Höfundur: Tómas Axel Ragnarsson

Hafnfirsk míla

Við Hafnfirðingar eigum okkur orð sem enginn annar notar eins og „i“ sem  sem hefur svipað margar merkingar og „jæja“. Rambelta eða gæluheitið ramba er óvíða notað nema hér, önnur bæjarfélög nota orðskrípi eins og vegasalt þar sem þau ættu frekar að tala um vog. Hér er vegasalt borið á götur til að forðast hálku og þykir ekki frambærilegt barnagull. Ég man í svipinn ekki eftir öðru bæjarfélagi sem þurfti að byrgja bankann sinn á þrettándanum vegna þeirrar hefðar að sprengja hann ár eftir ár. Ruslatunnur miðbæjarins rúlluðu logandi niður Linnetstíginn eins og eldhnettir en þegar ég var að...

Read More

Sauðir

Nú líður senn að áramótum og þá varð mér hugsað til áramótabrennunnar. Eiginlega varð mér hugsað til þess að enginn hefur minnst á brennuna við mig í mörg ár. Einu merki þess að fram fari brennur eru tilkynningarnar frá hinu opinbera sem sýna hvar búið er að finna þessum forngripum staði svo fjarri mannabyggðum að öruggt má teljast að enginn verði þeirra var. Hér í denn tók maður þátt í að safna á brennuna, hópar krakka fóru um bæinn og drösluðu spýtum og drasli að brennustað og hlóðu á köstinn, flottast var ef fundust gömul bíldekk, þar sem af...

Read More

Marbendill

Ég yfirgaf Hafnarfjörð ekki oft sjálfviljugur. En ein var þó undantekningin, hún var sú að komast í sveit. Ég fékk þeirrar gæfu að njóta að kynnast eyjalífinu á Breiðafirði þau sumur sem ég mátti teljast táningur. Ég var í sveit hjá miklum heiðursmanni, Jóhannesi G. Gíslasyni í Skáleyjum. Þetta eru merkiseyjar og má finna sögu af nafngift þeirra í Jómsvíkingasögu. Þar fékk malbiksbarnið að kljást við fullorðinshluti eins og traktora og þeirra fylgihluti. Kýrnar á bænum voru einungis til heimilisins og þar lærði ég að handmjólka. Heyvögnunum fylgdi sér skóli því á þá þurfti að hlaða eftir ákveðnum reglum...

Read More

Forboðnir leikir

Það var fjandi gaman að vera barn á níunda áratuginum. Það er oft talað um að heimurinn sé alltaf að minnka. Það er bara þvæla, hann er alltaf að stækka. Barnabókin „Helgi skoðar heiminn“ kristallíserar þetta mjög greinilega. Heimur Helga rétt náði að teygja sig út fyrir túnfótinn. Þegar ég var pjakkur var vídeóspólan að ryðja sér til rúms, þar áður hafði sá heimur takmarkast af því hvaða kábbojmynd var verið að sýna í Bæjarbíó. Ég eignaðist ungur Zinclair Spectrum leikjatölvu sem leysti af hólmi Donkey Kong tölvuspilin sem hvort eð er voru alltaf batteríslaus þegar á reyndi. Í...

Read More

Pestin

Ég hef stundum sjálfum mér til skemmtunar sest fyrir framan verslunina Kailash með Begga eiganda sömu búðar og hamrað út nokkra blússlagara. Fleiri hafa brosað en ygglt sig við þessi uppátæki okkar en innihald hattarins sem við leyfum að liggja fyrir framan okkur hefur sjaldnast nægt til að kaupa kaffibolla á mann. Þetta er ekki vegna þess að Hafnfirðingar séu nískari en annað fólk, vonandi er þetta ekki vegna þess hvað við erum leiðinlegir, mig grunar að ástæðan sé sú að við erum of fá í miðbænum á rölti á góðviðrisdögum. Íbúar í miðbæ eru pest. Þetta segi ég...

Read More