Frá ármótum tók gildi hækkun gjaldskrá hjá Strætó bs. í takti við almenna verðlagsþróun og vegna þjónustuaukningar sem ráðist var í gær, 7. janúar. Gjaldskráin hefur verið hækkuð að meðaltali um 4,9%. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu er 460 kr. eftir breytingu.

Þjónustuaukning og breytingar verða á leið 21, sem sýndar eru á meðfylgjandi mynd. Leið 21 verður stytt innan Hafnafjarðar en við bætist krókur inn að Smáralind. Leið 21 mun hætta að aka um Bæjarhraun og Hólshraun og einungis aka beint um Flatahraun. Ný biðstöð verður við Kaplakrika. Þjónustutími leiðarinnar lengist um klukkustund á kvöldin og einni verður ekið á sunnudögum. Síðasta ferð úr Firði verður kl. 21:22 og endar í Mjódd kl. 21:49. Síðasta ferð úr Mjódd verður kl. 21:22 og hún endar í Firði kl. 21:50.

Nánari upplýsingar á síðu Strætó Bs. 

Mynd af strætó: OBÞ.