Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Upplandið og framtíðarskipulag Hvaleyrarvatns

Með hækkandi sól fer bæjarbúum að kítla í útivistartærnar. Við í Hafnarfirði búum svo vel að eiga eitt fallegasta og fjölbreytilegasta útivistarsvæði á landinu og þótt víðar væri leitað. Í upplandi Hafnarfjarðar erum við með vötn, fjöll, ósnert hraun, á, læki og skóga. Enda nýtur svæðið sívaxandi vinsælda bæði hjá bæjarbúum og gestum hvaðan af frá. Þessum auknu vinsældum fylgir hinsvegar álag á svæðið og því er mikilvægt að skipulag þess og aðgengi sé til fyrirmynda til að koma í veg fyrir rask og skemmdir. Þess má geta, í þessu samhengi, að Helgafell er í harðri samkeppni við Esjuna...

Read More

Skilaboð frá sálfræðingi til foreldra

Starfsfólki Skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu sá ástæðu til að senda foreldrum grunnskólabarna í Hafnarfirði erindi vegna þess að þeim var gert viðvart um neikvæða umræðu um nemendur í grunnskólum í bænum meðal foreldra á samfélagsmiðlum, s.s. á Facebook. Umræðan hafi átt sér stað á hópvettvangi og á eigin aðgangi og snúist um (meinta) hegðun barna, s.s. ofbeldistilburði og einelti gagnvart samnemendum og öðrum börnum í samfélaginu. Í nokkrum tilvikum hafi nemendurnir verið nafngreindir og frjálslega rætt um hegðun þeirra. „Hegðun og samskipti nemenda er daglegt viðfangsefni bæði skóla og foreldra. Ef foreldrar verða varir við, eða vitni að, alvarlegum...

Read More

Markviss húsnæðisáætlun óskast! 

Forsvarsmönnum Sjálfstæðisflokksins hér í bæ er tíðrætt um mikilvægi þess að leggja áherslu á fjölbreytta búsetumöguleika.  En alla áætlanagerð skortir og engin húsnæðisáætlun er til hér í Hafnarfirði þar sem horft er til markvissrar uppbyggingar á húsnæði fyrir lágtekju- eða millitekjuhópa hvað þá fyrir ungt fólk sem er að reyna að koma sér úr foreldrahúsum. Á meðan er Reykjavík á fullri ferð að vinna eftir húsnæðisáætlun sem er hvort tveggja í senn félagsleg og stórhuga.  Þar sem þúsundir íbúða eru annaðhvort í byggingu eða á áætlun á næstu árum. Þegar þetta er skrifað hefur núverandi meirihluti í Hafnarfirði aðeins...

Read More

Lést eftir fall af hjóli við Hringbraut

Maður á sjötugsaldri lést þegar hann féll á reiðhjóli sínu við Hringbraut hér í bæ á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var maðurinn fluttur á Landspítala og úrskurðaður látinn þar við komuna en hann komst aldrei til meðvitundar eftir fallið. Ekki var um árekstur eða umferðarslys að ræða. Maðurinn átti sögu um veikindi en krufning á að leiða í ljós hver dánarorsök hans...

Read More

Óháðir bæjarfulltrúar um málefni íþróttafélaga

Í tilefni af umræðu um samskipti bæjarfulltrúa og íþróttafélaga er undirrituðum ljúft og skylt að fara yfir breytingar sem við höfum undirrituð unnið að á þeim vettvangi á kjörtímabilinu. Fyrst er að nefna óháða úttekt á fjárhagslegum samskiptum íþróttafélaganna við bæinn. Sú skýrsla varð grunnur að gagngerri endurskoðun á bæði rekstrar- og þjónustusamningum við öll hlutaðeigandi íþróttafélög í Hafnarfirði. Nýju samningarnir byggja á rauntölum úr rekstri og þjónustusamningar á haldbærum gögnum. Samstarf við ÍBH hefur verið eflt, um leið og beint aðgengi einstakra félaga framhjá þeim vettvangi að bæjarstjóra og kjörnum fulltrúum hefur verið takmarkað til muna. ÍBH samþykkti...

Read More