setti þrjú Íslandsmet í flokki kvenna í öllum þeim greinum sem keppt var í á móti sem fór fram í Laugardalslaug í fyrsta skipti á Íslandi í byrjun ágúst. Bryndís hefur æft fríköfun í eitt ár en æfingar hafa farið fram í Sundhöll Hafnarfjarðar. Fríköfun getur bæði verið áhugamál og keppnisgrein en hún felst í því að kafað er án súrefnisbúnaðar. Á mótinu var keppt í þremur greinum: kafsundi án fita, kafsundi með fitum og tímatöku. „Það er að segja, hversu lengi einstaklingur getur haldið í sér andanum í kafi. Í kafsundi án fita fór Bryndís...

Read More

Memphis

Tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fór fram um þarsíðustu helgi fyrir fullu Bæjarbíó. Það hefur margsýnt sig að Hafnfirðingar kunna að meta tónlistarviðburði og hafa meira að segja búið til sína einstöku eigin Heimahátíð. Og hún er einnig afar vel sótt. Margt þekkt tónlistafólk og annað listafólk býr í bænum okkar. Leikarar, hljóðmenn, rótarar, umboðsmenn, rithöfundar, hönnuðir og fleira skapandi fólk. Mörg þeirra hafa flutt hingað á undanförnum árum. Það er vinsælt að búa í Hafnarfirði. Við vitum alveg að það er enginn bær án menningar og menninguna sköpum við í sameiningu. Auðvitað væri gaman ef hér væri hægt að fjárfesta...

Read More

Hjarta Hafnarfjarðar – svona var stemningin

Tónleikahátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fór fram um þarsíðustu helgi og var gríðarleg ánægja með framtakið og Bæjarbíó vel sótt öll þrjú kvöldin. Páll Eyjólfsson, einn skipuleggjenda og faðir hátíðarinnar, hefur látið eftir sér fara að hún munu verða árleg. Ljósmyndari Fjarðarpóstins, Eva Björk, var á staðnum á fimmtudagskvöldinu og tók þar meðfylgjandi myndir.  Þór Bæring og Hulda.  Séð yfir salinn. Jón Jónsson í einni af sínum svaðalegu innlifunum.  Áhorfendur líka.  Bjartmar Guðlaugsson hafði engu gleymt.  Bo Halldórsson mætti með nokkra alþekkta slagara.  Þarna gerðist eitthvað rosalega fyndið.  Áhorfendur létu vel í sér heyra.  Friðþjófur Helgi, Andri, Bergrún Íris og Rósa. ...

Read More