Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Fréttatilkynning frá fulltrúum minnihluta í bæjarstjórn

Undirritaðir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði hafa farið fram á að boðað verði til fundar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem haldinn verði eigi síðar en miðvikudaginn 15. ágúst nk.  Beiðnin kemur í framhaldi af ákvarðanatöku um breytt áform varðandi knatthús sem keyrð var í gegn með meirihlutavaldi á lokuðum fundi í miðju sumarleyfi bæjarstjórnar og bæjarráðs, þar sem einungis 3 af 11 bæjarfulltrúum samþykktu stefnubreytingu í málefnum er varða uppbyggingu á íþróttamannvirkjum. Fulltrúar fengu afar skamman fyrirvara á tillögunni og skorti verulega á gögn og upplýsingar varðandi forsendur hennar. Fulltrúar þeirra flokka sem sitja í minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar draga lögmæti ákvörðunarinnar...

Read More

Trjágróður í byggð

Hver er stefna Hafnarfjarðarbæjar í trjárækt?  Aspir og greni eru víða, tré sem voru lítil og sæt þegar þeim var plantað en eru nú víða 8-10 metra há. Auðvitað er það svo að trjágróður í fullum skrúða er okkur öllum til yndisauka, en er það svo alls staðar? Byggingarreglugerð frá árinu 2012 tekur á hvernig trjágróðri er komið fyrir á lóðarmörkum, fjallað er um skuggavarp og að hávöxnum trjátegundum skuli ekki plantað nær lóðarmörkum en 4,0 metrum.  Samkvæmt byggingareglugerðinni  er lóðarhafa skylt að halda vexti trjáa og runna innan lóðarmarka. Mjög víða vaxa tré og runnar langt út yfir...

Read More

Fulltrúar ósammála um tímapunkt bæjarráðsfundar

Fjarðarpóstinum bárust töluverð viðbrögð frá bæjarbúum um ákvörðun fundar bæjarráðs Hafnarfjarðar í gærmorgun um hætta við fyrri áform um að bærinn reisi nýtt knatthús í Kaplakrika og kaupi í staðinn íþróttahús og knatthúsin Risann og Dverginn af FH. Bæjaryfirvöld og FH sömdu einnig um að íþróttafélagið taki að sér að byggja, eiga og reka væntanlegt knatthús. Við leituðum svara hjá fulltrúum meiri- og minnihlutans sem sátu fundinn, en þeir voru aðallega ósammála um að boðað hafi verið til fundarins á þessum tímapunkti.  Samkvæmt ákvörðun fundar bæjarráðs mun Hafnarfjarðarbær greiða FH kaupverðið, 790 milljónir króna, í áföngum. Tillaga þessa efnis var...

Read More

Bærinn kaupir íþróttahús og knatthús FH-inga

Hafnarfjarðarbær og Fimleikafélag Hafnarfjarðar gerðu í gær með sér rammasamkomulag sem tryggir að Knatthús FH rísi í Kaplakrika á fyrri hluta næsta árs en framkvæmdir hefjist á næstu vikum. FH mun byggja og eiga húsið en Hafnarfjarðarbær kaupir eldri knatthús FH af félaginu auk íþróttahús félagsins í Kaplakrika. Hafnarfjarðarbær greiðir 790 milljónir fyrir byggingarnar en samhliða verður gengið frá heildareignaskiptasamningi um eignirnar sem hafa verið í sameign FH og bæjarins. FH skuldbindur sig til þess að byggja knatthús í staðinn. Með því að FH byggi húsið ber félagið ábyrgð á að kostnaður bæjarsjóðs verði ekki meiri en áætlað er og...

Read More

Friðrik Dór steggjaður í Haukabúningi

Vegfarendur um miðbæ Hafnarfjarðar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar palltrukk var lagt við Pylsubarinn sem svið og Gunnar Helgason og Felix Bergsson hófu að kynna óvænta dagskrá. Fríar pylsur voru í boði og myndaðist löng röð við Pylsubarinn. Fljótlega tók fólk að streyma að til að fylgjast með. Söngvarinn ljúfi og hafnfirski Friðrik Dór Jónsson var síðan kallaður á svið og þá kvissaðist fljótt út meðal viðstaddra að verið væri að steggja hann.  Föruneyti Friðriks Dórs kom á staðinn í heljarinnar langferðabiðfreið og steig skellihlæjandi út. Þessi óvænta skemmtidagskrá fyrir almenning var þá löngu fyrirfram plönuð,...

Read More