Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Væntanlegir félagar finna okkur

Hafnfirðingar eiga sína eigin víkingasveit, félagið Rimmugýgi, sem fagnaði 20 ára afmæli í fyrra. Félagarnir eru um 200 og munu sjá um Víkingahátíðina í ár og verður hún á Víðistaðatúni í júní. Við kíktum í heimsókn í nýjar bækistöðvar Rimmugýgjar í Setbergshverfi, þar sem Húsið var áður. Samtökin eru þvert á trúarbrögð og þar er einelti bannað. „Við byrjuðu á forvinnu með því að hóa okkur saman 1996 og stofnuðum svo Rimmugýgi á Þingvöllum 1997. Jörmundur allsherjargoði blessaði okkur við Öxarárfoss. Þá voru félagarnir átta, núna eru þeir um 200,“ segir Hafsteinn Kúld Pétursson, formaður. Félagarnir koma víðs vegar...

Read More

Framboðslisti Bæjarlistans fullskipaður

Bæjarlistinn í Hafnarfirði hefur fullmótað sinn frambjóðendalista, að því er fram kemur í tilkynningu sem senda var fjölmiðlum. Listinn er þannig skipaður:   1 Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar 2 Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður 3 Helga Björg Arnardóttir, tónlistarmaður 4 Sigurður P Sigmundsson, hagfræðingur 5 Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur 6 Klara G Guðmundsdóttir, flugfreyja 7 Böðvar Ingi Guðbjartsson, pípulagningameistari 8 Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri 9 Lilja Eygerður Kristjánsdóttir, lýðheilsufræðingur 10 Númi Arnarson, kennari 11 Jón Ragnar Gunnarsson, viðskiptastjóri 12 Steinunn Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur 13 Baldur Kristinsson, framhaldsskólanemi 14 Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur 15 Jóhanna Valdemarsdóttir, sérkennari 16 Hörður Svavarsson, leikskólastjóri 17 Sara...

Read More

Jóhanna Guðrún og Max sigruðu

Hinn afar fjölhæfi Hafnfirðingur, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov, sem kennir dans hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, stóðu uppi sem sigurvegarar í Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 í kvöld. Vísir greinir frá.  Í þætti kvöldsins dönsuðu Jóhanna og Max Paso Doble og Sömbu og fengu tíu frá öllum þremur dómurum þáttarins fyrir báða dansana. Einkunnir dómara giltu þó ekki í úrslitaþættinum heldur voru það atkvæði áhorfenda í símakosningu sem skáru úr um sigurvegarana. Áhorfendur kunnu þó einnig best að meta Jóhönnu Guðrúnu og Max og því sigruðu þau í keppninni. Eins og margir vita á...

Read More

Glæsilegur árangur hjá DÍH

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar fékk 3 bikarmeistaratitla af 4 mögulegum ásamt fjölda Íslandsmeistaratitla og sigra í danskeppni sem haldin var um síðustu helgi í Íþróttamiðstöð Álftaness. Eingöngu kennarar frá DÍH verða í lokaþætti Allir geta dansað. Dansíþróttasamband Íslands sem hélt Íslandsmótið og sjö erlendir dómarar dæmdu. „Mikil ásókn hefur verið og uppsveifla í dansi að undanförnu og þökkum við það m.a. dansþáttunum á Stöð 2, Allir geta dansað,“ segir Auður Haraldsdóttir danskennari hjá DÍH. „Við áttum upphaflega 9 af 10 dönsurunum sem byrjuðu í þáttunum, en nú eru 4 danspör eftir sem keppa til úrslita næstkomandi sunnudag og erum við svo...

Read More

Hugleiðing um upplifun og orkuvinnslu

Við nýtingu jarðvarma og orkuflutning ber að gæta ýtrustu varúðar. Sjálfbærni nýtingarinnar skal vera tryggð og sjónræn áhrif í lágmarki. Annað er í raun gagnstætt hugmyndafræði fólkvangs sem svæði til útivistar og almenningsnota og rímar tæpast við jarðminjagarð. Með tilkomu jarðvarmavirkjana fylgja sjónræn áhrif, bútun (e. fragmentation), sem virka neikvætt á upplifun fjölda fólks. Hugtakið nær t.d. yfir það þegar heildstætt svæði er rofið í smærri einingar af mannvirkjum s.s. vegum. Þótt töluvert sé í heildina eftir af upprunalega svæðinu verða jaðaráhrif áberandi þar sem hver hluti verður n.k. eyja, slitin úr beinum tengslum við næstu “eyju”. Bútunin er...

Read More