Höfundur: Tómas Axel Ragnarsson

Dagur í lífi föður

Það gerist svo margt í Hafnarfirði sem ég held að gerist hvergi annarsstaðar. Einn sólríkan vordag röltum við Jökull niður að tjörninni við Hafnarborg með fjarstýrða bátinn sem bróðir gaf honum í afmælisgjöf. Pabbinn tefst á spjalli við hornfirskan gullmangara og bregður heldur í brún þegar hann kemst loks niður að pollinum. Var þar staddur hópur kvendýra sem flest áttu það sameiginlegt að vera löngu komin úr kaskó. Fyrir hópnum fór ægilega vígalegt eintak íklætt dragt sem hefði gert danadrottningu afbrýðisama. Ríghéldu þær bæði í Jökul og bátinn, töluðu hátt um eigin dugnað í þeim efnum og misstu sig...

Read More

Frelsið er yndislegt

Ég fer mikið með ormana mína upp fyrir bæinn. Einn daginn man ég að tveir nafntogaðir menn komu ríðandi ægilega vígalegir á klárunum sínum að Hvaleyrarvatni. Að þustu hundarnir mínir og gerðu heiðarlega tilraun til að þefa af rössum aðkomudýranna eins og hunda er vani. Svo streymdi að her barna til að klappa bæði hundum og hestum. Eini gallinn við þessa stórskemmtilegu uppákomu var að þetta var allt harðbannað. Hundar og hestar voru þarna staddir í trássi við regluverk. Ég þakka bara fyrir að hafa ekki þurft að hafa börnin í bandi. Ég hlusta ekki á svona vitleysisþvælu. Hundurinn...

Read More

Vorboðar

Vetri er að ljúka. Þetta var samþjappaðasti vetur sem ég hef lifað, við fengum rosalega langt og milt haust þar til skyndilega kyngdi niður heilum vetrarbirgðum af snjó á einni nóttu og síðan ekki söguna meir. Fleiri eru teiknin um að náttúran sé að umpólast. Lóan mætti á svæðið, albúin að kveða burt snjó og fylla hjörtu landsmanna gleði, en henni var mætt þetta árið með ramakveini líffræðinga ,sem virðast nýkomnir af paranojuseminari hjá einhverri amerískri þjóðvarnarstofnun, og söngur líffræðinganna var FUGLAFLENSA!!! Verið öll á varðbergi. Þessu nenni ég ekki. Ég vil hafa gaman af þessu lífi. Leyfum Garðabæ...

Read More

Hel….s snjóskóflan

Það er fátt jafn hallærislegt og miðaldra karldýr sem hamrar á því við ungviðið hvað allt hafi nú verið erfiðara en jafnframt miklu betra í gamla daga því harðræðið á víst að vera svo agalega gott fyrir andlega sálarheill. Ég er með endemum óminnugur, ég er eitt alversta vitni um eigin jarðvist sem anda dregur á þessari plánetu. En eitt man ég og það er snjómokstur. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en með snjóskóflu í hönd. Snjóskóflur eru þessi fáránlega hönnuðu instrúment úr áli sem eru með spaða á stærð við átján tommu pizzakassa en handfang litlu lengra...

Read More

Mávagrátur

Næstkomandi vor, rétt eins og önnur vor, fara endur lækjarins að huga að varpi. Mér rétt eins og öðrum finnst ægilega gaman að fylgjast með andamömmunum teyma ungastóðið eins og leikskólabörn lækinn þveran og endilangan og kenna þeim að afla sér matar og aðra góða andasiði. Gallinn er sá að um svipað leyti eru mávar bæjarins að hnýta á sig smekkinn og hlakka ægilega til að éta Ripp, Rapp og Rupp. Það er eiginlega leitun að önd sem kemur unga á legg á læknum, það er einna helst að maður finni líf ofan við Setbergsskóla. Ég þykist nokkuð viss...

Read More