Flokkur: Aðsent

„Getum byggt yfir Hafró og virt samráð“

Guðmundur Ingi Markússon, íbúi í Suðurbæ Hafnarfjarðar, hefur ásamt fleiri Suðurbæingum stofnað nýja vefsíðu gegn framkvæmdum á Fornubúðum, Sudurbakki.is, en Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt byggingu 5 hæða háhýsa á hafnarkanti Flensborgarhafnar. Á mótmælasíðunni er fjöldi upplýsinga um skipulagið við Fornubúðir og upplýsingar fyrir bæjarbúa sem hafa áhuga á að gera athugasemdir við samþykkt bæjaryfirvalda, áður en frestur til þess rennur út 8. október.  Guðmundur segir að fyrir utan einstaka mynd í bæjarmiðlum fyrir margt löngu hafi engar útlitsmyndir verið kynntar, ólíkt t.d. Dvergsreitnum, þar sem góðum þrívíddarmyndum var dreift. „Það var ekki ein einasta útlitsmynd sem fylgdi þegar „sýning“ með nýja...

Read More

Staðreyndir um knatthús

Það er sérkennilegt að þurfa að setjast niður og skrifa grein vegna meiðandi ummæla bæjarfulltrúa minnihlutans gagnvart íþróttafélagi og stjórnarmönnum þess. Það er engu að síður tilfellið í kjölfar þess að bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað leysa brýnan aðstöðuvanda knattspyrnudeildar FH, sem nýtast mun þeim 1000 börnum sem æfa knattspyrnu hjá félaginu, næst stærstu knattspyrnudeild landsins. FH-ingar hafa nú í fimm áratugi unnið að uppbyggingu félagssvæðis sín í Kaplakrika. Mikið hefur áunnist í áranna rás. Forystumenn félagsins hafa á þessum árum unnið óeigingjarnt starf af miklum dugnaði, eldmóð og framtíðarsýn. Félagið hefur þannig í gegnum tíðina skapað verðmæti með vinnu og...

Read More

Brotið á mannréttindum fatlaðs fólks

Meðalbiðtími eftir húsnæði 6 ár Á biðlista eftir íbúðum fyrir fatlað fólk eru 56 einstaklingar og þar af eru 28 í brýnni þörf. Meðalbiðtími er 6 ár og flestir á biðlistanum hafa sótt um fyrir 5 árum. Bráðavandinn er því mikill og aðkallandi. Þessar upplýsingar koma fram í svörum Fjölskyldusviðs við fyrirspurn Samfylkingarinnar í Fjölskylduráði. Á bak við þennan hóp eru fjölskyldur og aðstandendur sem varið hafa ómældum tíma og vinnu í baráttu við kerfið. Þetta er óviðunandi ástand og brot á mannréttindum fatlaðs fólks. Ábyrgð sveitarstjórnar skýr Fatlað fólk á rétt á sjálfstæðu lífi án aðgreiningar í samfélaginu....

Read More

Rannsaka samskipti kynjanna

Menningarfélagið mooz sýnir Allt sem er fallegt í lífinu í Gaflaraleikhúsinu næstkomandi laugardag. Verkið var frumsýnt í lok ágúst í félagsheimili Seltjarnarness við góðar undirtektir. Tvær sýningar verða, klukkan 15 og 20 og boðið verður upp á umræður eftir hana. Sýningin rannsakar samskipti kynjanna með hugmyndum félagsfræðingsins R.W. Connells um ríkjandi karlmennskugerðir til hliðsjónar. Hópurinn vann sýninguna í samsköpun undir listrænni stjórn Stefáns Ingvars Vigfússonar, en BA ritgerð hans af sviðshöfundabraut var innblástur hennar: „Í ritgerðinni skoða ég leikritin SOL eftir Sóma þjóðar og Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson. Á yfirborðinu eiga þessa verk sáralítið sameiginlegt, annað en gefa karlmönnum mikið...

Read More

Lækjargata 2 – Mótmæli íbúa

Í síðasta tölublaði Fjarðarpóstins er fjallað um uppbyggingu á Dvergsreitnum. Farið er yfir ferlið og skipulagsforsögn sem var forsenda nýgerðra deiliskipulagsbreytinga. Vitnað er í forsögnina með þessum orðum „ Í skipulagsforsögninni segir m.a. að almennt skuli ekki gera ráð fyrir að byggt verði hærra en 2 hæðir og nýtanlegt ris.“ Hér er rétt að öll málsgrein forsagnarinnar sé birt, en þar segir „Leitast skal við að fella húsin að aðliggjandi húsum við Lækjargötu og Brekkugötu hvað varðar form, efnisval og stærðarhlutföll, þannig að þau virki sem eðlilegt framhald af þeirri byggð. Almennt skal ekki gera ráð fyrir að byggt...

Read More