Höfundur: Ólafur Svavarsson

„Draumurinn að semja fyrir kvikmyndir“

Stefán Örn Gunnlaugsson er tónlistarmaður sem fer mikinn án þess þó að láta fara mikið fyrir sér. Hann spilar á píanó og hljómborð með helsta tónlistarfólki landsins, semur og tekur upp tónlist fyrir sig, leikhús, tölvuleiki og myndir og lýsir sér sem rólegri, einrænni félagselskandi tilfinningaveru. Stefán er sonur þeirra hjóna Gunnlaugs Stefán Gíslasonar listmálara og Áslaugar Ásmundsdóttur. Hann er uppalinn í Hafnarfirði og gekk fyrstu skólaárin í Engidalsskóla þar sem hann bjó á Breiðvanginum í Gull-blokkinni svokölluðu vegna þess að hún var gul en fór svo og upplifði frábær unglingsár í Víðistaðaskóla eins og hann segir sjálfur. Hann...

Read More

Þorrablót Hrafnistu Hafnarfirði – myndir

Árlegt þorrablót var haldið á Hrafnistu í Hafnarfirði á dögunum. Minni karla flutti María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna og minni kvenna Jón Svanberg Hjartarson frá Landsbjörgu. Guðrún Gunnarsdóttir söngkona skemmti ásamt Böðvari Guðmundssyni...

Read More

Draumur að leika með fóstbræðragenginu

Tryggvi Rafnsson er líklega einn þekktasti Hafnfirðingurinn þessa dagana. Hann lék sjálfan forseta Íslands í áramótaskaupinu í ár og vakti mikla athygli. Hann er 100% Hafnfirðingur eins og hann orðar það sjálfur og segist hæfileg blanda af fullorðnum kjána og ábyrgum fjölskylduföður. Tryggvi er í sambúð með Þóru Elísabetu Magnúsdóttur og svo eru snillingarnir á heimilinu, eins og hann orðar það, bræðurnir Ívan Ingi 14 ára og Ísak Darri 2 ára og gullfiskurinn Pétur. Tryggvi segist vera þessi geggjaða blanda úr Norðurbænum og Setberginu. Hann var lengst af í Setbergsskóla og fór svo þaðan í Flensborg. Hann tók mastersgráðu...

Read More