Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Þegar uppselt á nokkra viðburði Hjarta Hafnarfjarðar

Tónlistar- og bæjarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fer fram 29. ágúst til 2. september næstkomandi en hún er nú haldin annað árið í röð. Eins og nafnið gefur til kynna er hún haldin í miðbæ Hafnarfjarðar og þjónar Bæjarbíó, tónlistarhús bæjarbúa, þar lykilhlutverki. Ólíkt öðrum hátíðum þá samanstendur Hjarta Hafnarfjarðar ekki af einni risastórri dagskrá þar sem áhugasamir verða að kaupa sig inn á alla dagskrána, heldur kaupa gestir sig inn á einstaka, vandaða tónlistarviðburði sem hver og einn velur eftir sínum smekk.  Hátíðin stendur í þrjá daga og mun einvalalið tónlistarfólks skemmta hátíðargestum. Meðal þeirra sem koma fram eru –...

Read More

Fjölbreytt dagskrá og veður 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, var haldinn hátíðlegur í fallega bænum okkar í dag. Veðurguðirnir voru dálítið stríðnir og buðu upp á ýmis veðurbrigði, en þjóðhátíðargestir voru klæddir eftir veðri eða hlupu í skjól þegar mestu demburnar gengu yfir. Það var boðið upp á ýmislegt fjölbreytt á mörgum stöðum í miðbænum og fjölmenni sótti viðburðina. Fjarðarpósturinn smellti af myndum. ...

Read More

Áfram Hafnarfjörður!

Til hamingju Hafnfirðingar með dásamlega bæinn okkar sem fagnaði 110 ára kaupstaðarafmæli þann 1. júní sl. Bærinn hefur vaknað af vetrardvalanum og iðar af lífi!  Það verður mikið að gera hjá okkur um helgina en veislan byrjar á laugardaginn þegar bein útsending verður á Thorsplani af fyrsta leik Íslands á HM á móti Argentínu. Þar getum við öll safnast saman og stutt strákana  okkar. Látum HÚH-ið heyrast alla leið til Rússlands! Á sunnudaginn munum við svo halda 17. júní hátíðlegan með glæsilegri dagskrá eins og venjan er. Skrúðgangan fer frá Flensborg að Thorsplani þar  sem verður þétt dagskrá af...

Read More

Stóru skipulagsmálin

Nýafstaðin er verðlaunaafhending og kynning á hönnunarsamkeppni um Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Þátttaka var vonum framar en alls bárust 14 tillögur í samkeppnina. Tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. verðlaunum.  Báðar þessar tillögur eru vel fram settar þar sem önnur þeirra leysir vel mótun byggðar í kringum Flensborgarhöfnina á meðan hin er með góða sýn á byggð með atvinnustarfsemi í bland við íbúabyggð upp með Óseyrarbraut og vestan við Flensborgarhöfn. Hraun vestur og miðbærinn Annað stórt verkefni er Hraun vestur. Gerð rammaskipulags er lokið, lóðarhafar geta hafið deiliskipulagsvinnu fyrir staka reiti, huga þarf að skóla og leikskólamálum, gatnakerfi...

Read More

Gefst ekki auðveldlega upp

Ólafur Andri Davíðsson útskrifaðist af raunvísindabraut í Flensborg með meðaleinkunnina 9,89 og var dúx þriggja ára kerfisins í skólanum. Hann segir uppáhaldsfagið hafa, án efa, verið stærðfræði. Hann spilar á gítar, hefur áhuga á kvikmyndum og gæti vel hugsað sér að búa til tölvuleiki. Þá á hann tvíburabróður og einn yngri bróður. Þótt stærðfræði hafi verið í uppáhaldi hjá Ólafi Andra fannst honum samt eðlisfræðin líka mjög skemmtileg. Við spurðum hann um styrkeika hans: „Minn helsti styrkleiki er að ég gefst ekki auðveldlega upp við að ná einhverju sem ég vil ná. Það hefur hjálpað mér gríðarlega í náminu.“...

Read More