Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

45 lóðir auglýstar til úthlutunar

Hafnarfjarðarbær hefur auglýst 45 lóðir fyrir um 90 íbúðir til úthlutunar í nýju og vistvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð. Svæðið liggur sunnan og vestan Ásfjalls og er skjólsælt svæði umvafið mikilli náttúrufegurð. Í skipulagi og hönnun er rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Öll aðstaða verður til fyrirmyndar í hverfinu og til marks um það var fyrsta skóflustunga að Skarðshlíðarskóla tekin í haust sem leið og standa framkvæmdir yfir við hann núna. Skólinn mun samanstanda af húsnæði fyrir 2ja hliðstæðu grunnskóla um 6.800 m2, tónlistarskóla um...

Read More

Höfnin okkar í góðum málum

Hafnarfjarðarhöfn er ein elsta höfn landsins, á sér merka sögu og er einstök frá náttúrunnar hendi.   Rekstur hafna á Íslandi hefur verið erfiður mörg undanfarin ár og höfum við í Hafnarfirði ekki farið varhluta af því. Hér var blómleg fiskihöfn og öflug togaraútgerð en á örfáum árum hvarf öll útgerð frá bænum og þar með stór tekjulind hafnarinnar. Árið 2014 auðnaðist mér að taka við sem formaður Hafnarstjórnar og við sem skipuðum meirihluta bæjarstjórnar fórum í miklar rekstarhagræðingar undir forystu Haraldar L.  Haraldssonar bæjarstjóra. Höfnin var þar ekki undanskilin þar sem lítill hagnaður var af rekstri og skuldastaðan þung. ...

Read More

Öflug og samhent forysta

Fyrir fjórum árum urðu kaflaskil við stjórn Hafnarfjarðarbæjar, þar sem við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hlutum frá kjósendum brautargengi sem leiddi til myndunar á nýjum meirihluta með samstarfsflokki okkar. Þar hófst uppbyggingarstarf sem tekið hefur verið eftir og felur í sér enn frekari tækifæri til umbóta í fjármálum bæjarfélagsins og þjónustu við íbúa og fyrirtæki. Með farsælu samstarfi við bæjarstjóra, sem ráðinn var til þeirra verkefna sem lágu fyrir við upphaf kjörtímabilsins, og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar, hefur tekist að snúa rekstri bæjarins til betri vegar, bæta fjárhagsstöðu hans og leysa Hafnarfjarðarbæ úr áralangri gæslu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Jafnframt því sem rekstur...

Read More

Til höfunda aðsendra greina

Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og í aðdraganda þeirra má eðlilega búast við meira flæði aðsendra greina en venjulega. Fjarðarpósturinn er frjáls og óháður miðill og við viljum kappkosta að bjóða lesendum okkar upp á fjölbreytt efni. Það sem fjölbreytnin felur í sér er líka að lesendur hafi möguleika á sjá greinar frá flestum eða öllum framboðsöflum, innan um greinar annars eðlis. Við minnum á að skilafrestur fyrir aðsendar greinar er í síðasta lagi á hádegi á þriðjudegi, en við verðum þó að vita af þeim fyrr, eða í síðasta lagi á hádegi á mánudegi. Greinarnar mega ekki vera lengri en...

Read More

Slím- og húsagerð í vetrarfríinu

Vetrarfrí voru í grunnskólum bæjarins í liðinni viku og vikunni þar áður. Margir skelltu sér á skíði í öðrum landshlutum, eða nutu útiveru á annan hátt. Veðrið hér við suðvesturströndina var ekki skaplegt og voru því fjölmargir sem nýttu sér það sem Hafnarfjarðarbær bauð upp á að gera innandyra á vetrarfrísdögunum. Fjarðarpósturinn kíkti við í smáhúsagerð í Hafnarborg og slímgerð í Bókasafni Hafnarfjarðar.  Myndir: OBÞ.   Myndir:...

Read More