Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur víða um land fyrir skömmu og í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar voru fjölmargir tónleikar í boði og þétt dagskrá. Þá fengu gestir að prófa ýmis hljóðfæri hjá kennurum skólans og mátti sjá efnilegt tónlistafólk sýna bæði áhuga og óvænt tilþrif. Þegar Fjarðarpósturinn ræddi við starfsfólk skólans fengust þær upplýsingar að biðlisti er í bæði gítar- og trommunám, en það eru afar vinsæl hljóðfæri um þessar mundir og hafa verið undanfarin ár. 

Myndir: OBÞ