Höfundur: Ólafur Svavarsson

Íbúafundur á Völlunum: Vilja efla öryggiskennd íbúa

Íbúafundur fór fram á dögunum í Hraunvallaskóla þar sem rædd voru ýmis mál sem brunnið hafa á íbúum hverfisins eftir fréttir um tælingar og meintar tælingar. Eitthvað var um að börn upplifðu sig ekki örugg í hverfinu. Jón Arnar Jónsson, formaður íbúasamtaka á Völlunum, stóð fyrir fundinum og til máls tóku Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Andri Ómarsson, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ, Margeir Sveinsson, stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði og Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur. Til umræðu voru vöktun akstursleiða, nágrannavarsla, samtal við börn um tælingu og glæpi og fyrirbyggjandi aðgerðir.   Vilja fá sem flestar tilkynningar Margeir Sveinsson, stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði,...

Read More

HEIMA hátíðin 2017 verður 19. apríl

Tónlistarhátíðin HEIMA 2017 fer fram í Hafnarfirði 19. apríl – síðasta vetrardag. Hátíðin markar upphaf Bjartra daga, bæjarlistahátíðar Hafnfirðinga sem standa mun yfir dagana 19.-23. apríl. HEIMA-hátíðin er haldin í fjórða skipti og má með sanni segja að hún hafi svo sannarlega fest sig í sessi sem skemmtileg og öðruvísi tónlistarhátíð. Boðið er upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir sem og listamenn eiga að venjast. Fjölskyldur munu sem fyrr opna heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar og í hverju húsi spila tveir mismunandi listamenn eða hljómsveitir. Fríkirkjan í Hafnarfirði hefur ákveðið opna dyr sínar fyrir HEIMA-fólki auk...

Read More

„Mun skella í eitt lag fyrir sumarið“

Jón Jónsson ætlar að halda tónleika í Bæjarbíói á morgun föstudaginn 7. apríl. Hann heldur ekki tónleika á hverjum degi í heimabænum og gefst bæjarbúum því kjörið tækifæri að kíkja á kappann, sem ætlar að að fá tónleikagesti til að fara brosandi inn í helgina. Jón gaf Fjarðarpóstinum af tíma sínum í vikunni og leyfði okkur að kynnast sér aðeins betur. Hann gaf meira að segja í skyn að brúðkaup sé í vændum í sumar. Hvaðan ert þú? „Ég er úr Hafnarfirðinum fagra, trúlofaður Hafdísi Björk og saman eigum við Jón Tryggva, þriggja ára og Mjöll, tveggja ára. Eftir...

Read More

Að gangast við nöfnum

Við Kirkjuveg 5 stendur afar fallegt hvítt hús, byggt 1922, sem áður var læknisbústaður. Þar búa hjónin Eiríksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir, lista- og fræðikona og Jónas Jónasson framkvæmdastjóri. Amma og afi Jónasar byggðu húsið. Þegar inn er komið má sjá litríka veggi, mublur og listaverk um alla íbúð. Eiríksína lýsir því hversu tímafrekt hefur verið fyrir hana að heita nafninu sínu, sem hún þó er mjög stolt af og vill ekki heita annað. Enda var hún skírð yfir kistu ömmu sinnar og alnöfnu sem var þekktur kvenskörunugur á æskuslóðunum á Siglufirði. Amma hennar hafði mætt á fæðingarstofuna þegar Eiríksína var...

Read More

Handtínt, handpakkað og íslenskt

Við enda Austurgötu, við lækinn, stendur fallegt þriggja hæða hús, númer 47. Það var byggt í byrjun 20. aldar og hefur hýst ýmis konar starfsemi, m.a. matarbúð. Árið 1990 keyptu hjónin Þóra Þórisdóttir og Sigurður Magnússon húsið og 20 árum síðar hófu þau rekstur Gömlu matarbúðarinnar undir heitinu Urta Islandica. Það sem fyrst var á kennitölu Þóru en árið 2013 fór það yfir í einkahlutafélag. Þóra og Sigurður eiga fyrirtækið ásamt börnunum þeirra fjórum, systur og móður. Í dag er rekstur þess í höndum hjónanna, Láru dóttur þeirra og Fríðu systur Þóru og eru starfsmenn allt að 16 yfir...

Read More