Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Tónlist fyrir börn á Björtum dögum

Á Björtum dögum býður Hljóma börnum á aldrinum 3 – 6  ára í tónlistarstundir við Austurgötu 38. Þar gefst þeim tækifæri til að kynnast barnahörpunni og komast í snertingu við einstakan hljómheim hennar, en hljóðfærið er sérhannað og tilvalið fyrir yngsta tónlistarfólkið. Barnahörpuna er nálgast á hreyfandi og skapandi máta einstök stund búin til saman í litlum hóp. Gestgjafi er Inga Björk Ingadóttir, músíkmeðferðarfræðingur og tónlistarkennari, og einnig eigandi Hljómu. Það verður heitt á könnunni, bakkelsi og drykkir í boði fyrir börnin og foreldra. Gæðastund fyrir fjölskylduna í hjarta...

Read More

Frístundaakstur líka fyrir börn í 3. og 4. bekk

Málefni barna eiga alltaf að vera í forgrunni. Sum verkefni eru einföld á meðan önnur eru flókin. Í haust var farið af stað með nýtt verkefni, að létta undir foreldra með skutli á æfingar barna. Í samtalinu voru foreldrar og ýmis tómstundafélög. Í fyrsta áfanga var farið að keyra börn í 1. og 2. bekk til þeirra tómstunda sem gátu tekið við þeim kl. 15.00 á daginn. Þetta brautryðjandi skref gafst vel og mörg börn hafa nýtt þessa þjónustu. Því ber að fagna að næsti áfangi verður settur á laggirnar í haust, þar sem við byrjum að bjóða börnum í 3. og 4. bekk þessa...

Read More

Upplandið og framtíðarskipulag Hvaleyrarvatns

Með hækkandi sól fer bæjarbúum að kítla í útivistartærnar. Við í Hafnarfirði búum svo vel að eiga eitt fallegasta og fjölbreytilegasta útivistarsvæði á landinu og þótt víðar væri leitað. Í upplandi Hafnarfjarðar erum við með vötn, fjöll, ósnert hraun, á, læki og skóga. Enda nýtur svæðið sívaxandi vinsælda bæði hjá bæjarbúum og gestum hvaðan af frá. Þessum auknu vinsældum fylgir hinsvegar álag á svæðið og því er mikilvægt að skipulag þess og aðgengi sé til fyrirmynda til að koma í veg fyrir rask og skemmdir. Þess má geta, í þessu samhengi, að Helgafell er í harðri samkeppni við Esjuna...

Read More

Skilaboð frá sálfræðingi til foreldra

Starfsfólki Skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu sá ástæðu til að senda foreldrum grunnskólabarna í Hafnarfirði erindi vegna þess að þeim var gert viðvart um neikvæða umræðu um nemendur í grunnskólum í bænum meðal foreldra á samfélagsmiðlum, s.s. á Facebook. Umræðan hafi átt sér stað á hópvettvangi og á eigin aðgangi og snúist um (meinta) hegðun barna, s.s. ofbeldistilburði og einelti gagnvart samnemendum og öðrum börnum í samfélaginu. Í nokkrum tilvikum hafi nemendurnir verið nafngreindir og frjálslega rætt um hegðun þeirra. „Hegðun og samskipti nemenda er daglegt viðfangsefni bæði skóla og foreldra. Ef foreldrar verða varir við, eða vitni að, alvarlegum...

Read More

Markviss húsnæðisáætlun óskast! 

Forsvarsmönnum Sjálfstæðisflokksins hér í bæ er tíðrætt um mikilvægi þess að leggja áherslu á fjölbreytta búsetumöguleika.  En alla áætlanagerð skortir og engin húsnæðisáætlun er til hér í Hafnarfirði þar sem horft er til markvissrar uppbyggingar á húsnæði fyrir lágtekju- eða millitekjuhópa hvað þá fyrir ungt fólk sem er að reyna að koma sér úr foreldrahúsum. Á meðan er Reykjavík á fullri ferð að vinna eftir húsnæðisáætlun sem er hvort tveggja í senn félagsleg og stórhuga.  Þar sem þúsundir íbúða eru annaðhvort í byggingu eða á áætlun á næstu árum. Þegar þetta er skrifað hefur núverandi meirihluti í Hafnarfirði aðeins...

Read More