Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Andlitsliturinn

Fyrir nokkrum árum sótti ég myndlistarnámskeið. Meðal nemenda var hávaxin, tignarleg ung kona með sítt svart hár. Það geislaði af henni á svo einstakan hátt. Ég gaf mig á tal við hana og komst að því að hún hafði verið ættleitt frá Sri Lanka. Það var svo skemmtilegt að hlusta á hana segja frá sjálfri sér og hún var stolt af uppruna sínum samhliða því að vera hamingjusöm á Íslandi. Sjálf fylltist ég stolti þegar ég hugsaði til þess hversu mörg íslensk pör hafa í tímans rás tekið börnum af erlendum uppruna opnum örmum og þau orðið ein af...

Read More

Fálkarnir bjóða í vítaspyrnukeppni við bókasafnið

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði var sett í morgun þriðja skiptið. Hátíðin í ár er helguð Guðrúnu Helgadóttur, rithöfundi og Hafnfirðingi.  Guðrúnu þarf vart að kynna fyrir nokkrum núlifandi íslendingi en titlar hennar telja á þriðja tug verka auk fjögra leikrita eða leikverka. Þannig öðlaðist hún sinn sess í  sem einn ástsælasti rithöfundur okkar tíma. VÍTI Í VESTMANNAEYJUM OG JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Í BÍÓ Um helgina heldur veislan áfram en sérstök áhersla er á þá höfunda sem nú búa í Hafnarfirði eins og Gunnar Helgason leikara og rithöfund sem býr í Hafnarfirði. Það vill svo skemmtilega...

Read More

„Gott að eldast í Hafnarfirði“

Það var 26. mars 1968 sem 20 framsýnir borgarar komu saman í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu til að stofna Styrktarfélag aldraðra. Tilgangur félagsins var að vinna að velferðarmálum eldri borgara í bænum. Í dag heitir það Félag eldri borgara í Hafnafirði, fjöldi félaga er kominn yfir 1500 og starfsemin er á þremur stöðum í bænum. Við ræddum við Valgerði Sigurðardóttur, 9. formann félagsins, en hún hefur sinnt því hlutverki undanfarin tvö ár. Styrktarfélag aldraðra var fyrsta félagið á landsvísu með velferð eldri borgara að leiðarljósi. Uppleggið hjá félögum þess var að byggja upp íbúðir fyrir aldraða, setja á stofn dvalarheimili og...

Read More

Iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri byggð

Hafnarfjarðarbær mun taka stórfelldum breytingum á næstu árum þegar stórt iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri íbúðabyggð fyrir um sex þúsund manns. Formaður skipulagsráðs á von á að uppbygging geti hafist strax á næsta ári. Áformin voru kynnt Hafnfirðingum á fundi í Bæjarbíói í kvöld og var viðburðurinn einnig í beinni útsendingu á vefnum. Stöð 2 fór vel ofan í saumana á málinu í kvöldfréttum.  Fullur salur var á kynningunni í Bæjarbíói og því mikill áhugi bæjarbúa á að kynna sér þessar fyrirhuguðu breytingar. Hér er fundurinn í heild sinni: Posted by Hafnarfjarðarbær on 14. mars...

Read More

Munaði engu að stórslys yrði á Reykjanesbraut

Vegfarandi á kaflanum frá álverinu í Straumsvík og að tvöföldun Reykjanesbrautar við Hvassahraun náði með naumindum að bjarga eigin lífi og barna sinna, seinni partinn í dag, með því að aka út í kant þegar ökumaður sem á móti kom sýndi vítavert aksturslag. Sjá meðfylgjandi myndband.  Vegfarandinn birti myndbandið inni á Facebook síðunni Stopp hingað og ekki lengra  þar sem m.a. er þrýst á stjórnvöld að tvöfalda Reykjanesbrautina alla leið. Þetta er annað myndbandið á skömmum tíma sem næst af víðaverðum akstri á þessum kafla, en fyrra myndbandið náði saltbíll á leiðinni norður Reykjanesbraut. Þá mátti engu muna heldur....

Read More