Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Forsetinn mætti á hjólandi frá Bessastöðum

Hin árlega ráðstefna Hjólum til framtíðar fór fram í Bæjarbíó í liðinni viku og þar afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson Hjólaskálina. Hann kom að sjálfsögðu hjólandi frá Bessastöðum og tók ferðalagið 25 mínútur. Það var fyrirtækið Isavia sem tók við viðurkenningunni þetta árið fyrir einstaklega góða aðstöðu fyrir hjólreiðafólk í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Guðni Th. Jóhannesson, Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia og Sesselja Traustadóttir. Mynd: Hafnarfjarðarbær.  Ráðstefnan var á vegum Hjólafærni og Landsamtaka hjólreiðamanna og var meginþema ráðstefnunnar ánægja og öryggi hjólandi vegfarenda með lausnamiðuðu ívafi fyrir léttflutninga í þéttbýli. Þegar Guðni Th. Jóhannesson afhenti viðurkenninguna til...

Read More

Umdeild gatnamót á borði bæjarins

Ein fjölförnustu gatnamót í Hafnarfirði eru á mótum Álfaskeiðs og Flatahrauns. Eftir fjölmargar ábendingar frá bæjarbúum um að þessi gatnamót væru varhugaverð, birtum við myndband á Facebook síðu okkar sem tekið var upp með dróna. Ekki þurfti nema fjórar mínútur af upptöku til að sjá hætturnar sem leynast þarna á háannatíma. Fjarðarpósturinn leitaði svara hjá Lögreglunni í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæ.  Börn á ýmsum aldri eru meðal þeirra sem leita í verslanakjarnann þar sem gamla Ofnasmiðjan var til að kaupa sér næringu. Í nágrenninu eru Lækjarskóli, Brettafélag Hafnarfjarðar, Fimleikafélagið Björk og FH. Nokkrir foreldrar sögðust beinlínis óttast um börnin sín...

Read More

Kátt á konukvöldi

Eldhressar, hláturmildar og margar léttvínslegnar skvísur gengu á milli verslana og veitingastaða sem voru með opið til níu sl. föstudagskvöld. Tilefnið var Konukvöld við Strandgötu. Konunum var vel tekið og með góðri þjónustu, tilboðum og sums staðar voru veitingar. Fjarðarpósturinn kíkti við....

Read More

„Hvor ykkar ert þú núna?“

Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og Guðni Ágústsson fyrrum stjórnmálamaður hafa slegið í gegn vítt og breitt um landið með 20 sýningar af uppistandinu Eftirherman og Orginallinn. Þeir voru með sýningu síðastliðinn sunnudag í Bæjarbíói og verða með tvær í viðbót þar. Fjarðarpósturinn hitti þá félaga sem margir hafa ruglað saman í tímans rás. Viljandi setjum við viðtalið upp sem samtal í anda skemmtunar þeirra.   Jóhannes: „Ég hef lifað af listinni sem skemmtikraftur síðan 1982. Það er mjög ávanabindandi og skemmtilegt og sem betur fer hefur alltaf gengið vel. Ég á þeim sem ég hermi eftir mikið að þakka því...

Read More