Höfundur: Ólafur Svavarsson

Leggur á sig þrekraun til styrktar bræðrum sem misstu föður sinn

Eva Lind Helgadóttir er 37 ára gömul þriggja barna móðir frá Hafnarfirði sem býr nú í Sviss. Eva Lind hafði ekki stundað hlaup að ráði er hún ákvað um síðustu áramót að taka þátt í Jungfrau-maraþoninu sem eru hvorki meira né minna en 42,2 kílómetrar og 1800 metra hækkun og fer fram í svissnesku ölpunum. Tilefni hlaupsins er einstakt en Eva Lind hleypur til styrktar tveimur ungum bræðrum og frændum sínum, Sindra Dan og Snævari Dan Vignissonum, en faðir þeirra, Vignir Grétar Stefánsson, lést fyrir aldur fram þann 16. desember síðastliðinn. Eftir hið sviplega andlát Vignis komst fjölskylda hans...

Read More

Ólympíuleikar toppa allt

Afrek hafnfirsku sundkonunnar, Hrafnhildar Lúthersdóttur, hafa líklega ekki farið fram hjá neinum. Hún hefur vakið athygli fyrir vasklega frammistöðu á Ólympíuleikunum en ekki síður fyrir geislandi framkomu. Fjarðarpósturinn náði tali af henni í Ríó. „Þetta ár er búið að vera frábært, verðlaun á EM og úrslit á Ólympíuleikum og HM er náttúrulega bara æðislegt! Þegar ljóst var að ég myndi synda til úrslita í Ríó upplifði ég ákveðinn létti. Ég hafði náð markmiði sem mig hafði dreymt um svo lengi. Ég varð alveg orðlaus á þessu augnabliki – auðvitað hæstánægð en á sama tíma nokkuð róleg. Ég vissi að...

Read More