Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Hátíðardjass í Hafnarfirði

Strákarnir í hafnfirsku hljómsveitinni Trio North halda jólatónleika á vegum Hafnarfjarðarbæjar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þriðjudaginn 18. desember kl. 21. Þeir fá til liðs við sig söngkonuna Gyðu Margréti Kristjánsdóttur sem er góðvinur hljómsveitarinnar. Saman munu þau flytja nokkur af helstu jólalögum samtímans sem allir þekkja með áhrifum frá djass, blús og poppi. Viðburðurinn er liður í eflingu menningarstarfs í Hafnarfirði. Trio North skipa: Gunnar Ágústsson: Bassi Ragnar Már Jónsson: Saxafónn Unnar Lúðvík Björnsson: Trommur Miðaverð er 2000 kr og fást miðar á Tix.is og við inngang ef borgað er með reiðufé (hraðbanki nokkrum metrum frá Fríkirkjunni)....

Read More

FH skiptir úr ADIDAS yfir í NIKE

Knattspyrnudeild FH samdi á dögunum við nýjan samstarfsaðila, NIKE, en búningar allra flokka innan deildarinnar höfðu verið merktir ADIDAS í 27 ár. Við spurðum formanninn Jón Rúnar Halldórsson, hverju sætti. „Það er í raun ekki flókið, við fengum tilboð sem erfitt var að hafna og í raun ómögulegt. Það er okkur að sjálfsögðu mikið gleðiefni að finna fyrir því að fyrirtæki sækist eftir samstarfi við okkur, þ.e. Knattspyrnudeild FH og munum við gera okkar til þess að NIKE fái allt það sem þeir búast við og rúmlega það. Það er undir okkur komið að sjá um að svo verði,“...

Read More

Á annan tug aðstoðarbeiðna vegna veðurs

Búið er að kalla út björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir suðvestuhorn landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.  Nú þegar liggja fyrir á annan tug aðstoðarbeiðna vegna foks á lausamunum, þakplötum af húsum og auðvitað trampólínum. Á milli 30 og 40 björgunarmanna og kvenna eru við störf en ef spár ganga eftir gengur veðrið hratt niður um hádegið og ætti þá verkefnum að fækka.   Mynd: skjáskot af vef Veðurstofu...

Read More

Tilvalið fyrir fyrsta stefnumótið

Eftir að fyrirtækið Berserkir axarkast var stofnað í vor er í fyrsta sinn á Íslandi hægt að keppa innanhúss í axarkasti. Einnig er vinsælt fyrir pör og hópa að hittast þar og fá góða og óvenjulega útrás. Við kíktum í heimsókn að Hjallahrauni 9 og ræddum við eigendurna, Elvar Ólafsson og Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur og systur hennar, Rannveigu Magnúsdóttur, sem er einnig kærasta Elvars.  Fyrir ári síðan fór Elvar til Kanada með æskuvinum sínum þar sem þeir prófuðu axarkast. Hann kom heim með stjörnur í augunum og staðráðinn í stofna svona félag á Íslandi. Helga Kolbún er margfaldur Íslandsmeistari í...

Read More

Mozart við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju

Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og verða fyrstu tónleikarnir í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudagskvöldið 19. desember kl. 21.00. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í tuttugu og fimm ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. Á dagskránni verða kammerperlur eftir Mozart, Divertimento fyrir strengi, Kvartett fyrir klarinettu og strengi og Kvartett fyrir flautu og strengi og að venju lýkur...

Read More