Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Hjarta Hafnarfjarðar – svona var stemningin

Tónleikahátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fór fram um þarsíðustu helgi og var gríðarleg ánægja með framtakið og Bæjarbíó vel sótt öll þrjú kvöldin. Páll Eyjólfsson, einn skipuleggjenda og faðir hátíðarinnar, hefur látið eftir sér fara að hún munu verða árleg. Ljósmyndari Fjarðarpóstins, Eva Björk, var á staðnum á fimmtudagskvöldinu og tók þar meðfylgjandi myndir.  Þór Bæring og Hulda.  Séð yfir salinn. Jón Jónsson í einni af sínum svaðalegu innlifunum.  Áhorfendur líka.  Bjartmar Guðlaugsson hafði engu gleymt.  Bo Halldórsson mætti með nokkra alþekkta slagara.  Þarna gerðist eitthvað rosalega fyndið.  Áhorfendur létu vel í sér heyra.  Friðþjófur Helgi, Andri, Bergrún Íris og Rósa. ...

Read More

Minningin lifir áfram í bókinni

Ástríður Sólrún Grímsdóttir gaf nýverið út barnabókina Nú erum við í ljótum málum. Sögur af Týra og Bimbó til minningar um dótturdóttur sína og nöfnu, Ástríði Rán Erlendsdóttur sem féll fyrir eigin hendi á Vogi í september 2014. Hún hefði orðið 25 ára gömul 31. júlí síðastliðinn. Sögurnar urðu til þegar Ástríður yngri var lítil og þær fjalla um tvo hunda sem lenda í allskonar ævintýrum. „Hún var mikið hjá mér og það voru mjög mikil samskipti okkar á milli og við nánar. Það er oft verið að plata mat ofan í ung börn eða nota aðferðir við að...

Read More

Plastsöfnun við heimilin innan fárra mánaða

Í undirbúningi er samstarf Sorpu bs. og Hafnarfjarðarbæjar um að koma upp tækjabúnaði sem gerir bæjarbúum kleift að hefja plastsöfnun við heimilin sín. Rósa Guðbjarsdóttir, formaður bæjarráðs og fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn Sorpu bs, segir í samtali við Fjarðarpóstinn að hún geri ráð fyrir að þetta geti orðið að veruleika innan fárra mánaða. „Áhugi á flokkun úrgangs hefur aukist mjög, sérstaklega pappírs og plasts, og íbúar hafa kallað eftir því að geta skilað plasti við heimili sín í stað þess að þurfa að fara með það í grenndargáma eða á endurvinnslustöðvar,“ segir Rósa, en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru í...

Read More

Hvað vilt þú sjá í St. Jósefsspítala?

Undanfarin ár hefur Hafnarfjarðarbær átt í samningaviðræðum við ríkið um kaup bæjarins á 85% hlut þess í St. Jósefsspítala við Suðurgötu 41. Mikilvægum áfanga var því náð  í sumar þegar Hafnarfjarðarbær eignaðist húsnæðið að fullu. Í kaupsamningi um húsið skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til þess að reka almannaþjónustu í húsinu í 15 ár og hefja starfsemi innan þriggja ára. Með almannaþjónustu er átt við starfsemi í félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, menningar- og fræðslustarfsemi eða annarri sambærilegri þjónustu sem almenningur sækir. Tillögur um framtíðarnot þurfa að rúmast innan þess ramma sem þarna er settur en stærð hússins, sem er tæplega 3000 fm, opnar...

Read More

Eini konfektvagninn í heiminum kominn í Hafnarfjörð

Halldór Kristján Sigurðsson konfektgerðarmeistari hefur leiðbeint Íslendingum í konfektgerð undanfarin 20 ár eða síðan 1997 hann hélt fyrsta námskeiðið í eldhúsinu hjá móður sinni. Konfektvagninn er hugarfóstur Halldórs sem segir hann eina sinnar tegundar í heiminum.   Vagninn er staðsettur við Thorsplan. Eftir að Halldór hélt fyrsta námskeiðið vatt framtakið svo upp á sig og áhugi á konfektgerð meðal landsmanna jókst með árunum og þá sérstaklega fyrir jólin. „Mér datt svo í hug að kynna konfektgerðina fyrir erlendum gestum og þá kviknaði hugmyndin að láta smíða sérútbúinn vagn sem er í raun kennslustofa á hjólum. Þó að erlendir gestir komi er vagninn...

Read More