Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Rannsaka samskipti kynjanna

Menningarfélagið mooz sýnir Allt sem er fallegt í lífinu í Gaflaraleikhúsinu næstkomandi laugardag. Verkið var frumsýnt í lok ágúst í félagsheimili Seltjarnarness við góðar undirtektir. Tvær sýningar verða, klukkan 15 og 20 og boðið verður upp á umræður eftir hana. Sýningin rannsakar samskipti kynjanna með hugmyndum félagsfræðingsins R.W. Connells um ríkjandi karlmennskugerðir til hliðsjónar. Hópurinn vann sýninguna í samsköpun undir listrænni stjórn Stefáns Ingvars Vigfússonar, en BA ritgerð hans af sviðshöfundabraut var innblástur hennar: „Í ritgerðinni skoða ég leikritin SOL eftir Sóma þjóðar og Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson. Á yfirborðinu eiga þessa verk sáralítið sameiginlegt, annað en gefa karlmönnum mikið...

Read More

Tryggja eigi bólusetningar hafnfirskra barna

Eins og fram hefur komið í fréttum vill borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Einnig hefur sóttvarnarlæknir lýst yfir áhyggjum af minnkandi þátttöku í almennum bólusetningum og megi jafnvel búast við að hér á landi fari að sjást sjúkdómar sem ekki hafi sést um árabil. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnafirði tekur undir þessar áhyggjur. „Eftir umræðuna sem hefur átt sér stað um þessi mál í Reykjavík hef ég verið dálítið hugsi. Mér finnst að við eigum að tryggja það að öll börn í Hafnarfirði séu bólusett...

Read More

Lækjargata 2 – Mótmæli íbúa

Í síðasta tölublaði Fjarðarpóstins er fjallað um uppbyggingu á Dvergsreitnum. Farið er yfir ferlið og skipulagsforsögn sem var forsenda nýgerðra deiliskipulagsbreytinga. Vitnað er í forsögnina með þessum orðum „ Í skipulagsforsögninni segir m.a. að almennt skuli ekki gera ráð fyrir að byggt verði hærra en 2 hæðir og nýtanlegt ris.“ Hér er rétt að öll málsgrein forsagnarinnar sé birt, en þar segir „Leitast skal við að fella húsin að aðliggjandi húsum við Lækjargötu og Brekkugötu hvað varðar form, efnisval og stærðarhlutföll, þannig að þau virki sem eðlilegt framhald af þeirri byggð. Almennt skal ekki gera ráð fyrir að byggt...

Read More

Snyrtileikinn 2018 afhentur

Hafnarfjarðarbær afhenti viðurkenningar fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði við hátíðlega athöfn í húsnæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í blíðaskaparveðri miðvikudaginn 29. ágúst. Fjöldi ábendinga frá bæjarbúum og starfsmönnum fyrirtækja í Hafnarfirði barst þegar óskað var eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð lóða og garða í sveitarfélaginu. Nánar verður fjallað um hverja viðurkenningu fyrir sig í tölublaði Fjarðarpóstsins í næstu viku.  Eigendur garða við Álfaskeið 85, Brekkuás 15, Erluhraun 15, Fjóluhvamm 9, Gauksás 37, Hellisgötu 7, Jófríðarstaðaveg 13 og Spóaás 18 fengu viðurkenningu fyrir fallega og snyrtilega garða með fjölbreytni í gróðri, góða hirðingu og metnað í...

Read More

Stór leikvöllur fyrir fjölskylduna

Sigríður Margrét Jónsdóttir, eða Sigga Magga í Litlu Hönnunar Búðinni, heldur utan um glænýjan viðburð, Lifandi Thorsplan, sem fram fer næstkomandi laugardag. Þar verður megináherslan á upplifanir fyrir börn og fjölskyldur þeirra og heilmargt verður í boði.    Sigga Magga segir að smávegis pælingar hafi verið með dagetningu fyrir þennan viðburð en eftir að hafa spjallað við Pál Eyjólfsson hafi verið ákveðið að „teika“ bæjarhátíðina Hjarta Hafnarfjarðar. „Það er alveg tilvalið því okkar viðburður hefst klukkan 12 og lýkur klukkan 17. Þá byrjar dagskráin hjá Hjarta Hafnarfjarðar og Strandgatan verður lokuð á þessu svæði á sama tíma.“   Verður...

Read More