Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

„Mér fannst ekki nógu mikið að mér“

Sigrún Jónsdóttir er þroskaþjálfi, „life coach“ og sérhæfður ADHD- og einhverfu-markþjálfi. Hún kláraði diplomanám í hugrænni atferlismeðferð og hefur ástríðu fyrir að aðstoða fullorðna, fjölskyldur og fólk, aðallega börn, með fyrrnefndar greiningar. Sigrún fór að sýna alvarleg einkenni kulnunar árið 2016 og vinkona hennar hvatti hana til að sækja um hjá VIRK. Hin harðduglega Sigrún glímdi jafnframt við eigin fordóma og fannst aðrir en hún þurfa meira á hjálpinni að halda.    Í nóvember 2016 sagði vinkona Sigrúnar við hana að henni fyndist hún vera orðin frekar ólík sjálfri sér og hvatti hana til þess að komast í viðtal...

Read More

Blautþurrkur martröð í pípunum

Að undanförnu hefur verið mikið um rekstrartruflanir í fráveitukerfi Hafnarfjarðar og má rekja ansi margar þeirra til þess að blautþurrkum er sturtað niður í salerni eftir notkun. Blautþurrkur, sem gerðar eru úr plasti, festast í dælum og felst mikill kostnaður í viðhaldi og hreinsun á þeim. Ef allir íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði taka sig saman þá er hægt að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem berast í fráveituna umtalsvert og jafnvel koma alfarið í veg fyrir vandamálið til lengri tíma litið.  „En til þess þarf samhent átak, vitund og vilja allra“ segir Guðmundur Elíasson, umhverfis- og veitustjóri Hafnarfjarðarbæjar. Blautþurrkur...

Read More

Hjördís vann til tvennra verðlauna

Karatefólk úr Haukum var meðal keppenda á fyrsta Grand Prix móti tímabilsins sem haldið var um liðna helgi.  Grand Prix mót er bikarmótaröð unglinga 12-17 ára og Haukar áttu tvo keppendur á mótinu, þau Hjördísi Helgu Ægisdóttur og Mána Gunnlaugsson. Hjördís Helga endaði í öðru sæti í Kata og þriðja sæti í Kumite. Úrslitaviðureignin í Kata var æsispennandi en Hjördís þurfti að lokum að sætta sig við að tapa með minnsta mögulega mun. Þetta var fyrsta mótið af þremur og nóg af stigum eftir í pottinum fyrir Hjördísi til að sigra mótaröðina. Máni Gunnlaugsson var að keppa á sínu...

Read More

Frábær sigur tryggði FH í höllina

Karlalið FH mun halda uppi heiðri Hafnarfjarðar á bikarhelgi HSÍ, sem fram fer 8-9. mars nk. FH mætti Aftureldingu á útivelli í átta liða úrslitum Coca-Cola bikarsins og hafði betur 26-29. Kvennalið Hauka var einnig í eldlínunni en mátti sætta sig við tap gegn Stjörnunni eftir framlengdan leik að Ásvöllum, 22-23. Sigur FH er ekki síst merkilegur í ljósi þess að fjölmarga sterka leikmenn vantaði í liðið en leikmenn sem ekki hafa verið í stórum hlutverkum stigu upp og kláruðu dæmið. FH komst í 7-1 í upphafi leiks og lagði strax grunninn að sanngjörnum sigri. Birgir Örn Birgisson og...

Read More

Byggja búsetukjarna fyrir fatlaða

Hafnarfjarðarbær, fyrir hönd Heimilin íbúðafélag hses., og HBH Byggir ehf. skrifuðu fyrir helgi undir verksamning um uppbyggingu á búsetukjarna fyrir fatlað fólk að Öldugötu 45. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist strax í sumar og að íbúðirnar afhendist í febrúar 2021.   HBH Byggir ehf. átti lægsta tilboð í byggingu íbúðakjarna við Öldugötu 45 í Hafnarfirði en á sama tíma fékk tillagan bestu umsögn matsnefndar. „Við höldum áfram að fjölga heimilum fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði eins og óskir okkar og áætlanir gera ráð fyrir. Í lok árs 2018 skrifuðum við undir samning við Framkvæmdafélagið Arnarhvol ehf. um uppbyggingu...

Read More