Höfundur: Tómas Axel Ragnarsson

Að alast upp í Norðurbænum

Rétt um það leyti sem ég var hættur að kúka í kopp var mér skóflað upp í stórglæsilegan Mini og mér og bróður ekið upp í Norðurbæ (ég er ekki alveg viss um að svæðið verskuldi stóran staf samkvæmt ströngustu málfræðireglum en í mínum huga er þetta sérnafn). Þar tók við síðhippaútlítandi foreldrum mínum og ormunum þeirra tveimur blokk sem þá hét „Græna blokkin“.  Blokkarhringurinn var ungt hverfi rétt eins og Vellirnir eru núna og innihélt að mestu barnafólk sem var að hefja búskap. Það gerði það að verkum að mér telst til að eingöngu í mínum stigagangi hafi...

Read More

Norðurbakkinn

Nú ætla ég að gera svolítið sem ég hélt að ég myndi aldrei nokkurn tímann gera. Ég ætla að tala fallega um Norðurbakkann. Ég ætla allavega að reyna það. Það er ekki auðvelt að finna fagran blett á þessu monstrosíteti sem byggingarverktakarnir þröngvuðu upp á okkur í krafti nýtingarréttarskördeneitthvað.  Vel á minnst hvar er skútulægið sem planað var þar sem lóðsinn lá í denn? En ég fann ljósan punkt (eftir talsverða leit), kvöld eitt þegar ég gekk með hundinn (lausan) eftir Norðurbakkanum varð mér skyndilega ljóst hvað það er sem mótar okkur Hafnfirðingana. Hafnarfjörður, ólíkt nágrannasveitarfélögunum, veit allur niður...

Read More

Hvað er að vera Gaflari?

Til að teljast slíkur varð maður að hafa fæðst á Sólvangi og unnið í bæjarútgerðinni. Það er pínu vandamál þar sem fæðingar lögðust þar af fyrir sirka fjörutíu árum og þar sem bæjarútgerðin eitt sinn stóð höfum við nú skínandi exemplar af byggingarstíl efra Breiðholtsins sem gnæfir yfir kvótalausa höfnina. Til að fá mömmu mína, Seltirninginn, til að ala barn í sveitinni, sem hún áleit Fjörðinn á þeim tíma, hefði pabbi þurft að beita meðulum sem líkast til hefðu kostað hann fangelsisvist. En strax og vöggustofunni sleppti var mér troðið inn í 42 módel af Willýs (reyndar var hann af Ford...

Read More

Glæpahneigð miðaldra karldýrs

Ef manni tekst, eins og mér tókst í liðnum mánuði, að drepast ekki samfleytt í fjörutíu ár, þá er maður kominn á fimmtugsaldurinn. Uppgötvunargleði æskunnar löngu horfin og núna eru allflestar tækninýjungar djöfulsins óþarfi og rugl. Aðallega vegna þess að ég nenni ekki að læra á þær. Þær uppgötvanir sem ég reyni hve mest að leiða hjá mér er innrás hvítra langra hára sem ryðjast upp og niður varnarlítinn skrokkinn eins og Hitler yfir Pólland. Það kom mér því lítið á óvart þegar eyrun kröfðust þess frekar að hlusta á fjasið á Rás 1 fremur en poppkúltúrinn á hinum...

Read More