Tækniþjónusta Bifreiða ehf. var stofnað árið 1999 af Jóni Hafþóri Marteinssyni og fjölskyldu. Hann nam bifvélavirkjun á Íslandi og síðar framhaldsnám í Þýsklandi og starfaði að námi loknu fyrir Bosch. Upphaflega var Tækniþjónustan bifreiðaverkstæði sem sérhæfði sig í þjónustu við þýska bíla. Fljótlega var samhliða því hafið að flytja inn hágæða varahluti frá þýska varahlutaframleiðandanum Vierol.

Í lok árs 2015 var Bifreið.is stofn­að utan um varahlutina og er einkaumboðsaðili fyrir þessa varahluti á Íslandi.  Úrval varahluta og aukabúnaðar er mikið og starfsmenn hafa áralanga þekkingu og reynslu í leit að varahlutum.  Ef hluturinn er ekki til er boðið upp á sérpöntunarþjónustu með hraðsendingu. Í dag eru því tvö fyrirtæki undir sömu stjórn. Verkstæðið Tækniþjónusta bifreiða ehf. og varahlutaverslunin Bifreið.is.

Jón Hafþór segir samstarfið við Vierol hafa gengið einstaklega vel enda hafi varahlutirnir frá Vierol reynst afskaplega vel og mörg verkstæði um allt land fastir viðskiptavinir.

„Um leið og bílafloti landsmanna eldist verður alltaf þörf fyrir góða bíla- og varahlutaþjónustu. Og þá vil ég sérstaklega benda á nauðsyn þess í eldri bílum að skipta um olíu á sjálfskiptingu því með réttri umhirðu má oft komast hjá kostnaðarsömum viðgerðum þegar sjálfsskiptingin gefur sig,“ segir Jón Hafþór. Smurverkstæði gleyma oft þessum þætti en hjá Bifreið.is er sérstaklega hugað að þessu og að þar séu til olía og síur í allar gerðir þýskra bíla.

Samanlagður starfsmannafjöldi beggja fyrirtækjanna hefur verið um tíu manns og hefur sú tala haldist nokkuð óbreytt síðustu ár. Jón Hafþór segir að Hafnfirðingar hafi frá upphafi tekið starfseminni vel og því hafi aldrei komið annað til greina en að opna varahlutaverslunina í Hafnarfirði árið 2015 en þá var verslunin færð í stærra og betra húsnæði á horninu á Hjallahrauni og Trönuhrauni.

Verslunin er skemmtilega innréttuð, þægilegir sófar og gott kaffi í boði ef viðskiptavinir þurfa að bíða eða vilja spjalla um daginn og veginn. Fyrir þá stuttu, sem ferðast með mömmu eða pabba, er vert að skoða glæsilegt og seiðandi fiskabúr sem hefur verið haganlega komið fyrir í einum veggnum. Það er einkar vel við hæfi þar sem áður var rekin gæludýrabúð í sama húsnæði.

Ef þú átt þýskan bíl t.d. BMW, Mercedes Benz, Audi, Opel, Skoda, Porsche eða Mini þá gæti Bifreið.is verið rétti staðurinn fyrir þig.