Flokkur: Aðsent

Hvenær eru 7 hæða blokkir lágreistar og hvenær ekki?

Þann 31.10. sl. nam meirihluti bæjarstjórnar skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016 úr gildi. Skipulagslýsingin var útkoma tveggja ára samráðsverkefnis um svæðið með verkefnisstjórn, íbúafundum, vinnustofum, menningargöngu, bloggsíðu, o.fl. Eins og ég benti á í grein í Fréttablaðinu 7.11. sl., gerist þetta einmitt þegar íbúar andmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Fornubúðum og vísa máli sínu til stuðning í niðurstöður skipulagslýsingarinnar, m.a.: Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð Með því að afnema skipulagslýsinguna losnar meirihlutinn við að taka tillit til þessa. Hvað er lágreist byggð? Bæjarfulltrúinn Ingi Tómasson (D) svaraði grein minni samdægurs á Vísi.is. Þar gerir hann lítið úr...

Read More

Leo Anthony krækti í brons í Búkarest

Leo Anthony Speight úr Taekwondodeild Bjarkanna náði um þarsíðustu helgi þeim frábæra árangri að komast á pall í annað skiptið á innan við mánuð á firna sterkum alþjóðlegum G-1 stigamótum í bardaga. Mótið var haldið í Búkarest og voru 644 keppendur á mótinu alls taðar að úr heiminum. Leo gekk vel og sigraði tvo af þrem bardögum sínum og fékk því brons í flokki junior -68kg. Sá sem hreppti gullið var bronsverðlaunahafi HM frá Serbíu. Fyrra mótið var haldið í Riga og voru keppendur þar 814. Leo sigraði þar í tveimur fyrstu bardögum sínum en tapaði svo gegn mjög...

Read More

Lækkuð skuldaviðmið og bætt þjónusta

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019 og 4 ára áætlun 2019-2022 verður lögð fram í bæjarstjórn til fyrri umræðu miðvikudaginn 14. nóvember. Síðari umræða um fjárhagsáætlun verður í desember. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Í fjárhagsáætlun ársins 2019 verður álagningarstuðull fasteignaskatts lækkaður og eru það viðbrögð við mikilli hækkun á reiknuðu fasteignamati í Hafnarfirði milli ára. Þannig lækkar álagningarstuðull fasteignaskatts af atvinnuhúsnæði úr 1,57% í 1,40% og fasteignaskattur af íbúðahúsnæði úr 0,28% í 0,26%. Útsvarsprósentan verður áfram 14,48% en hún var lækkuð úr 14,52% árið 2017. Systkinaafsláttur á leikskólagjöldum eykst og þriðja systkini í grunnskóla fær frítt fæðisgjald....

Read More

Háhýsi – hvað er háhýsi?

Ég var að taka til í blaðabunka hjá mér nýverið og rakst á dreifimiða sem borist hafði inn um bréfalúguna hjá mér en dreifimiðinn hafði farið fram hjá mér þegar hann barst. Dreifimiðinn Dreifimiðinn er ekki undirritaður af neinum sérstökum aðila en þar er bent á frekari upplýsingar á; sudurbakki.is / facebook.com/ekkihahysi. Frekar innihaldsrýrt efni sem þar er að finna fyrir utan samantekt og kynningarefni á því hvernig menn eigi að mótmæla.  Eftir því sem ég best veit er þessum netsíðum haldið úti af mjög fáum aðilum hér í bæ sem finna því allt til foráttu að reisa eigi...

Read More

Aríur um skömm og örlög í Hafnarborg

Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 12 kemur mezzosópransöngkonan Elsa Waage fram á hádegistónleikum í Hafnarborg ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Á tónleikunum sem bera nafnið Skömm og örlög flytja þær aríur eftir G. Bizet, G. Puccini og R. Wagner sem skrifaðar eru fyrir djúpar kvennmannsraddir. Einnig verða flutt tvö íslensk lög sem oftast eru flutt af karlmönnum. Elsa Waage lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur og síðar í framhaldsnám í Washington D.C. þaðan sem hún lauk B.M. –prófi í tónlist við Catholic University of America. Elsa hefur sungið ýmis óperuhlutverk bæði hér á landi og erlendis og...

Read More