Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Ágóði rennur til eigenda veggjatítluhúss

Íbúar við Austurgötu létu ágóða af sölu á Austurgötuhátíðinni 17. júní renna til fjölskyldunnar sem misstu hús sitt vegna ágangs veggjatítlna. Eigendur hússins, hjónin Ingvar Ari Arason og Anna Gyða Pétursdóttir, keyptu það fyrir fimm árum og höfðu verið að gera það upp að innan þegar þeir urðu varir við veggjatítlurnar. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykki í maí að styrkja eigendurna um 3,7 milljónir til að rífa húsið. Lúðvík Kristinsson er einn þeirra sem standa að hátíðinni. Mynd frá Austurgötuhátíðinni í ár.  „Austurgötuhátíðin, sem árlega er haldin 17. júní, var fyrst haldin árið 2011. Hvatinn að þessu var að okkur íbúum...

Read More

Geimstöðin í Straumsvík

Mínar fyrstu minningar af Hafnarfirði eru þegar ég var að koma frá útlöndum með foreldrum mínum og sá glitta í tvo stóra hvíta og rauða turna sem ég hélt þá að væru eldflaugar, svona eins og í Tinnabókunum. Við þessar eldflaugar var svo lengsta raðhús í heimi. Væntanlega einhver háleynileg eldflaugaverksmiðja. Ég komst svo að því, mér til ákveðinna vonbrigða, að þetta var bara álver og að eldflaugarnar væru bara geymdar undir súrál. Bömmer. Ég veit að þessi mannvirki voru lengst upp í sveit þegar ákveðið var að planta þeim þarna. Í dag eru þau hins vegar nánast í...

Read More

Felldu tillögu um byggingu tveggja knatthúsa

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi í kvöld tillögu um að byggja tvö knatthús í bænum fyrir samtals á annan milljarð króna næstu fjögur árin. Sjálfstæðismenn lögðu tillöguna fram en bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, studdu hana ekki. Í tillögunni var gert ráð fyrir húsum að tillögum FH og Hauka og markmiðið að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustenfu Hafnarfjarðarbæjar. Fulltrúar Bjartrar framtíðar lögðu fram bókun þar sem segir að tillöguna hafi skort nauðsynleg fylgigögn, til dæmis kostnaðarmat og greinargerð um afleiddan rekstrarkostnað af byggingunum. Fjárhæðir krefjist nánari skoðunar...

Read More

Heitir í höfuðið á þremur sem fórust á sjó

Salómon Kristjánsson (Monni) er fæddur 14. ágúst 1943 í heimahúsi við Öldugötu 10 í Hafnarfirði og alinn þar upp. Gaflarinn Monni heitir fullu nafni Salómon Gunnlaugur Gústaf í höfuðið á þremur sem fórust með skipinu Þormóði, m.a. ömmu sinni og móðurbróður. Hann fæddist með mislinga og heimilislæknirinn efaðist um að hann myndi lifa. Það virðist sem nöfnin hafi veitt Monna vernd því hann komst nokkrum sinnum í hann krappan um ævina. Hann var til í að deila nokkrum sögum með lesendum Fjarðarpóstins og segist afar heppinn maður. Hann er giftur Ingibjörgu Kjartansdóttur og eru afkomendurnir orðnir 17. „Við strákarnir...

Read More

Litríkur sautjándi júní

Boðið var upp á margt áhugavert og skemmtilegt víða í Hafnarfirði 17. júní og hér má sjá brot af því í myndum. Bæði íbúar og bærinn sjálfur voru afar litrík og gaman að sjá hve margir skörtuðu fallegum...

Read More