Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Fastir bílar í flughálku í Heiðmörk

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var boðuð út á áttunda tímanum í gærkvöldi vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Tveir hópar björgunarsveitafólks voru komnir á vettvang um klukkan átta. Flughált var á þessum slóðum í gærkvöldi og var ekki talið heppilegt að reyna að koma bílunum í burtu, sem flestir voru fólksbílar. Því voru 11 manns fluttir af vettvangi og aðstoðaðir við að komast til byggða en bílar þeirra skildir eftir. Þegar verkefnum var lokið á vettvangi, fór björgunarsveitafólkið akandi um alla helstu vegi í Heiðmörk og gengu úr skugga um að...

Read More

„Yndislegt að eldast“

Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari býr við Móabarð hér í bæ ásamt fjölskyldu sinni og tengdafaðir hennar býr á neðri hæðinni. Fyrir 35 árum stofnaði Kristín fyrirtæki kennt við NO NAME snyrtivörurnar og er einna þekktust fyrir það, sem og förðunarskóla, námskeið, fyrirlestra og kynningar um allt land. Í dag rekur hún verslun, förðunarstúdíó og -skóla við Garðatorg. Persónulega þjónustan Fimm mínútna förðun er vinsæl því í henni leggur Kristín áherslu á svokallað „less is more“ til að draga fram það besta í hverri konu.   „Ég er algjörlega A-týpan og þarf sífellt að vera að og ég hef rosalega...

Read More

Gerðið

„Beygðu til vinstri tvöhundruð metrum vestan við hestagerðið“. Þetta voru leiðbeiningarnar sem ég heyrði mann gefa öðrum hér á Strandgötunni. Mér hlýnaði ægilega um trénaðar hjartaræturnar við að heyra þetta innanbæjar og við að sjá hrauka af hrossaskít á dreif um götuna. Mér leiðist nútíminn. Hann er orðinn eitthvað svo hreinn, svo gerilsneyddur, svo fullur af „passaðu þig“ reglum svo þú upplifir lífið örugglega á réttan, öruggan og gerilsneyddan máta, og ekki öðruvísi. Ég hef séð svartan hrábít á vappi um miðbæinn án þess að af hlytist mannskaði og börnin mín klófestu mjög smágerða risaeðlu í sumar. Risaeðlan er...

Read More