Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Skarðshlíðarskóli formlega opnaður

Í síðustu viku var Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði opnaður formlega með nemendum og starfsmönnum en á morgun mun verktaki formlega afhenda bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði lykilinn að skólanum og þar með marka lok á fyrsta áfanga uppbyggingarinnar. Meðfylgjandi myndir voru teknar við formlegu opnunina.  Aðeins um Skarðshlíðarskóla Skarðshlíðarskóli tók til starfa haustið 2017 í bráðabirgðahúsnæði en flutti nýverið í glæsilega nýbyggingu í Skarðshlíð í Hafnarfirði. Í fyrsta áfanga uppbyggingar á skólanum eru nemendur skólans í 1. – 4. bekk, í heild 97 nemendur í sex bekkjardeildum. Skólinn er áttundi grunnskóli bæjarins og þegar hann verður fullbyggður verður hann tveggja hliðstæðu grunnskóli...

Read More

Aríur um skömm og örlög í Hafnarborg

Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 12 kemur mezzosópransöngkonan Elsa Waage fram á hádegistónleikum í Hafnarborg ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Á tónleikunum sem bera nafnið Skömm og örlög flytja þær aríur eftir G. Bizet, G. Puccini og R. Wagner sem skrifaðar eru fyrir djúpar kvennmannsraddir. Einnig verða flutt tvö íslensk lög sem oftast eru flutt af karlmönnum. Elsa Waage lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur og síðar í framhaldsnám í Washington D.C. þaðan sem hún lauk B.M. –prófi í tónlist við Catholic University of America. Elsa hefur sungið ýmis óperuhlutverk bæði hér á landi og erlendis og...

Read More

„Það geta allir gert eitthvað“

Heimir Sigurðsson flutti frá Breiðholti til Hafnarfjarðar, nánar tiltekið í Skipalón, fyrir tveimur árum. Hann er hættur að vinna og hefur á þessum tveimur árum skoðað nýja heimabæinn vel. Heimi finnst margt gott gert hér í bæ en mikið vanti upp á snyrtileika, sérstaklega við fyrirtæki og opinbera staði. Hann langar að vekja athygli á þessu og er til í samtal við bæjaryfirvöld um hvað sé hægt að gera betur og jafnvel nýta krafta hans, þekkingu og reynslu. Heimir hefur alla tíð skoðað gaumgæfilega það sem er í kringum hann og segist vera jákvæður á það sem hægt sé...

Read More

Haukahraunið er sprungið

Það fer ekki framhjá neinum sem heimsækir fimleikafélagið Björk á þriðjudags eftirmiðdegi að æfingaaðstaða hjá félaginu er löngu sprungin. Aðstaða og húsnæði félagsins hefur ekki fylgt þeirri miklu aukningu iðkenda sem hefur verið í öllum deildum og hefur í þó nokkur misseri verið milli tvö og þrjú hundruð börn á biðlista hjá félaginu. Hjá félaginu er starfandi fimleikadeild, klifurdeild, taekwondodeild, almenningsdeild ásamt félagadeild og ef skoðaðar eru tölur yfir iðkendur sem eru 12 ára og yngri þá er félagið stærst íþróttafélaga í Hafnarfirði þ.e. með flesta iðkendur 12 ára og yngri. Aðstöðuleysi félagsins mun hefta frekari uppbyggingu og eðlilega...

Read More

Demanturinn við Hringtorgið

Veitingahúsið A. Hansen er kennt við Fendinand Hansen sem rak verslun í húsinu frá 1914 til æviloka árið 1950. Húsið var byggt árið 1880 og er næstelsta hús bæjarins, en elsta er sjálft Sívertsen húsi sem stendur við hlið þess. Í febrúar á þessu ári skipti veitingahúsið um eigendur, sem hafa síðan þá tekið ærlega til hendinni og lagt mikið fjármagn í að dytta að því, þó ávallt með mikilli virðingu fyrir sögu þess og uppruna. Við hittum annan rekstraraðilann og yfirmatreiðslumanninn Silbene Dias, sem einnig hefur endurbætt matseðilinn. Silbene hefur eldað frá barnæsku og hefur unnið á veitingahúsum...

Read More