Flokkur: Aðsent

Einróma bókun bæjarstjórnar til þingmanna

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fjallaði um það alvarlega ástand sem ríkir í umferðaröryggi bæjarbúa og þeirra sem og sveitarfélagið fara á síðasta bæjarstjórnar fundi sínum í vikunni. Það þykir orðið mjög brýnt að framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar verði lokið. Enda ekkert annað sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem býr við það að þjóðvegur liggi í gegnum bæjarfélagið með aðeins eina akrein í sitt hvora áttina. Eftirfarandi bókun var samþykkt einróma á fundinum: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Jafnframt er skorað á þingmenn að sjá til þess...

Read More

Má bjóða þér Bjarta framtíð?

Það er alltaf svolítið skemmtilegt að nota þessa spurningu til að brjóta ísinn í samtölum við fólk, því hver vill ekki bjarta framtíð? Hverjar svo sem stjórnmálaskoðanir fólks eru, opna þessi orð oft leið að áhugaverðum samtölum. Orð eru jú til alls fyrst. Nú eru að verða fjögur ár frá því sundurleitur hópur fólks, með sameiginlega sýn á framtíð bæjarins síns og ástríðu til að sjá hana rætast, safnaðist fyrst saman undir merkjum Bjartrar framtíðar og bauð fram lista í bæjarstjórn. Frábærar móttökur skiluðu okkur ábyrgðarhlutverki í meirihluta, sem við höfum nálgast með gildi Bjartrar framtíðar að leiðarljósi. Þessi...

Read More

Blakdeild Hauka býður nýliða velkomna

2018 verður mikið blakár í Hafnarfirði. Fjölgun iðkenda í blaki hefur verið mikil og iðkendur aldrei verið fleiri en nú í byrjun árs. Óskað hefur verið eftir því við aðalstjórn Hauka að blakdeildin verði viðurkennd sem formleg deild innan félagsins, en er nú skráð sem almenningsdeild. Breytingin myndi styrkja stöðu blakdeildinarinnar en ekki síður byggja upp nýjan og áður óséðan aldurshóp meðal iðkenda Hauka og hafa þar með mikil áhrif á innviði félagsins. Blakdeildin býður nú nýliðum (+18 ára) til að skrá sig á vorönn og geta bæði konur og karlar gert það í tölvupósti blakhauka@gmail.com. Nú eru fjögur...

Read More

Stigataflan á nýju ári

Um áramót er gott að líta yfir farinn veg, staldra aðeins við og fara yfir stigatöfluna. Sumir slagir hafa unnist með sætum sigrum, en aðrir tapast. Þannig er lífið og eru slíkir öldudalir og toppar samofnir í líf sérhvers manns á ári hverju. Þetta er alla jafna tíminn til þess að kveðja hið liðna, nýta reynsluna og undirbúa sig betur fyrir komandi ár, næstu verkefni og óvissuferðina árið 2018. Flestir geta verið sammála um að á Íslandi sé gott að búa. Þrátt fyrir smæð okkar, erum við öflugt samfélag. Tækifærin eru víða og samfélagið okkar tekur örum breytingum enda...

Read More

Bær fyrir börn

Í ný samþykktri fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar eru mörg góð íþrótta- og tómstundamál sem ber að fagna. Fyrst og fremst má nefna að Í allri fjárhagsáætluninni er rauði þráðurinn áhersla á  líðan og velferð barna og unglinga. Fyrst ber að nefna að það skiptir máli að ungmenni bæjarins hafi áhuga á því að starfa í vinnuskólanum, það er ekki aðeins ávinningur fyrir ásýnd bæjarins, heldur læra ungmennin að passa upp á bæinn sinn. Upplifa frá eigin hendi hve mikil vinna fer í það að fegra bæinn og virða þá umhverfið sitt og eigin handverk meira. Grunnskólanemendur frá 8. til 10. bekkjar...

Read More