Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Málþing um samstarf skóla og félagsþjónustu

Hafnarfjarðarbær blæs til sameinaðs málþings í næstu viku undir yfirskriftinni „Þjónusta við börn og ungmenni í Hafnarfirði“ en það fer fram í Hraunvallaskóla. Það eru tvö umfangsmestu svið sveitarfélagsins, fræðslu- og frístundaþjónusta og fjölskylduþjónustan sem standa sameiginlega að málþinginu en síðustu misseri hafa sviðin markvisst unnið að enn meira samstarfi í ýmsu málaflokkum sem snúa að börnum og unglingum og fjölskyldum þeirra með það í huga að geta veitt þeim betri þjónustu og fyrr en áður hefur þekkst. Þó það sé ákveðinn rauður þráður í málþinginu er þó engu að síður um að ræða heildstæða og öfluga yfirlitsmynd af starfseminni og...

Read More

Erla Björg og Halla María Íslandsmeistarar

Keppendur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar stóðu sig vel á Meistaramóti Íslands í badminton sem fram fór í TBR húsunum við Gnoðarvog um liðna helgi. Erla Björg Hafsteinsdóttir og Halla María Gústafsdóttir urðu Íslandsmeistarar og auk þess komu átta silfurverðlaun í hlut BH-inga. Erla Björg, sem keppir í meistaraflokki, varð Íslandsmeistari í tvenndarleik ásamt Kristófer Darra Finnssyni úr TBR. Hún vann einnig silfurverðlaun í tvíliðaleik kvenna en þar lék hún með Snjólaugu Jóhannsdóttur úr TBR. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Erlu í tvenndarleik í meistaraflokki en hún hefur tvisvar sigraði í tvíliðaleik, 2009 og 2014. Halla María Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í einliðaleik...

Read More

Hafnfirðingar bjóða heim í heilsubæinn

Menningar og þátttökuhátíðin Bjartir dagar verður haldin í næstu viku eða dagana 18.-22. apríl í tengslum við Sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Bjartir dagar er þátttökuhátíð og byggir á því að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki þátt í að skapa viðburði um allan bæ sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem aðrir skipuleggja. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga enda er Sumardagurinn fyrsti hluti af hátíðarhöldunum. Ýmsir tónlistarviðburðir skipa stóran sess í dagskrá Bjartra daga í ár og á föstudagskvöld verða söfn, verslanir og vinnustofur listamanna opnar fram á kvöld. Þá standa...

Read More

Rekstrarafgangur og engin lán tekin 2017

Fjármálastaða Hafnarfjarðarkaupstaðar hefur styrkst umtalsvert á undanförnum árum. Þessi styrking kemur vel fram í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Rekstrarafgangur fyrir A- og B-hluta nam 1.326 milljónum króna og veltufé frá rekstri var 3.646 milljónir króna, sem samsvarar 14,4% af heildartekjum. Þessi góða afkoma hefur leitt til þess að sveitarfélagið tók engin lán á árinu 2017 sem er annað árið í röð og langtímaskuldir voru greiddar niður um 300 milljónir króna umfram gjaldfallnar afborganir á árinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Framkvæmdir standa yfir við nýjan grunn-, leik- og tónlistarskóla í Skarðshlíð, nýtt æfinga- og kennsluhúsnæði hjá...

Read More

Fjölskyldur hreinsuðu umhverfið saman

Skipulögð vorhreinsum á vegum Hafnarfjarðarbæjar stendur nú yfir og fram á fimmtudag. Um helgina voru tekin fyrir svæðin umhverfis Lækjarskóla og Setbergsskóla. Fáir mættu, eða alls á þriðja dug, en þau sem tóku þátt eiga heiður skilið fyrir mikinn dugnað og gott framtak. Var aðallega um að ræða fjölskyldur og fólk notaði góða veðrið í að taka til hendinni. Einn viðmælandi Fjarðarpóstins hafði það á orði að einhvern tímann hefðu nú miklu fleiri frambjóðendur til sveitarstjórnarkosninga látið sjá sig á svona viðburði. Þegar búið var að týna og plokka var öllum boðið til grillveislu við Suðurbæjarlaug. Myndir OBÞ.   ...

Read More